Kindle-rafbókin leysir skólabókina af hólmi 8. janúar 2012 21:30 Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. „Það sem við erum aðallega að gera er bara að kanna hvort þetta sé fýsilegur kostur í skólastarfi. Hvort þetta geti komið í staðinn fyrir kennslubækur. Það á raunverulega eftir að athuga það líka," segir Ingólfur Kristjánsson, ritstjóri skólavefsins. Hann telur að rafbækur í einhverju formi verði ofan á á endanum. „Það er ekki spurning." Kindle varð fyrir valinu í tilraunaverkefnið þar sem tækið er einfalt, og eingöngu er hægt að nota það til aflestrar. Það er ekki ókeypis að kaupa Kindle tölvur fyrir heilan árgang, eitt stykki kostar um 20 þúsund krónur komin til landsins, en forsvarsmenn Skólavefsins telja öruggt að í því felist sparnaður til lengri tíma litið. Og svo hefur rafbókarvæðingin aðra kosti. „Hér erum við með fimm bækur og eitt lesbretti," segir Jökull Sigurðsson, framkvæmdastjóri kennsluvefsins og ber þannig saman feikilegan bókastafla og eina örþunna kindle-tölvu. „Svo þú getur ímyndað þér að vera með 20 bækur og eitt bretti, eða 40 bækur og eitt bretti." Þá henti tækið nýrri kynslóð hugsanlega betur en gömlu bækurnar, og getur þannig hvatt til lesturs og jafnvel hjálpað börnum með námsörðugleika. „Bækur geta verið svolítið ógnvekjandi og erfiðar. Og þú getur ekkert breytt bókunum. Þú getur ekkert stækkað letrið þar. En þú getur gert allt með þessu," segir Ingólfur. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi. „Það sem við erum aðallega að gera er bara að kanna hvort þetta sé fýsilegur kostur í skólastarfi. Hvort þetta geti komið í staðinn fyrir kennslubækur. Það á raunverulega eftir að athuga það líka," segir Ingólfur Kristjánsson, ritstjóri skólavefsins. Hann telur að rafbækur í einhverju formi verði ofan á á endanum. „Það er ekki spurning." Kindle varð fyrir valinu í tilraunaverkefnið þar sem tækið er einfalt, og eingöngu er hægt að nota það til aflestrar. Það er ekki ókeypis að kaupa Kindle tölvur fyrir heilan árgang, eitt stykki kostar um 20 þúsund krónur komin til landsins, en forsvarsmenn Skólavefsins telja öruggt að í því felist sparnaður til lengri tíma litið. Og svo hefur rafbókarvæðingin aðra kosti. „Hér erum við með fimm bækur og eitt lesbretti," segir Jökull Sigurðsson, framkvæmdastjóri kennsluvefsins og ber þannig saman feikilegan bókastafla og eina örþunna kindle-tölvu. „Svo þú getur ímyndað þér að vera með 20 bækur og eitt bretti, eða 40 bækur og eitt bretti." Þá henti tækið nýrri kynslóð hugsanlega betur en gömlu bækurnar, og getur þannig hvatt til lesturs og jafnvel hjálpað börnum með námsörðugleika. „Bækur geta verið svolítið ógnvekjandi og erfiðar. Og þú getur ekkert breytt bókunum. Þú getur ekkert stækkað letrið þar. En þú getur gert allt með þessu," segir Ingólfur.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira