Fleiri fréttir Bæjarráð furðar sig á þögn stjórnsýslunnar 9.1.2012 06:00 Gengu blysför í kringum Grænavatn Talsverður fjöldi fólks mætti til blysfarar í kringum Grænavatn í Krýsuvík í gær. Blysförin var farin í tilefni þess að hundrað ár voru í gær liðin frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. 9.1.2012 04:00 Segir engan með réttu ráði lána til Vaðlaheiðarganga 9.1.2012 03:00 Kindle-rafbókin leysir skólabókina af hólmi Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. 8.1.2012 21:30 Óttast um framtíð íslenskrar bóksölu Formaður félags íslenskra bókaútgefanda óttast að nýjum eigendum Pennans verði ekki umhugað um að selja íslenskar bækur heldur flíspeysur og boli. Hann óttast að einn af hornsteinum íslenskrar bókamenningar glatist. Eignabjarg, dótturfélag Arion Banka auglýsti allt hlutafé í Pennanum til sölu í vikunni. Verslanir Pennans eru Eymundsson, Penninn, Griffill og Islandia en Penninn selur í dag allt frá skrifstofuhúsgögnum til minjagripa. Félag íslenskra bókaútgefanda hefur hins vegar áhyggjur af því að í höndum nýrra eigenda muni áherslur Pennans sem íslenskan bóksala muni breytast. 8.1.2012 21:00 Skuldsett vegna ónýtra sílíkonpúða Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. 8.1.2012 20:30 Iceland Airwaves í vandræðum ef Nasa lokar Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves vill að stjórnvöld íhugi að taka þátt í rekstri tónleikastaða eins og Nasa líkt og gert er við leikhús svo dæmi sé tekið. Styðja þurfi við bakið á íslenskri poppmenningu. Til stendur að loka tónleikastaðnum NASA fyrsta júní næstkomandi en nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um byggingu hótels á reitnum. NASA hefur lengi verið einn af aðal tónleikastöðum á Iceland Airwaves hátíðinni og segir framkvæmdastjórinn það afleitt að missa staðinn. 8.1.2012 20:00 Gæti þurft að endurskoða allt verkefnið Formaður umhverfis- og samgöngunefndar alþingis segir að ef niðurstöður óháðrar skýrslu um arðsemi Vaðlaheiðarganga reynist réttar hafi verið farið fram á fölskum forsendum við framkvæmdirnar. Verkfræðingurinn Pálmi Kristinsson vann skýrsluna. Í henni er lagt mat á hvort veggjöld geti staðið undir öllum kostnaði við gerð og rekstur ganganna, en innanríkisráðherra hefur gert stjórn Vaðlaheiðarganga ljóst að ekki yrði farið í framkvæmdina nema hafið væri yfir vafa að hún yrði sjálfbær. 8.1.2012 18:58 Fyrri ferð á mánudaginn fellur niður Fyrri ferð Herjólfs mánudaginn 9. janúar fellur niður vegna öldu- og veðurspá. Gert er ráð fyrir 7-10m ölduhæð og 16-20 m vindhraða. Farþegar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við afgreiðslu herjólfs í síma 481-2800 til að breyta pöntunum sínum. Aðeins betra útlit er með síðari ferð Herjólfs (frá Eyjum 15.30 og Þorlákshöfn 19:15). Ákvörðun um hvort hún verður farin verður tekinn klukkan ellefu á morgun. 8.1.2012 18:14 Aukning um þúsundir bílferða við LSH Umferð á eftir að aukast um 4.000 bílferðir á sólahring við Landspítalann við Hringbraut þegar fyrsti áfangi nýja spítalans verður tekinn í notkun árið 2017. Þrátt fyrir það er ekki talið nauðsynlegt að gera víðtækar ráðstafanir í gatnakerfi borgarinnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar sem kynnt var byggingarnefnd nýs Landspítala í vikunni. Við það að taka fyrsta áfanga spítalans í notkun, sem stefnan er að gera árið 2017, mun umferð um svæðið aukast verulega 8.1.2012 19:11 Segir falsanir í skýrslu um Vaðlaheiðargöng Jón Þorvaldur Heiðarsson, fræðimaður við Háskóla Akureyrar, sakar Pálma Kristinsson um falsanir í skýrslu sinni um Vaðlaheiðargöng. Pálmi tekur upp texta Jóns í skýrsluna en breytir orðalaginu í tilvitnuninni á fleiri en einum stað. Alkunna er að slíkt er bannað í vísindasamfélaginu að sögn Jóns. 8.1.2012 17:35 Mannlaus bíll olli tjóni í hálkunni Lögregla hefur í dag haft í nógu að snúast vegna hálkunnar. Mikið hefur verið tilkynnt um slæmar bifeiðastöður í miðbæ Reykjavíkur. Það er að mestu vegna slæmrar færðar að ökumenn neyðast til að leggja bifreiðum á óheppilegum stöðum. Þá hefur og lögregla þurft að aðstoða ökumenn sem hafa komið sér í sjálfheldu og komist hvorki afturábak né áfram vegna hálku og bifreiða sem voru kyrrstæðar og mannlausar. 8.1.2012 17:03 Salurinn á Nasa of illa farinn til að standa Eigandi Nasa segir salinn í húsinu mjög illa farinn. Hann telur nauðsynlegt að rífa hann sem fyrst, hvort sem hann verður þá endurbyggður í sömu mynd eða ekki. "Það er kannski ekki beinlínis að hruni komið, enda væri þá hætta fólgin í því. En það sér það hver sem gengur Vallarstrætið að þetta er bara hrófatildur," segir Pétur Þór Sigurðsson eigandi Nasa. Þar vísar hann til salarins eða aftari hluta Nasa. 8.1.2012 16:47 Verulegt tjón við fiskeldisstöðina Klukkan 13:21 kom upp eldur í útihúsi við fiskeldisstöð í Ólafsfirði. Slökkvilið, lögregla og björgunaraðilar eru að störfum á vettvangi og er ljóst að tjón er verulegt. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en lögreglan vinnur að rannsókn málsins. 8.1.2012 15:38 Eldsvoði á Ólafsfirði Eldur kom upp í húsnæði í Ólafsfirði um klukkan hálf tvö í dag. Fréttir hafa borist af því að fiskeldisstöðin í Hlíð standi þar í ljósum logum. Það hefur ekki fengist staðfest. Lögreglan á Akureyri getur ekki gefið upplýsingar um málið að svo stöddu. 8.1.2012 14:32 Samræmd sjúkraskrá nauðsynleg Velferðaráðherra telur nauðsynlegt að gögn frá sérgreinalæknum og þeim sem framkvæma aðgerðir án þátttöku ríksins verði hluti af samræmdri sjúkraskrá. Ef slík skrá væri til þá hefði hún getað hjálpað til að grípa inn í í PIP sílikonpúðamálinu. Síðastliðið haust var kynnt skýrsla sem velferðaráðherra lét vinna um skipulag heilbrigðiskerfisins hér á landi. Það var Boston Consulting Group sem vann skýrsluna. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að verulega skorti á rafræn skráningarkerfi hér á landi og nákvæmar tölulegar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt sé að tekin verði í notkun samræmd rafræn sjúkraskrá fyrir allt landi. Slíkt er ekki til staðar hér á landi eins og staðan er núna. 8.1.2012 13:30 Óvissa um ferðir Herjólfs Vegna slæmrar ölduspár fyrir mánudag og þriðjudag er hugsanlegt að fella þurfi niður einhverjar eða allar ferðir Herjólfs til Þorlákshafnar þessa daga, en spáð er vel yfir tíu metra ölduhæð næstu daga. Í tilkynningu frá Eimskipum eru farþegar beðnir um að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á Facebook eða síðu 415 í Textavarpi. 8.1.2012 12:58 Gætum verið rík eins og Norðmenn Guðmundur Steingrímsson telur um helming þingmanna reiðubúinn að afhenda auðlindir þjóðarinnar á kostnaðarverði í þágu staðbundinnar atvinnuuppbyggingar eða markmiða. Svo er hinn helmingurinn sem vill reyna að fá hámarksarð fyrir þær. "Og um þetta er mikið deilt á þingi," segir Guðmundur. "Fólk verður að fara að upplifa þetta debat." Í þessu samhengi telur hann slæmt að fólk sjái engan mun á stjórnmálaflokkum. Guðmundur Steingrímsson og Lilja Mósesdóttir voru gestir Sigurjóns M Egilssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þau nýstofnuð stjórnmálaöfl sín. 8.1.2012 12:44 Slæmt ferðaveður Vegagerðin vekur athygli á því að mjög varasamt getur verið að vera á ferðinni þegar saman fer hvass vindur og svell á vegum. Fólki í ferðahug er bent á að hringja í upplýsingasíma Vegagerðarinnar til að afla upplýsinga um færð á leiðinni. Færðin getur breyst hratt í þessum aðstæðum. Vegagerðin hefur helst áhyggjur af Hellisheiðinni, en þar er flughálka og óveður. Auk þess er hálka eða flughálka á flestum vegum um allt land og í rauninni lítið ferðaveður eins og stendur. Vegfarendur eru beðnir um að fylgjast vel með breytingum á færð á heimasíðu vegagerðarinnar vegagerdin.is eða í síma 1777. Loks er minnt á að víða er ekki mokstur eða þjónusta á vegum á kvöldin og nóttunni, og jafnvel einhverjir vegir sem eru aðeins í þjónustu fáa daga í viku. 8.1.2012 10:19 Eldur í blaðagámi tvær nætur í röð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út undir morgun til að slökkva í blaðagámi við sundlaug Vesturbæjar. Þetta er önnur nóttin í röð sem kveikt er í honum. Vakt maður slökkviliðsins telur þessa brennugleði tengda flugeldum og áramótum. Slökkviliðið sendi dælubíl á vettvang sem slökkti eldinn án vandkvæða. 8.1.2012 10:02 Róleg nótt hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti fremur rólega vakt í nótt samkvæmt varðstjóra. Ein líkamsárás var skráð í kjölfar fertugsafmælis þar sem ölvun fór úr böndunum en engin meiðsl urðu á fólki. Þá var önnur minniháttar íkamsárás tilkynnt hjá lögreglunni í vesturbæ en engar nánari upplýsingar fengust um hana. Tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um fíkniefnaakstur auk þess að vera réttindalaus. Þá gistu fjórir fangageymslu lögreglu. Tveir fengu gistingu þar sem þeir voru ofurölvi og húsnæðislausir, einn vegna þess að hann neitaði að greiða reikning á veitingastaðnum Asía í miðborginni og einn gistir fangageymslu vegna heimilsofbeldis. Þá komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál. 8.1.2012 09:59 Minna um hálkuslys Þrír komu með beinbrot slysavarðstofu á Landspítalanum eftir að hafa runnið í hálku í nótt. Það eru mun færri en komu aðfaranótt laugardagsins að sögn Guðrúnar Eiríksdóttur, kandidats á Landspítalanum. Guðrún segir fyrri nóttina hafa verið óðs manns æði, en þá komu um tíu manns á spítalann með brotin bein eftir hálkuslys. Fólk virðist því hafa varkárara í nótt sem leið eða bara sleppt því að fara út yfir höfuð, enda leiðinlegt veður. 8.1.2012 09:56 Ekkert mál að bjarga Nasa Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir það einfalda lausn að Reykjavíkurborg leigi húsnæði skemmtistaðarins NASA af eiganda þess til að viðhalda mikilvægri tónleikastarfsemi þar. Hann mun hlekkja sig við vinnuvélarnar ef þær koma til að rífa húsið. Eiganda skemmtistaðarins NASA við Austurvöll var tilkynnt í gær að hún þyrfti að hætta starfsemi í húsinu fyrsta júní næstkomandi þar sem eigandi hússins ætlar að rífa það og byggja hótel í staðinn. Húsið er einungis friðað að litlu leyti og því hægt að rífa staðinn þar sem nú er tónleikasalurinn er í dag og halda framhlið hússins óbreyttri. 7.1.2012 21:00 Lýtalæknirinn mögulega skaðabótaskyldur Ábyrgð lýtalæknisins er mun meiri þar sem hann flutti púðana inn sjálfur, að mati talsmanns neytenda. Hann telur að konur sem fengu grædda í sig PIP púða hér á landi geti átt rétt á skaðabótum. Þrjátíu íslenskar konur með gallaða sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Konurnar krefjast þess að fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. 7.1.2012 20:00 "Flugið verður fyrir þá ríku“ Einungis þeir efnameiri munu geta nýtt sér flugþjónustu innanlands þar sem opinber gjöld af hverjum flugmiða hafa meira en tvöfaldast á síðustu þremur árum. Þetta segir Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Í vikunni voru tilkynntar gífurlegar hækkanir á innanlandsflugi. Til dæmis munu lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli hækka um 72 prósent, farþegagjöld um 71 prósent og flugleiðsögugjald um 22 prósent. Samtals munu þessar hækkanir þýða yfir 100 milljóna kostnaðaraukningu fyrir Flugfélag Íslands á þessu ári. Til stendur að hækka þessi gjöld aftur eftir ár og sér Flugfélagið fram á 150 milljóna hækkun þá. 7.1.2012 18:58 Mikið um hálkuslys Asahláka hélt áfram að hrella borgarbúa í nótt og í dag. Fullt var út úr dyrum á bráðamóttöku landspítalans í nótt vegna hálkuslysa og mannbroddar ruku út eins og heitar lummur. Asahláka hefur valdið miklum usla á höfuðborgarsvæðinu undanfarna sólarhringa eftir að snjórinn fór að bráðna í burtu og skildi eftir flughált íslag sem margir eiga erfitt með að fóta sig í. Þannig þurftu fjölmargir að leita á slysadeild landspítalans en læknir þar segir marga verða óstöðugri þegar þeir eru að skemmta sér í miðbænum. 7.1.2012 21:30 Þykkasta atvinnublað síðustu ára Sérfræðingar vinnumiðlana eru sammála um að árið fari af stað með meiri krafti á vinnumarkaði en sést hefur frá hruni. Til marks um það gaf Fréttablaðið út þykkasta atvinnublað sem prentað hefur verið í meira en þrjú ár. Það sem blasti við lesendum dagblaðanna í morgun var meira í ætt við uppflettirit en auglýsingabækling. Byggingavöruverslunin Bauhaus auglýsir eftir starfsfólki í tugi starfa og atvinnublaðið í miðju Fréttablaðsins er það stærsta sem komið hefur út eftir hrun bankanna. Blaðið er 32 síður í dag, sem er öllu lengra en þunnildin sem prentuð voru fyrir þremur árum. Og það er kannski táknræknt að fremst í blaðinu er auglýst eftir sérfræðingi í ráðningum. 7.1.2012 20:30 Fimmfaldur pottur næstu helgi Enginn hreppti fyrsta vinning í Lottóinu í kvöld sem hljóðaði upp á tæpar 30 milljónir. Því verður potturinn fimmfaldur næst. Vinningstölurnar voru 3 17 19 23 36 og bónustalan var 31. Tveir voru með fjórar tölur réttar auk bónustölu. Þeir hljóta 194.000 í vinning. 7.1.2012 20:14 Forsendur stjórnvalda um Vaðlaheiðargöng óraunhæfar Pálmi Kristinsson, verkfræðingur hefur tekið saman skýrslu um Vaðlaheiðargöng. Þar byggir hann á eigin útreikningum og athugunum á kostnaðarþáttum, tekjuþáttum og fjármögnun ríkisins auk þess sem stuðst er við fyrirliggjandi forsendum stjórnvalda. Meginniðurstöður skýrslunnar eru að innheimta veggjalda muni ekki ná að standa undir öllum kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Einnig býst hann við að endanlegur kostnaður við göngin verði hærri en gert er ráð fyrir. 7.1.2012 18:48 Tjörnin neon-lýst fyrir börnin - myndaalbúm Hátt á fimmta hundrað manns mættu við tjörnina til að mynda heillakeðju og vekja athygli á réttindum barna. Hersingin gekk með neon-ljós hringinn í kringum tjörnina og að göngu lokinni fengu allir heitt kakó frá Iðnó og stjörnuljós frá Landsbjörg. Meðfylgjandi myndir voru teknar við tjörnina í dag. Markmiðið var að safna saman nægu fólki til að mynda órofna keðju hringinn kringum tjörnina. Markmiðið náðist ekki alveg. Eins og sagt var frá fyrr í dag markaði atburðurinn upphaf samvinnuverkefnis Barnaheilla og tólf íslenskra fyrirtækja. Markmið samstarfsins er að safna peningum sem varið verður börnum í hag og vekja athygli á réttindum barna. 7.1.2012 18:06 Vilja afsökunarbeiðni vegna skaupsins Norræna félagið í Hveragerði mæltist í dag til þess að Páll Magnússon bæðist afsökunar á brandara úr áramótaskaupinu þar sem fjöldamorðin í Noregi voru höfð í flimtingum. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Fréttablaðs Suðurlands. Yfirlýsingin í heild hljóðaði svona: "Norræna félagið í Hveragerði harmar að í áramótaskaupi Ríkisútvarpsins skuli fjöldamorðin í Noregi í sumar sem leið, hafa verið flokkuð sem tilefni spaugsyrða. Mælist félagið til þess að útvarpsstjóri biðjist opinberlega afsökunar á þessu atviki, ekki aðeins Norðmanna vegna, heldur einnig fyrir sakir sjálfsvirðingar Íslendinga. F.h. félagsins, Kristbjörg Erla Hreinsdóttir." 7.1.2012 17:51 Snjóhreinsun enn á fullu Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að snjóhreinsun á um tíu tækjum í allan dag. Unnið var að söltun og söndun göngustíga. Á morgun verður að öllum líkindum ekki unnið að snjóhreinsun. Starfsmenn verða hins vegar í ráspólunum og tilbúnir í útköll ef hláka myndast. "Ef það kemur einhver asahláka þá tökum við í taumana hvað það varðar," segir Þorsteinn Birgisson, yfirstjórnandi hjá Reykjavíkurborg. Unnið hefur verið að því undanfarið að hreinsa kringum niðurföll og greiða leið affallsvatns af bráðnandi svellbunkanum sem liggur yfir borginni. 7.1.2012 17:33 Biophilia til New York Björk tilkynnti í gær að hún myndi fara með Biophilia-sýninguna sína til New York. Hún ætlar sér að halda tíu sýningar í febrúar næstkomandi. Sex sýningar verða haldnar í New York Hall of science, seinni fjórar verða svo haldnar í Roseland Ballroom á Manhattan. Ekki eru fleiri sýningar í bígerð í Bandaríkjunum. Sýningin hefur fengið glimrandi viðtökur frá gagnrýnendum. Í henni teflir Björk fram stúlknakór sem telur 24 stúlkur auk fjölda nýstárlegra hljóðfæra sem hún hannaði sjálf með samstarfsmönnum sínum. 7.1.2012 17:06 Jólatré liggja úti Um þessar mundir liggja einmanaleg jólatré eins og hráviði víða um borgina. Síðustu daga hafa jólatrén staðið úti í horni á heimilum fólks og gefið jólahaldi þeirra hátíðlegan blæ. Nú rífa margir af þeim skrautið í hvelli, varpa þeim út í kuldann og hugsa svo ekki meir út í það. Því er rétt að taka fram að sorphirða Reykjavíkur hirðir ekki jólatré í ár. Fólk verður sjálft að sjá um að koma jólatrjám sínum á endurvinnslustöð. Sorpa tekur ekki gjald fyrir. Fyrir hina tímabundnu bjóða ýmsar íþróttahreyfingar upp á þá þjónustu að hirða jólatré að hátíðunum loknum. Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hafa einnig samstarf um hirðingu jólatrjáa. Slík þjónusta kostar hins vegar alla jafna. 7.1.2012 16:41 Árekstur á Bústaðarvegi Árekstur varð á mótum Bústaðarvegar og Efstaleitis um þrjúleytið í dag. Ökumaður sem ætlaði að beygja af bústaðarveginum og upp Efstaleitið ók í veg fyrir annan sem var á leið vestur eftir Bústaðarvegi. Bílarnir skemmdust en farþegar og ökumenn sluppu allir ómeiddir. 7.1.2012 16:25 Yfirlýsing væntanleg frá Jóni Gnarr Jón Gnarr mun gefa frá sér yfirlýsingu vegna forsetakosninga í næstu viku. Þetta tilkynnti hann í dag á facebook síðu sinni. Þegar hann er spurður neðar á þeim þræði hvort hún verði jákvæð eða neikvæð segir hann "Hún verður góð". Nafn Jóns Gnarr kemur iðulega upp þegar menn velta fyrir sér hver verði eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Í könnun sem Vísir gerði meðal lesenda sinna var Jón Gnarr í fimmta sæti sem næsti forseti. Á facebook síðu sinni hefur hann þakkað þann stuðning. 7.1.2012 15:08 75 daga einangrun ár hvert Íbúi í Árnesi við Trékyllisvík segist vera algjörlega einangraður í tæplega þrjá mánuði á ári þegar vegagerðin ryður ekki vegarkafla á Vestfjarðakjálkanum. Hann er flughræddur og kann því illa að geta ekki keyrt út fyrir sveitina þegar á þarf að halda. Árneshreppur er ein afskekktasta byggð landsins. Þar búa vel á annan tug fjölskyldna og þar kvíðir fólkið 6. janúar ár hvert. Ástæðan er sú að frá þeirri dagsetningu og næstu 75 daga er vegurinn þangað ekki ruddur, en Árneshreppur er eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem fellur undir svokallaða G-reglu um þjónustustig snjómoksturs, að því er fréttavefurinn strandir.is greinir frá. 7.1.2012 15:00 Heita áfram Björt framtíð Hið nýstofnaða stjórnmálaafl Guðmundar Steingrímssonar, Björt framtíð, mun ekki skipta um nafn eftir því sem segir í frétt mbl. "Við ætlum ekki að skipta um nafn og ég óska Nýrri framtíð bjartrar framtíðar," sagði Guðmundur Steingrímsson. Pólitísku samtökin Ný framtíð hafa óskað eftir því að Björt framtíð skipti um nafn til að koma í veg fyrir misskilning. 7.1.2012 14:26 Listamenn tilbúnir að verja Nasa Hljómsveitin Agent Fresco sagði á facebook síðu sinni að þeir væru í áfalli eftir þeir heyrðu af áformum um að rífa skemmtistaðinn Nasa. Þeir minna á að hópur listamanna tók sig saman árið 2009 og mómælti sömu ákvörðun. Þar fór Páll Óskar fremstur í flokki en strákarnir í Agent Fresco lögðu sín lóð á vogarskálarnar auk annara. Þeir segjast reiðubúnir að gera það aftur núna. "Ef við getum eitthvað gert til að vekja athygli á þessu munum við gera það. Ekki spurning," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. 7.1.2012 14:14 Margir fara flatt í hálkunni Mikil hálka er nú á götum og gangstéttum borgarinnar og er vegfarendum ráðlagt að fara varlega. Mikill erill var á slysadeild Landspítalans í nótt vegna hálkuslysa og búist við fleirum þegar líður á daginn. Asahlákan fór ekki framhjá borgarbúum í gær en stórir pollar mynduðust á hálfbráðnuðu íslagi sem safnast hefur saman og myndar stórhættulegt svell, þá hafa hjólför myndast í snjólögum og safnast vatn nú þar saman sem getur falið hálkuna. 7.1.2012 14:00 Barnakeðja og neon-ljós við tjörnina Barnaheill á Íslandi ætla í dag að freista þess að mynda keðju í kringum Reykjavíkurtjörn með aðstoð 1000 barna til að vekja athygli á réttindum barna hér á landi en að sögn samtakanna hefur sjaldan verið brýnna en nú að standa vörð um málefni þeirra. Börn og foreldrar þeirra eru hvött til að taka þátt í þessu framtaki en boðið verður upp á heitt kakó og svo verður kveikt á stjörnuljósum og blysum. Keðjan verður mynduð klukkan fjögur. 7.1.2012 12:44 Leggjum pinnið á minnið Hundruðir sölustaða um allt land eru nú komnir með örgjörvaposa þar sem viðskiptavinir þurfa að stimpla inn pin númer til að ljúka greiðslu. Verkefnastjórinn segir breytinguna hafa gengið vel en nú eru þrjú af hverjum fjórum kortum hér á landi komin með örgjörva. Það var í júní í fyrra sem verkefninu pinnið á minnið var hleypt af stokkunum og fyrstu fyrirtækin fóru að nota örgjörvaposa sem gerir fólki kleift að staðfesta viðskipti með pin númeri. 7.1.2012 12:20 Stærsta atvinnublað síðustu ára Atvinnublaðið í miðju Fréttablaðsins í dag, þar sem fyrirtæki og stofnanir birta auglýsingar eftir starfsfólki, er það langstærsta sem komið hefur út frá því fyrir hrun, að því er segir í blaðinu. Ekki er heldur víst að jafnstórt blað hafi heldur komið út í góðærinu. Blaðið er 32 síður, en haft er eftir umsjónarmönnum blaðsins að það sé til marks um jákvæða þróun í atvinnumálum. 7.1.2012 11:00 Nóttin hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Fjórir dvöldu fangageymslur lögreglunnar við Hverfisgötu í nótt. Einn af þeim var maður sem handtekinn var fyrir að hlaupa upp á bifreiðar er stóðu við Skólavörðustíg. Sá var handtekinn rétt fyrir sex í morgun. Erfiðlega gekk að hemja hann og því var hann vistaður í fangaklefa. Rætt verður við hann um hegðan sína þegar af honum rennur. Ekki er vitað hve mikið tjón hlaust af uppátæki hans. Málið er á forræði lögreglustöðvar nr. 5 í Vesturbæ. 7.1.2012 10:53 Óska eftir öðru nafni Pólitísku samtökin Ný framtíð hafa óskað eftir því að stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð, sem að Guðmundur Steingrímsson og Heiða Helgadóttir eru í forsvari fyrir, breyti um nafn. Í tilkynningu sem Ný framtíð sendi frá segir að ljóst hafi verið í meira en mánuð að til stæði að endurvekja Nýja framtíð, en starf samtakanna hafði legið niðri í nokkur ár. Ný framtíð hvetur Bjarta framtíð til að velja sér annað nafn sem síður leiðir til ruglings og óþæginda. 7.1.2012 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
Gengu blysför í kringum Grænavatn Talsverður fjöldi fólks mætti til blysfarar í kringum Grænavatn í Krýsuvík í gær. Blysförin var farin í tilefni þess að hundrað ár voru í gær liðin frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. 9.1.2012 04:00
Kindle-rafbókin leysir skólabókina af hólmi Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. 8.1.2012 21:30
Óttast um framtíð íslenskrar bóksölu Formaður félags íslenskra bókaútgefanda óttast að nýjum eigendum Pennans verði ekki umhugað um að selja íslenskar bækur heldur flíspeysur og boli. Hann óttast að einn af hornsteinum íslenskrar bókamenningar glatist. Eignabjarg, dótturfélag Arion Banka auglýsti allt hlutafé í Pennanum til sölu í vikunni. Verslanir Pennans eru Eymundsson, Penninn, Griffill og Islandia en Penninn selur í dag allt frá skrifstofuhúsgögnum til minjagripa. Félag íslenskra bókaútgefanda hefur hins vegar áhyggjur af því að í höndum nýrra eigenda muni áherslur Pennans sem íslenskan bóksala muni breytast. 8.1.2012 21:00
Skuldsett vegna ónýtra sílíkonpúða Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. 8.1.2012 20:30
Iceland Airwaves í vandræðum ef Nasa lokar Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves vill að stjórnvöld íhugi að taka þátt í rekstri tónleikastaða eins og Nasa líkt og gert er við leikhús svo dæmi sé tekið. Styðja þurfi við bakið á íslenskri poppmenningu. Til stendur að loka tónleikastaðnum NASA fyrsta júní næstkomandi en nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um byggingu hótels á reitnum. NASA hefur lengi verið einn af aðal tónleikastöðum á Iceland Airwaves hátíðinni og segir framkvæmdastjórinn það afleitt að missa staðinn. 8.1.2012 20:00
Gæti þurft að endurskoða allt verkefnið Formaður umhverfis- og samgöngunefndar alþingis segir að ef niðurstöður óháðrar skýrslu um arðsemi Vaðlaheiðarganga reynist réttar hafi verið farið fram á fölskum forsendum við framkvæmdirnar. Verkfræðingurinn Pálmi Kristinsson vann skýrsluna. Í henni er lagt mat á hvort veggjöld geti staðið undir öllum kostnaði við gerð og rekstur ganganna, en innanríkisráðherra hefur gert stjórn Vaðlaheiðarganga ljóst að ekki yrði farið í framkvæmdina nema hafið væri yfir vafa að hún yrði sjálfbær. 8.1.2012 18:58
Fyrri ferð á mánudaginn fellur niður Fyrri ferð Herjólfs mánudaginn 9. janúar fellur niður vegna öldu- og veðurspá. Gert er ráð fyrir 7-10m ölduhæð og 16-20 m vindhraða. Farþegar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við afgreiðslu herjólfs í síma 481-2800 til að breyta pöntunum sínum. Aðeins betra útlit er með síðari ferð Herjólfs (frá Eyjum 15.30 og Þorlákshöfn 19:15). Ákvörðun um hvort hún verður farin verður tekinn klukkan ellefu á morgun. 8.1.2012 18:14
Aukning um þúsundir bílferða við LSH Umferð á eftir að aukast um 4.000 bílferðir á sólahring við Landspítalann við Hringbraut þegar fyrsti áfangi nýja spítalans verður tekinn í notkun árið 2017. Þrátt fyrir það er ekki talið nauðsynlegt að gera víðtækar ráðstafanir í gatnakerfi borgarinnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar sem kynnt var byggingarnefnd nýs Landspítala í vikunni. Við það að taka fyrsta áfanga spítalans í notkun, sem stefnan er að gera árið 2017, mun umferð um svæðið aukast verulega 8.1.2012 19:11
Segir falsanir í skýrslu um Vaðlaheiðargöng Jón Þorvaldur Heiðarsson, fræðimaður við Háskóla Akureyrar, sakar Pálma Kristinsson um falsanir í skýrslu sinni um Vaðlaheiðargöng. Pálmi tekur upp texta Jóns í skýrsluna en breytir orðalaginu í tilvitnuninni á fleiri en einum stað. Alkunna er að slíkt er bannað í vísindasamfélaginu að sögn Jóns. 8.1.2012 17:35
Mannlaus bíll olli tjóni í hálkunni Lögregla hefur í dag haft í nógu að snúast vegna hálkunnar. Mikið hefur verið tilkynnt um slæmar bifeiðastöður í miðbæ Reykjavíkur. Það er að mestu vegna slæmrar færðar að ökumenn neyðast til að leggja bifreiðum á óheppilegum stöðum. Þá hefur og lögregla þurft að aðstoða ökumenn sem hafa komið sér í sjálfheldu og komist hvorki afturábak né áfram vegna hálku og bifreiða sem voru kyrrstæðar og mannlausar. 8.1.2012 17:03
Salurinn á Nasa of illa farinn til að standa Eigandi Nasa segir salinn í húsinu mjög illa farinn. Hann telur nauðsynlegt að rífa hann sem fyrst, hvort sem hann verður þá endurbyggður í sömu mynd eða ekki. "Það er kannski ekki beinlínis að hruni komið, enda væri þá hætta fólgin í því. En það sér það hver sem gengur Vallarstrætið að þetta er bara hrófatildur," segir Pétur Þór Sigurðsson eigandi Nasa. Þar vísar hann til salarins eða aftari hluta Nasa. 8.1.2012 16:47
Verulegt tjón við fiskeldisstöðina Klukkan 13:21 kom upp eldur í útihúsi við fiskeldisstöð í Ólafsfirði. Slökkvilið, lögregla og björgunaraðilar eru að störfum á vettvangi og er ljóst að tjón er verulegt. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en lögreglan vinnur að rannsókn málsins. 8.1.2012 15:38
Eldsvoði á Ólafsfirði Eldur kom upp í húsnæði í Ólafsfirði um klukkan hálf tvö í dag. Fréttir hafa borist af því að fiskeldisstöðin í Hlíð standi þar í ljósum logum. Það hefur ekki fengist staðfest. Lögreglan á Akureyri getur ekki gefið upplýsingar um málið að svo stöddu. 8.1.2012 14:32
Samræmd sjúkraskrá nauðsynleg Velferðaráðherra telur nauðsynlegt að gögn frá sérgreinalæknum og þeim sem framkvæma aðgerðir án þátttöku ríksins verði hluti af samræmdri sjúkraskrá. Ef slík skrá væri til þá hefði hún getað hjálpað til að grípa inn í í PIP sílikonpúðamálinu. Síðastliðið haust var kynnt skýrsla sem velferðaráðherra lét vinna um skipulag heilbrigðiskerfisins hér á landi. Það var Boston Consulting Group sem vann skýrsluna. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að verulega skorti á rafræn skráningarkerfi hér á landi og nákvæmar tölulegar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt sé að tekin verði í notkun samræmd rafræn sjúkraskrá fyrir allt landi. Slíkt er ekki til staðar hér á landi eins og staðan er núna. 8.1.2012 13:30
Óvissa um ferðir Herjólfs Vegna slæmrar ölduspár fyrir mánudag og þriðjudag er hugsanlegt að fella þurfi niður einhverjar eða allar ferðir Herjólfs til Þorlákshafnar þessa daga, en spáð er vel yfir tíu metra ölduhæð næstu daga. Í tilkynningu frá Eimskipum eru farþegar beðnir um að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á Facebook eða síðu 415 í Textavarpi. 8.1.2012 12:58
Gætum verið rík eins og Norðmenn Guðmundur Steingrímsson telur um helming þingmanna reiðubúinn að afhenda auðlindir þjóðarinnar á kostnaðarverði í þágu staðbundinnar atvinnuuppbyggingar eða markmiða. Svo er hinn helmingurinn sem vill reyna að fá hámarksarð fyrir þær. "Og um þetta er mikið deilt á þingi," segir Guðmundur. "Fólk verður að fara að upplifa þetta debat." Í þessu samhengi telur hann slæmt að fólk sjái engan mun á stjórnmálaflokkum. Guðmundur Steingrímsson og Lilja Mósesdóttir voru gestir Sigurjóns M Egilssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þau nýstofnuð stjórnmálaöfl sín. 8.1.2012 12:44
Slæmt ferðaveður Vegagerðin vekur athygli á því að mjög varasamt getur verið að vera á ferðinni þegar saman fer hvass vindur og svell á vegum. Fólki í ferðahug er bent á að hringja í upplýsingasíma Vegagerðarinnar til að afla upplýsinga um færð á leiðinni. Færðin getur breyst hratt í þessum aðstæðum. Vegagerðin hefur helst áhyggjur af Hellisheiðinni, en þar er flughálka og óveður. Auk þess er hálka eða flughálka á flestum vegum um allt land og í rauninni lítið ferðaveður eins og stendur. Vegfarendur eru beðnir um að fylgjast vel með breytingum á færð á heimasíðu vegagerðarinnar vegagerdin.is eða í síma 1777. Loks er minnt á að víða er ekki mokstur eða þjónusta á vegum á kvöldin og nóttunni, og jafnvel einhverjir vegir sem eru aðeins í þjónustu fáa daga í viku. 8.1.2012 10:19
Eldur í blaðagámi tvær nætur í röð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út undir morgun til að slökkva í blaðagámi við sundlaug Vesturbæjar. Þetta er önnur nóttin í röð sem kveikt er í honum. Vakt maður slökkviliðsins telur þessa brennugleði tengda flugeldum og áramótum. Slökkviliðið sendi dælubíl á vettvang sem slökkti eldinn án vandkvæða. 8.1.2012 10:02
Róleg nótt hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti fremur rólega vakt í nótt samkvæmt varðstjóra. Ein líkamsárás var skráð í kjölfar fertugsafmælis þar sem ölvun fór úr böndunum en engin meiðsl urðu á fólki. Þá var önnur minniháttar íkamsárás tilkynnt hjá lögreglunni í vesturbæ en engar nánari upplýsingar fengust um hana. Tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um fíkniefnaakstur auk þess að vera réttindalaus. Þá gistu fjórir fangageymslu lögreglu. Tveir fengu gistingu þar sem þeir voru ofurölvi og húsnæðislausir, einn vegna þess að hann neitaði að greiða reikning á veitingastaðnum Asía í miðborginni og einn gistir fangageymslu vegna heimilsofbeldis. Þá komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál. 8.1.2012 09:59
Minna um hálkuslys Þrír komu með beinbrot slysavarðstofu á Landspítalanum eftir að hafa runnið í hálku í nótt. Það eru mun færri en komu aðfaranótt laugardagsins að sögn Guðrúnar Eiríksdóttur, kandidats á Landspítalanum. Guðrún segir fyrri nóttina hafa verið óðs manns æði, en þá komu um tíu manns á spítalann með brotin bein eftir hálkuslys. Fólk virðist því hafa varkárara í nótt sem leið eða bara sleppt því að fara út yfir höfuð, enda leiðinlegt veður. 8.1.2012 09:56
Ekkert mál að bjarga Nasa Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir það einfalda lausn að Reykjavíkurborg leigi húsnæði skemmtistaðarins NASA af eiganda þess til að viðhalda mikilvægri tónleikastarfsemi þar. Hann mun hlekkja sig við vinnuvélarnar ef þær koma til að rífa húsið. Eiganda skemmtistaðarins NASA við Austurvöll var tilkynnt í gær að hún þyrfti að hætta starfsemi í húsinu fyrsta júní næstkomandi þar sem eigandi hússins ætlar að rífa það og byggja hótel í staðinn. Húsið er einungis friðað að litlu leyti og því hægt að rífa staðinn þar sem nú er tónleikasalurinn er í dag og halda framhlið hússins óbreyttri. 7.1.2012 21:00
Lýtalæknirinn mögulega skaðabótaskyldur Ábyrgð lýtalæknisins er mun meiri þar sem hann flutti púðana inn sjálfur, að mati talsmanns neytenda. Hann telur að konur sem fengu grædda í sig PIP púða hér á landi geti átt rétt á skaðabótum. Þrjátíu íslenskar konur með gallaða sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Konurnar krefjast þess að fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. 7.1.2012 20:00
"Flugið verður fyrir þá ríku“ Einungis þeir efnameiri munu geta nýtt sér flugþjónustu innanlands þar sem opinber gjöld af hverjum flugmiða hafa meira en tvöfaldast á síðustu þremur árum. Þetta segir Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Í vikunni voru tilkynntar gífurlegar hækkanir á innanlandsflugi. Til dæmis munu lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli hækka um 72 prósent, farþegagjöld um 71 prósent og flugleiðsögugjald um 22 prósent. Samtals munu þessar hækkanir þýða yfir 100 milljóna kostnaðaraukningu fyrir Flugfélag Íslands á þessu ári. Til stendur að hækka þessi gjöld aftur eftir ár og sér Flugfélagið fram á 150 milljóna hækkun þá. 7.1.2012 18:58
Mikið um hálkuslys Asahláka hélt áfram að hrella borgarbúa í nótt og í dag. Fullt var út úr dyrum á bráðamóttöku landspítalans í nótt vegna hálkuslysa og mannbroddar ruku út eins og heitar lummur. Asahláka hefur valdið miklum usla á höfuðborgarsvæðinu undanfarna sólarhringa eftir að snjórinn fór að bráðna í burtu og skildi eftir flughált íslag sem margir eiga erfitt með að fóta sig í. Þannig þurftu fjölmargir að leita á slysadeild landspítalans en læknir þar segir marga verða óstöðugri þegar þeir eru að skemmta sér í miðbænum. 7.1.2012 21:30
Þykkasta atvinnublað síðustu ára Sérfræðingar vinnumiðlana eru sammála um að árið fari af stað með meiri krafti á vinnumarkaði en sést hefur frá hruni. Til marks um það gaf Fréttablaðið út þykkasta atvinnublað sem prentað hefur verið í meira en þrjú ár. Það sem blasti við lesendum dagblaðanna í morgun var meira í ætt við uppflettirit en auglýsingabækling. Byggingavöruverslunin Bauhaus auglýsir eftir starfsfólki í tugi starfa og atvinnublaðið í miðju Fréttablaðsins er það stærsta sem komið hefur út eftir hrun bankanna. Blaðið er 32 síður í dag, sem er öllu lengra en þunnildin sem prentuð voru fyrir þremur árum. Og það er kannski táknræknt að fremst í blaðinu er auglýst eftir sérfræðingi í ráðningum. 7.1.2012 20:30
Fimmfaldur pottur næstu helgi Enginn hreppti fyrsta vinning í Lottóinu í kvöld sem hljóðaði upp á tæpar 30 milljónir. Því verður potturinn fimmfaldur næst. Vinningstölurnar voru 3 17 19 23 36 og bónustalan var 31. Tveir voru með fjórar tölur réttar auk bónustölu. Þeir hljóta 194.000 í vinning. 7.1.2012 20:14
Forsendur stjórnvalda um Vaðlaheiðargöng óraunhæfar Pálmi Kristinsson, verkfræðingur hefur tekið saman skýrslu um Vaðlaheiðargöng. Þar byggir hann á eigin útreikningum og athugunum á kostnaðarþáttum, tekjuþáttum og fjármögnun ríkisins auk þess sem stuðst er við fyrirliggjandi forsendum stjórnvalda. Meginniðurstöður skýrslunnar eru að innheimta veggjalda muni ekki ná að standa undir öllum kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Einnig býst hann við að endanlegur kostnaður við göngin verði hærri en gert er ráð fyrir. 7.1.2012 18:48
Tjörnin neon-lýst fyrir börnin - myndaalbúm Hátt á fimmta hundrað manns mættu við tjörnina til að mynda heillakeðju og vekja athygli á réttindum barna. Hersingin gekk með neon-ljós hringinn í kringum tjörnina og að göngu lokinni fengu allir heitt kakó frá Iðnó og stjörnuljós frá Landsbjörg. Meðfylgjandi myndir voru teknar við tjörnina í dag. Markmiðið var að safna saman nægu fólki til að mynda órofna keðju hringinn kringum tjörnina. Markmiðið náðist ekki alveg. Eins og sagt var frá fyrr í dag markaði atburðurinn upphaf samvinnuverkefnis Barnaheilla og tólf íslenskra fyrirtækja. Markmið samstarfsins er að safna peningum sem varið verður börnum í hag og vekja athygli á réttindum barna. 7.1.2012 18:06
Vilja afsökunarbeiðni vegna skaupsins Norræna félagið í Hveragerði mæltist í dag til þess að Páll Magnússon bæðist afsökunar á brandara úr áramótaskaupinu þar sem fjöldamorðin í Noregi voru höfð í flimtingum. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Fréttablaðs Suðurlands. Yfirlýsingin í heild hljóðaði svona: "Norræna félagið í Hveragerði harmar að í áramótaskaupi Ríkisútvarpsins skuli fjöldamorðin í Noregi í sumar sem leið, hafa verið flokkuð sem tilefni spaugsyrða. Mælist félagið til þess að útvarpsstjóri biðjist opinberlega afsökunar á þessu atviki, ekki aðeins Norðmanna vegna, heldur einnig fyrir sakir sjálfsvirðingar Íslendinga. F.h. félagsins, Kristbjörg Erla Hreinsdóttir." 7.1.2012 17:51
Snjóhreinsun enn á fullu Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að snjóhreinsun á um tíu tækjum í allan dag. Unnið var að söltun og söndun göngustíga. Á morgun verður að öllum líkindum ekki unnið að snjóhreinsun. Starfsmenn verða hins vegar í ráspólunum og tilbúnir í útköll ef hláka myndast. "Ef það kemur einhver asahláka þá tökum við í taumana hvað það varðar," segir Þorsteinn Birgisson, yfirstjórnandi hjá Reykjavíkurborg. Unnið hefur verið að því undanfarið að hreinsa kringum niðurföll og greiða leið affallsvatns af bráðnandi svellbunkanum sem liggur yfir borginni. 7.1.2012 17:33
Biophilia til New York Björk tilkynnti í gær að hún myndi fara með Biophilia-sýninguna sína til New York. Hún ætlar sér að halda tíu sýningar í febrúar næstkomandi. Sex sýningar verða haldnar í New York Hall of science, seinni fjórar verða svo haldnar í Roseland Ballroom á Manhattan. Ekki eru fleiri sýningar í bígerð í Bandaríkjunum. Sýningin hefur fengið glimrandi viðtökur frá gagnrýnendum. Í henni teflir Björk fram stúlknakór sem telur 24 stúlkur auk fjölda nýstárlegra hljóðfæra sem hún hannaði sjálf með samstarfsmönnum sínum. 7.1.2012 17:06
Jólatré liggja úti Um þessar mundir liggja einmanaleg jólatré eins og hráviði víða um borgina. Síðustu daga hafa jólatrén staðið úti í horni á heimilum fólks og gefið jólahaldi þeirra hátíðlegan blæ. Nú rífa margir af þeim skrautið í hvelli, varpa þeim út í kuldann og hugsa svo ekki meir út í það. Því er rétt að taka fram að sorphirða Reykjavíkur hirðir ekki jólatré í ár. Fólk verður sjálft að sjá um að koma jólatrjám sínum á endurvinnslustöð. Sorpa tekur ekki gjald fyrir. Fyrir hina tímabundnu bjóða ýmsar íþróttahreyfingar upp á þá þjónustu að hirða jólatré að hátíðunum loknum. Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hafa einnig samstarf um hirðingu jólatrjáa. Slík þjónusta kostar hins vegar alla jafna. 7.1.2012 16:41
Árekstur á Bústaðarvegi Árekstur varð á mótum Bústaðarvegar og Efstaleitis um þrjúleytið í dag. Ökumaður sem ætlaði að beygja af bústaðarveginum og upp Efstaleitið ók í veg fyrir annan sem var á leið vestur eftir Bústaðarvegi. Bílarnir skemmdust en farþegar og ökumenn sluppu allir ómeiddir. 7.1.2012 16:25
Yfirlýsing væntanleg frá Jóni Gnarr Jón Gnarr mun gefa frá sér yfirlýsingu vegna forsetakosninga í næstu viku. Þetta tilkynnti hann í dag á facebook síðu sinni. Þegar hann er spurður neðar á þeim þræði hvort hún verði jákvæð eða neikvæð segir hann "Hún verður góð". Nafn Jóns Gnarr kemur iðulega upp þegar menn velta fyrir sér hver verði eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Í könnun sem Vísir gerði meðal lesenda sinna var Jón Gnarr í fimmta sæti sem næsti forseti. Á facebook síðu sinni hefur hann þakkað þann stuðning. 7.1.2012 15:08
75 daga einangrun ár hvert Íbúi í Árnesi við Trékyllisvík segist vera algjörlega einangraður í tæplega þrjá mánuði á ári þegar vegagerðin ryður ekki vegarkafla á Vestfjarðakjálkanum. Hann er flughræddur og kann því illa að geta ekki keyrt út fyrir sveitina þegar á þarf að halda. Árneshreppur er ein afskekktasta byggð landsins. Þar búa vel á annan tug fjölskyldna og þar kvíðir fólkið 6. janúar ár hvert. Ástæðan er sú að frá þeirri dagsetningu og næstu 75 daga er vegurinn þangað ekki ruddur, en Árneshreppur er eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem fellur undir svokallaða G-reglu um þjónustustig snjómoksturs, að því er fréttavefurinn strandir.is greinir frá. 7.1.2012 15:00
Heita áfram Björt framtíð Hið nýstofnaða stjórnmálaafl Guðmundar Steingrímssonar, Björt framtíð, mun ekki skipta um nafn eftir því sem segir í frétt mbl. "Við ætlum ekki að skipta um nafn og ég óska Nýrri framtíð bjartrar framtíðar," sagði Guðmundur Steingrímsson. Pólitísku samtökin Ný framtíð hafa óskað eftir því að Björt framtíð skipti um nafn til að koma í veg fyrir misskilning. 7.1.2012 14:26
Listamenn tilbúnir að verja Nasa Hljómsveitin Agent Fresco sagði á facebook síðu sinni að þeir væru í áfalli eftir þeir heyrðu af áformum um að rífa skemmtistaðinn Nasa. Þeir minna á að hópur listamanna tók sig saman árið 2009 og mómælti sömu ákvörðun. Þar fór Páll Óskar fremstur í flokki en strákarnir í Agent Fresco lögðu sín lóð á vogarskálarnar auk annara. Þeir segjast reiðubúnir að gera það aftur núna. "Ef við getum eitthvað gert til að vekja athygli á þessu munum við gera það. Ekki spurning," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. 7.1.2012 14:14
Margir fara flatt í hálkunni Mikil hálka er nú á götum og gangstéttum borgarinnar og er vegfarendum ráðlagt að fara varlega. Mikill erill var á slysadeild Landspítalans í nótt vegna hálkuslysa og búist við fleirum þegar líður á daginn. Asahlákan fór ekki framhjá borgarbúum í gær en stórir pollar mynduðust á hálfbráðnuðu íslagi sem safnast hefur saman og myndar stórhættulegt svell, þá hafa hjólför myndast í snjólögum og safnast vatn nú þar saman sem getur falið hálkuna. 7.1.2012 14:00
Barnakeðja og neon-ljós við tjörnina Barnaheill á Íslandi ætla í dag að freista þess að mynda keðju í kringum Reykjavíkurtjörn með aðstoð 1000 barna til að vekja athygli á réttindum barna hér á landi en að sögn samtakanna hefur sjaldan verið brýnna en nú að standa vörð um málefni þeirra. Börn og foreldrar þeirra eru hvött til að taka þátt í þessu framtaki en boðið verður upp á heitt kakó og svo verður kveikt á stjörnuljósum og blysum. Keðjan verður mynduð klukkan fjögur. 7.1.2012 12:44
Leggjum pinnið á minnið Hundruðir sölustaða um allt land eru nú komnir með örgjörvaposa þar sem viðskiptavinir þurfa að stimpla inn pin númer til að ljúka greiðslu. Verkefnastjórinn segir breytinguna hafa gengið vel en nú eru þrjú af hverjum fjórum kortum hér á landi komin með örgjörva. Það var í júní í fyrra sem verkefninu pinnið á minnið var hleypt af stokkunum og fyrstu fyrirtækin fóru að nota örgjörvaposa sem gerir fólki kleift að staðfesta viðskipti með pin númeri. 7.1.2012 12:20
Stærsta atvinnublað síðustu ára Atvinnublaðið í miðju Fréttablaðsins í dag, þar sem fyrirtæki og stofnanir birta auglýsingar eftir starfsfólki, er það langstærsta sem komið hefur út frá því fyrir hrun, að því er segir í blaðinu. Ekki er heldur víst að jafnstórt blað hafi heldur komið út í góðærinu. Blaðið er 32 síður, en haft er eftir umsjónarmönnum blaðsins að það sé til marks um jákvæða þróun í atvinnumálum. 7.1.2012 11:00
Nóttin hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Fjórir dvöldu fangageymslur lögreglunnar við Hverfisgötu í nótt. Einn af þeim var maður sem handtekinn var fyrir að hlaupa upp á bifreiðar er stóðu við Skólavörðustíg. Sá var handtekinn rétt fyrir sex í morgun. Erfiðlega gekk að hemja hann og því var hann vistaður í fangaklefa. Rætt verður við hann um hegðan sína þegar af honum rennur. Ekki er vitað hve mikið tjón hlaust af uppátæki hans. Málið er á forræði lögreglustöðvar nr. 5 í Vesturbæ. 7.1.2012 10:53
Óska eftir öðru nafni Pólitísku samtökin Ný framtíð hafa óskað eftir því að stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð, sem að Guðmundur Steingrímsson og Heiða Helgadóttir eru í forsvari fyrir, breyti um nafn. Í tilkynningu sem Ný framtíð sendi frá segir að ljóst hafi verið í meira en mánuð að til stæði að endurvekja Nýja framtíð, en starf samtakanna hafði legið niðri í nokkur ár. Ný framtíð hvetur Bjarta framtíð til að velja sér annað nafn sem síður leiðir til ruglings og óþæginda. 7.1.2012 10:30