Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýjan iPhone 5 sem hefur vakið mikla athygli aðdáenda á veraldarvefnum. Íslendingar sem horfðu á auglýsinguna fyrir símann á vefsíðu Apple nú í kvöld könnuðust þó við eitt lögunum sem notað var í auglýsinga því þar hljómar lagið Dirty Paws með íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men.
Hægt er að sjá auglýsinguna hér og hefst lagið með íslensku krökkunum eftir 55 sekúndur.

