Innlent

Þykkasta atvinnublað síðustu ára

Sérfræðingar vinnumiðlana eru sammála um að árið fari af stað með meiri krafti á vinnumarkaði en sést hefur frá hruni. Til marks um það gaf Fréttablaðið út þykkasta atvinnublað sem prentað hefur verið í meira en þrjú ár.

Það sem blasti við lesendum dagblaðanna í morgun var meira í ætt við uppflettirit en auglýsingabækling. Byggingavöruverslunin Bauhaus auglýsir eftir starfsfólki í tugi starfa og atvinnublaðið í miðju Fréttablaðsins er það stærsta sem komið hefur út eftir hrun bankanna. Blaðið er 32 síður í dag, sem er öllu lengra en þunnildin sem prentuð voru fyrir þremur árum. Og það er kannski táknræknt að fremst í blaðinu er auglýst eftir sérfræðingi í ráðningum.

Ráðningarstjórar hjá Capacent og Vinnu.is eru sammála um að atvinnutilboðin fari óvenjusnemma af stað í ár og með miklum krafti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×