Bjarni: Kaldar kveðjur frá Evrópuþinginu Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. september 2012 20:24 Evrópuþingið sendi Íslendingum í dag kaldar kveðjur og hótar viðskiptaþvingunum ef við látum ekki undan í makríldeilunni, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. „Þeirra málflutningur er sagður byggja á kröfunni um sjálfbærar veiðar. Það er líklega kominn tími til að Alþingi Íslendinga fordæmi með sérstakri ályktun ofveiðar ESB ríkjanna og gegndarlaust brottkast. Þessi slæma umgengni þeirra við fiskimið sín hefur stórskaðað hagsmuni okkar erlendis, enda hefur hegðun þessara ríkja rýrt mannorð fiskveiðiþjóða og spillt mörkuðum. Undir engum kringumstæðum verður fiskveiðihagsmunum okkar fórnað vegna hótana og bolabragða ESB," sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt að í þessum deildum við ESB kristallaðist sú staðreynd að Íslendingar eigi ekkert erindi í aðildarviðræður við sambandið. Bjarni sagði líka að hægt gengi í atvinnusköpun. „Hér var stefnt að sköpun fjölda starfa en þau láta á sér standa. Ef við rýnum aðeins í tölur Hagstofunnar sjáum við að það eru færri starfandi og fleiri utan vinnumarkaðar nú en á sama tíma í fyrra. Samt segir forsætisráðherra að það hafi orðið til næstum fimmþúsund ný störf á árinu. Eru þau kannski í Noregi?" spurði Bjarni. Þá var virðing Alþingis Bjarna hugleikin. „Ég fagna umræðunni um virðingu þingsins og hlutverk, sem bæði forseti Íslands, forseti Alþingis og forsætisráðherra hafa komið inn á í gær og í dag. Upphefðin kemur ekki einungis að utan, þingmenn þurfa að umgangast starf sitt og þessa merku stofnun af virðingu og væntumþykju inn á við jafnt sem út á við. Við eigum að einbeita okkur að því að deila á málefni en ekki menn," sagði hann. Tengdar fréttir Jóhanna beindi sjónum sínum til íbúa á Norðurlandi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þakkaði björgunarsveitarmönnum fyrir norðan sem hafa lagt sitt af mörkum til björgunarstarfa síðustu daga við upphaf stefnuræðu sinnar á Alþingi í kvöld. 12. september 2012 20:04 Jóhanna: Stóraukin fjárfesting Fjárfesting fyrstu sex mánuði ársins 2012 jókst um 19,3% samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2011, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún sagði að fjárfesting atvinnuvega hefði aukist um 27,1% og íbúðafjárfesting um 7,7% en fjárfesting hins opinbera dregist saman um 6,2% á sama tímabili. 12. september 2012 20:01 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Evrópuþingið sendi Íslendingum í dag kaldar kveðjur og hótar viðskiptaþvingunum ef við látum ekki undan í makríldeilunni, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. „Þeirra málflutningur er sagður byggja á kröfunni um sjálfbærar veiðar. Það er líklega kominn tími til að Alþingi Íslendinga fordæmi með sérstakri ályktun ofveiðar ESB ríkjanna og gegndarlaust brottkast. Þessi slæma umgengni þeirra við fiskimið sín hefur stórskaðað hagsmuni okkar erlendis, enda hefur hegðun þessara ríkja rýrt mannorð fiskveiðiþjóða og spillt mörkuðum. Undir engum kringumstæðum verður fiskveiðihagsmunum okkar fórnað vegna hótana og bolabragða ESB," sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt að í þessum deildum við ESB kristallaðist sú staðreynd að Íslendingar eigi ekkert erindi í aðildarviðræður við sambandið. Bjarni sagði líka að hægt gengi í atvinnusköpun. „Hér var stefnt að sköpun fjölda starfa en þau láta á sér standa. Ef við rýnum aðeins í tölur Hagstofunnar sjáum við að það eru færri starfandi og fleiri utan vinnumarkaðar nú en á sama tíma í fyrra. Samt segir forsætisráðherra að það hafi orðið til næstum fimmþúsund ný störf á árinu. Eru þau kannski í Noregi?" spurði Bjarni. Þá var virðing Alþingis Bjarna hugleikin. „Ég fagna umræðunni um virðingu þingsins og hlutverk, sem bæði forseti Íslands, forseti Alþingis og forsætisráðherra hafa komið inn á í gær og í dag. Upphefðin kemur ekki einungis að utan, þingmenn þurfa að umgangast starf sitt og þessa merku stofnun af virðingu og væntumþykju inn á við jafnt sem út á við. Við eigum að einbeita okkur að því að deila á málefni en ekki menn," sagði hann.
Tengdar fréttir Jóhanna beindi sjónum sínum til íbúa á Norðurlandi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þakkaði björgunarsveitarmönnum fyrir norðan sem hafa lagt sitt af mörkum til björgunarstarfa síðustu daga við upphaf stefnuræðu sinnar á Alþingi í kvöld. 12. september 2012 20:04 Jóhanna: Stóraukin fjárfesting Fjárfesting fyrstu sex mánuði ársins 2012 jókst um 19,3% samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2011, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún sagði að fjárfesting atvinnuvega hefði aukist um 27,1% og íbúðafjárfesting um 7,7% en fjárfesting hins opinbera dregist saman um 6,2% á sama tímabili. 12. september 2012 20:01 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Jóhanna beindi sjónum sínum til íbúa á Norðurlandi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þakkaði björgunarsveitarmönnum fyrir norðan sem hafa lagt sitt af mörkum til björgunarstarfa síðustu daga við upphaf stefnuræðu sinnar á Alþingi í kvöld. 12. september 2012 20:04
Jóhanna: Stóraukin fjárfesting Fjárfesting fyrstu sex mánuði ársins 2012 jókst um 19,3% samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2011, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún sagði að fjárfesting atvinnuvega hefði aukist um 27,1% og íbúðafjárfesting um 7,7% en fjárfesting hins opinbera dregist saman um 6,2% á sama tímabili. 12. september 2012 20:01