Tófan komin í "hlaðborð" eftir fárviðrið BBI skrifar 13. september 2012 10:20 Bændur hafa þurft að grafa fé úr fönn að undanförnu. Mynd/Hallgrímur Óli hjá Landsbjörg Helsta áhyggjuefni fjárleitarmanna á Norðurlandi sem síðustu daga hafa dregið kindur upp úr snjósköflum eftir óveðrið er tófan. Þetta segir Guðmundur Hjálmarsson, bóndi á Korná í Skagafirði, sem hefur síðustu daga komið að hverri kindinni á fætur annarri sem tófan hefur leikið illa. Guðmundur segir að þetta sé það versta sem maður lendir í. „Ég kom að sex kindum í gær sem bókstaflega vantaði andlitið á. Búið að rífa svoleiðis nasirnar af því og samt var það lifandi," segir Guðmundur og segir að tófan sé vandamál númer eitt, tvö og þrjú á svæðinu. Guðmundur óttast að missa margar kindur í tófuna. „Alveg óhemju. Hún bara drepur og drepur. Miklu meira en hún þarf," segir hann. Hann segir að vissulega kafni ein og ein kind undir snjósköflum en flestar fari í tófuna.Tófan ræðst bæði á kindur sem sitja fastar og þær sem eru ofanjarðar, sem eiga oft í erfiðleikum með að forða sér. Þær eru gjarna með klakabrynju fasta utan á sér og minna helst á gangandi snjóskafl.Mynd/Hallgrímur Óli hjá LandsbjörgGuðmundur segir tófuna ráðast á kindurnar í fylkingum. Þannig hamist þær margar í einu lambi sem stendur út úr skafli ef svo ber undir. „Ég var að finna lamb sem stóð á kafi í snjóskafli. Lambið var lifandi en tófan var búin að éta sig á kaf í lærið á því," segir hann. Tófan fjölgar sér stöðugt á svæðinu að sögn Guðmundar og er að verða ein allsherjar plága. „Þær eru alls staðar hérna. Svo er búið að friða þetta helvíti á Vestfjörðum og ríkið er hætt að styrkja tófuveiðar," segir hann. Þess vegna eru menn hættir að eltast við hana og hún fjölgar sér takmarkalaust. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Helsta áhyggjuefni fjárleitarmanna á Norðurlandi sem síðustu daga hafa dregið kindur upp úr snjósköflum eftir óveðrið er tófan. Þetta segir Guðmundur Hjálmarsson, bóndi á Korná í Skagafirði, sem hefur síðustu daga komið að hverri kindinni á fætur annarri sem tófan hefur leikið illa. Guðmundur segir að þetta sé það versta sem maður lendir í. „Ég kom að sex kindum í gær sem bókstaflega vantaði andlitið á. Búið að rífa svoleiðis nasirnar af því og samt var það lifandi," segir Guðmundur og segir að tófan sé vandamál númer eitt, tvö og þrjú á svæðinu. Guðmundur óttast að missa margar kindur í tófuna. „Alveg óhemju. Hún bara drepur og drepur. Miklu meira en hún þarf," segir hann. Hann segir að vissulega kafni ein og ein kind undir snjósköflum en flestar fari í tófuna.Tófan ræðst bæði á kindur sem sitja fastar og þær sem eru ofanjarðar, sem eiga oft í erfiðleikum með að forða sér. Þær eru gjarna með klakabrynju fasta utan á sér og minna helst á gangandi snjóskafl.Mynd/Hallgrímur Óli hjá LandsbjörgGuðmundur segir tófuna ráðast á kindurnar í fylkingum. Þannig hamist þær margar í einu lambi sem stendur út úr skafli ef svo ber undir. „Ég var að finna lamb sem stóð á kafi í snjóskafli. Lambið var lifandi en tófan var búin að éta sig á kaf í lærið á því," segir hann. Tófan fjölgar sér stöðugt á svæðinu að sögn Guðmundar og er að verða ein allsherjar plága. „Þær eru alls staðar hérna. Svo er búið að friða þetta helvíti á Vestfjörðum og ríkið er hætt að styrkja tófuveiðar," segir hann. Þess vegna eru menn hættir að eltast við hana og hún fjölgar sér takmarkalaust.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira