Tófan komin í "hlaðborð" eftir fárviðrið BBI skrifar 13. september 2012 10:20 Bændur hafa þurft að grafa fé úr fönn að undanförnu. Mynd/Hallgrímur Óli hjá Landsbjörg Helsta áhyggjuefni fjárleitarmanna á Norðurlandi sem síðustu daga hafa dregið kindur upp úr snjósköflum eftir óveðrið er tófan. Þetta segir Guðmundur Hjálmarsson, bóndi á Korná í Skagafirði, sem hefur síðustu daga komið að hverri kindinni á fætur annarri sem tófan hefur leikið illa. Guðmundur segir að þetta sé það versta sem maður lendir í. „Ég kom að sex kindum í gær sem bókstaflega vantaði andlitið á. Búið að rífa svoleiðis nasirnar af því og samt var það lifandi," segir Guðmundur og segir að tófan sé vandamál númer eitt, tvö og þrjú á svæðinu. Guðmundur óttast að missa margar kindur í tófuna. „Alveg óhemju. Hún bara drepur og drepur. Miklu meira en hún þarf," segir hann. Hann segir að vissulega kafni ein og ein kind undir snjósköflum en flestar fari í tófuna.Tófan ræðst bæði á kindur sem sitja fastar og þær sem eru ofanjarðar, sem eiga oft í erfiðleikum með að forða sér. Þær eru gjarna með klakabrynju fasta utan á sér og minna helst á gangandi snjóskafl.Mynd/Hallgrímur Óli hjá LandsbjörgGuðmundur segir tófuna ráðast á kindurnar í fylkingum. Þannig hamist þær margar í einu lambi sem stendur út úr skafli ef svo ber undir. „Ég var að finna lamb sem stóð á kafi í snjóskafli. Lambið var lifandi en tófan var búin að éta sig á kaf í lærið á því," segir hann. Tófan fjölgar sér stöðugt á svæðinu að sögn Guðmundar og er að verða ein allsherjar plága. „Þær eru alls staðar hérna. Svo er búið að friða þetta helvíti á Vestfjörðum og ríkið er hætt að styrkja tófuveiðar," segir hann. Þess vegna eru menn hættir að eltast við hana og hún fjölgar sér takmarkalaust. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Helsta áhyggjuefni fjárleitarmanna á Norðurlandi sem síðustu daga hafa dregið kindur upp úr snjósköflum eftir óveðrið er tófan. Þetta segir Guðmundur Hjálmarsson, bóndi á Korná í Skagafirði, sem hefur síðustu daga komið að hverri kindinni á fætur annarri sem tófan hefur leikið illa. Guðmundur segir að þetta sé það versta sem maður lendir í. „Ég kom að sex kindum í gær sem bókstaflega vantaði andlitið á. Búið að rífa svoleiðis nasirnar af því og samt var það lifandi," segir Guðmundur og segir að tófan sé vandamál númer eitt, tvö og þrjú á svæðinu. Guðmundur óttast að missa margar kindur í tófuna. „Alveg óhemju. Hún bara drepur og drepur. Miklu meira en hún þarf," segir hann. Hann segir að vissulega kafni ein og ein kind undir snjósköflum en flestar fari í tófuna.Tófan ræðst bæði á kindur sem sitja fastar og þær sem eru ofanjarðar, sem eiga oft í erfiðleikum með að forða sér. Þær eru gjarna með klakabrynju fasta utan á sér og minna helst á gangandi snjóskafl.Mynd/Hallgrímur Óli hjá LandsbjörgGuðmundur segir tófuna ráðast á kindurnar í fylkingum. Þannig hamist þær margar í einu lambi sem stendur út úr skafli ef svo ber undir. „Ég var að finna lamb sem stóð á kafi í snjóskafli. Lambið var lifandi en tófan var búin að éta sig á kaf í lærið á því," segir hann. Tófan fjölgar sér stöðugt á svæðinu að sögn Guðmundar og er að verða ein allsherjar plága. „Þær eru alls staðar hérna. Svo er búið að friða þetta helvíti á Vestfjörðum og ríkið er hætt að styrkja tófuveiðar," segir hann. Þess vegna eru menn hættir að eltast við hana og hún fjölgar sér takmarkalaust.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira