Innlent

Sjötíu björgunarsveitarmenn frá höfuðborgarsvæðinu á leið norður

Í kvöld heldur hátt í 70 manna hópur björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu norður í land til aðstoða bændur og björgunarsveitarmenn sem leita af kindum uppi á fjöllum.
Í kvöld heldur hátt í 70 manna hópur björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu norður í land til aðstoða bændur og björgunarsveitarmenn sem leita af kindum uppi á fjöllum. mynd/magnús viðar
Í kvöld heldur hátt í 70 manna hópur björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu norður í land til aðstoða bændur og björgunarsveitarmenn sem leita af kindum uppi á fjöllum.

Í fréttatilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að unnið hafi verið í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag eftir að lýst var yfir neyðarstigi á svæðinu í gær.

„Unnið er með heimamönnum á Norðausturlandi við að útvega mannskap og tæki við leit og björgun á fé, sem enn var á fjöllum er óveðrið skall á. Rafmagnsleysi var umfangsmikið þar sem margar raflínur slitnuðu vegna ísingar. Unnið hefur verið að viðgerð á þeim og eru flestir komnir með rafmagn, en notast er við varaafl á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og í Kelduhverfi þar sem ekki hefur tekist að lagfæra raflínur sem þjóna þessu svæði," segir í tilkynningunni.

Þá hefur Rauði krossinn opnað fjöldahjálparstöð í Reykjahlíðarskóla og mun aðstoða eftir þörfum. Mötuneyti, stuðningur og ráðgjöf er þar í boði.

Ekki hafa komið upp vandamál vegna ferðamanna á svæðinu í dag. Veðurstofan spáir suðaustan 8 - 13 m/s og dálítilli vætu í kvöld og nótt en heldur hvassari með norðaustan og norðan 10 - 18 m/s og víða rigningu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×