Innlent

Jóhanna segist hafa talað um aðildarviðræðurnar

Boði Logason skrifar
"Þeir hafa ekki lesið hana nægilega vel,“ sagði Jóhanna í tíufréttum í kvöld.
"Þeir hafa ekki lesið hana nægilega vel,“ sagði Jóhanna í tíufréttum í kvöld. mynd úr safni
„Þeir hafa ekki lesið hana nægilega vel," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í tíufréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld, þegar borið var undir hana að athygli vakti að hún minntist ekkert á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið í stefnuræðu sinni.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og samningamaður Íslands í viðræðunum, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að það hafi verið mjög athyglisvert að Jóhanna hafi ekki minnst einu orði á aðildarviðræðurnar.

Jóhanna sagði við RÚV að hún hafi komið inn á Evrópusambandið í sinni ræðu og talað um mikilvægi þess. Spurð um aðildarviðræðurnar sjálfar, sagði hún að eflaust yrði rætt mikið um aðildarviðræðurnar í þinginu í vetur.

Lesa má ræðu forsætisráðherra hér.


Tengdar fréttir

Mjög athyglisvert að Jóhanna hafi ekki minnst á aðildarviðræðurnar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og samningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB, segir að það sé mjög athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi ekki minnst einu orði á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í síðustu stefnuræðu sinni á þessu kjörtímabili.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×