Vék sæti vegna vanhæfis í Icesave-málinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. september 2012 21:02 Dómari skipaður af Norðmönnum vék sæti í EFTA-dómstólnum í samningsbrotamáli gegn Íslandi vegna greinar sem hann skrifaði um innistæðutryggingar í norska dagblaðið Aftenposten. Búast má við að dómur í málinu liggi fyrir innan 3 mánaða, en málið verður flutt fyrir dómstólnum á þriðjudag. Dómarar EFTA-dómstólsins í Lúxemborg eru skipaðir fulltrúum EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein.Páll Hreinsson dæmir í málinu Starfandi aðaldómarar við dómstólinn eru þeir Carl Baudenbacher, frá Liechtenstein, Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi frá Íslandi og Per Christiansen, frá Noregi. Í EFTA-dómstólinn veljast gjarnan hæfustu dómarar og fræðimenn EFTA-ríkjanna. Páll Hreinsson mun ekki víkja sæti enda þurfa dómarar við dómstólinn ítrekað að dæma í málum eigin þjóðríkja. Per Christansen sagði sig frá málinu vegna vanhæfis, en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er það vegna greinar sem hann skrifaði um málið í norska dagblaðið Aftenposten. Ola Mestad, setudómari við dómínn og prófessor við Oslóarháskóla, hefur tekið sæti hans.Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi, er dómari við EFTA-dómstólinn. Páll, sem er fyrrum prófessor og forseti lagadeildar HÍ, gat sér gott orð sem einn nefndarmanna í rannsóknarnefnd Alþingis. Páll dæmir í málinu gegn Íslandi, enda þurfa dómararnir við dómstólinn reglulega að dæma í málum sem varða eigin þjóðríki.Málið verður flutt næstkomandi þriðjudag, 18. september, klukkan 8 að morgni að íslenskum tíma og á máflutningur að taka 4-5 klukkustundir. Engin tímamörk eru sett eftir að málið er dómtekið, en miðað við önnur samningsbrotamál fyrir EFTA-dómstólnum ætti niðurstaða að liggja fyrir eftir 2 - 3 mánuði. Enski lögmaðurinn Tim Ward flytur málið fyrir hönd Íslands, en auk Ward eru 7 sérfræðingar í teyminu sem fer til Lúxemborgar. Í málinu er eingöngu tekist á um meint samningsbrot Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna tilskipunar 94/19 um innistæðutryggingar. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, krefst viðurkenningar á því að Ísland hafi brotið EES-samninginn þar sem stjórnvöld hafi ekki tryggt að sparifjáreigendur á Icesave í Hollandi og Bretlandi gætu ekki gengið að lágmarkstrygginu, 20.887 evrum, þegar Landsbankinn féll. Ekki er tekist á um fjárhæðir eða meinta skaðabótaskyldu íslenska ríkisins. Þannig að í raun gerist ekkert fyrst um sinn ef Ísland tapar málinu. Ísland þarf síðar að efna skyldu sína ef það telst hafa brotið gegn tilskipun 94/19 og EES-samningnum. Kröfur á hendur íslenska ríkinu vegna vaxtakostnaðar hollenskra og breskra stjórnvalda, þegar og ef Ísland yrði dæmt um að hafa sýnt af sér vanrækslu, þyrfti að setja fram í máli gegn íslenska ríkinu, en heimavarnarþing íslenska ríkisins er Héraðsdómur Reykjavíkur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Dómari skipaður af Norðmönnum vék sæti í EFTA-dómstólnum í samningsbrotamáli gegn Íslandi vegna greinar sem hann skrifaði um innistæðutryggingar í norska dagblaðið Aftenposten. Búast má við að dómur í málinu liggi fyrir innan 3 mánaða, en málið verður flutt fyrir dómstólnum á þriðjudag. Dómarar EFTA-dómstólsins í Lúxemborg eru skipaðir fulltrúum EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein.Páll Hreinsson dæmir í málinu Starfandi aðaldómarar við dómstólinn eru þeir Carl Baudenbacher, frá Liechtenstein, Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi frá Íslandi og Per Christiansen, frá Noregi. Í EFTA-dómstólinn veljast gjarnan hæfustu dómarar og fræðimenn EFTA-ríkjanna. Páll Hreinsson mun ekki víkja sæti enda þurfa dómarar við dómstólinn ítrekað að dæma í málum eigin þjóðríkja. Per Christansen sagði sig frá málinu vegna vanhæfis, en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er það vegna greinar sem hann skrifaði um málið í norska dagblaðið Aftenposten. Ola Mestad, setudómari við dómínn og prófessor við Oslóarháskóla, hefur tekið sæti hans.Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi, er dómari við EFTA-dómstólinn. Páll, sem er fyrrum prófessor og forseti lagadeildar HÍ, gat sér gott orð sem einn nefndarmanna í rannsóknarnefnd Alþingis. Páll dæmir í málinu gegn Íslandi, enda þurfa dómararnir við dómstólinn reglulega að dæma í málum sem varða eigin þjóðríki.Málið verður flutt næstkomandi þriðjudag, 18. september, klukkan 8 að morgni að íslenskum tíma og á máflutningur að taka 4-5 klukkustundir. Engin tímamörk eru sett eftir að málið er dómtekið, en miðað við önnur samningsbrotamál fyrir EFTA-dómstólnum ætti niðurstaða að liggja fyrir eftir 2 - 3 mánuði. Enski lögmaðurinn Tim Ward flytur málið fyrir hönd Íslands, en auk Ward eru 7 sérfræðingar í teyminu sem fer til Lúxemborgar. Í málinu er eingöngu tekist á um meint samningsbrot Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna tilskipunar 94/19 um innistæðutryggingar. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, krefst viðurkenningar á því að Ísland hafi brotið EES-samninginn þar sem stjórnvöld hafi ekki tryggt að sparifjáreigendur á Icesave í Hollandi og Bretlandi gætu ekki gengið að lágmarkstrygginu, 20.887 evrum, þegar Landsbankinn féll. Ekki er tekist á um fjárhæðir eða meinta skaðabótaskyldu íslenska ríkisins. Þannig að í raun gerist ekkert fyrst um sinn ef Ísland tapar málinu. Ísland þarf síðar að efna skyldu sína ef það telst hafa brotið gegn tilskipun 94/19 og EES-samningnum. Kröfur á hendur íslenska ríkinu vegna vaxtakostnaðar hollenskra og breskra stjórnvalda, þegar og ef Ísland yrði dæmt um að hafa sýnt af sér vanrækslu, þyrfti að setja fram í máli gegn íslenska ríkinu, en heimavarnarþing íslenska ríkisins er Héraðsdómur Reykjavíkur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira