Neftóbaksdósin mun kosta allt að 1900 krónum BBI skrifar 12. september 2012 15:03 Mynd/GVA Viðbúið er að verð á 50 gr. neftóbakdós muni hækka upp í 1700-1900 krónur ef fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt óbreytt. Gert er ráð fyrir að skattlagning á neftóbak tvöfaldist. Verð á neftóbaksdós er 834 kr. í heildsölu eins og er. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR mun heildsöluverðið hækka upp í 1.357 kr. frá 1. janúar næstkomandi miðað við forsendur í fjárlagafrumvarpinu. Í tóbaksversluninni Björk kostar ein dós núna 1150 kr. Arnþór Indriðason, starfsmaður í tóbaksversluninni Björk, telur að eftir hækkunina gæti dósin kostað 1700-1900 krónur. „Það verður misjafnt eftir verslunum. Þegar svona hækkanir koma taka búðirnar oft hluta hækkunarinnar á sig sjálfar fyrst um sinn," segir hann. Skattahækkunin hefur verið skýrð með því að áður hafi skattlagning á neftóbak verið minni en á annað tóbak og verið sé að leiðrétta þann mun. Arnþór getur sætt sig við þau rök. Því hefur einnig verið borið við að ungir menn noti neftóbak of mikið og það sé miður. Þau rök telur Arnþór ekki halda vatni. „Þessi rök eru alveg hjákátleg," segir Arnþór. „Þeir eru að tala um að þetta sé svo mikið notað af ungum mönnum. Hvers lags rök eru það? Af hverju setjum við ekki skatt á hægðarlyf af því þau eru svo mikið notuð af gömlum mönnum?" spyr hann. Hann telur rökin fela í sér fordóma gagnvart ungum mönnum. Tengdar fréttir Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. 11. september 2012 16:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Viðbúið er að verð á 50 gr. neftóbakdós muni hækka upp í 1700-1900 krónur ef fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt óbreytt. Gert er ráð fyrir að skattlagning á neftóbak tvöfaldist. Verð á neftóbaksdós er 834 kr. í heildsölu eins og er. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR mun heildsöluverðið hækka upp í 1.357 kr. frá 1. janúar næstkomandi miðað við forsendur í fjárlagafrumvarpinu. Í tóbaksversluninni Björk kostar ein dós núna 1150 kr. Arnþór Indriðason, starfsmaður í tóbaksversluninni Björk, telur að eftir hækkunina gæti dósin kostað 1700-1900 krónur. „Það verður misjafnt eftir verslunum. Þegar svona hækkanir koma taka búðirnar oft hluta hækkunarinnar á sig sjálfar fyrst um sinn," segir hann. Skattahækkunin hefur verið skýrð með því að áður hafi skattlagning á neftóbak verið minni en á annað tóbak og verið sé að leiðrétta þann mun. Arnþór getur sætt sig við þau rök. Því hefur einnig verið borið við að ungir menn noti neftóbak of mikið og það sé miður. Þau rök telur Arnþór ekki halda vatni. „Þessi rök eru alveg hjákátleg," segir Arnþór. „Þeir eru að tala um að þetta sé svo mikið notað af ungum mönnum. Hvers lags rök eru það? Af hverju setjum við ekki skatt á hægðarlyf af því þau eru svo mikið notuð af gömlum mönnum?" spyr hann. Hann telur rökin fela í sér fordóma gagnvart ungum mönnum.
Tengdar fréttir Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. 11. september 2012 16:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. 11. september 2012 16:00