Bæjarráð furðar sig á þögn stjórnsýslunnar 9. janúar 2012 06:00 Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarráð Hveragerðis lýsir yfir furðu sinni á því að gefið hafi verið út starfsleyfi til ORF líftækni til ræktunar erfðabreyttra lífvera í gróðurhúsi Landbúnaðarháskólans að Reykjum án samráðs við sveitarfélagið. Kemur fram í fundargerð bæjarráðs að skilyrðislaust hefði átt að kynna málið fyrir bæjarstjórn eða á opnum fundi með íbúum. Gróðurhúsið stendur aðeins nokkur hundruð metrum frá íbúabyggðinni og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að bæjaryfirvöld vilji fyrst og síðast leita upplýsinga um fyrirætlanir ORF Líftækni. Í því augnamiði hafi verið farið fram á fund með forsvarsmönnum fyrirtækisins. „Það sem er hins vegar ámælisvert, út frá stjórnsýslu Umhverfisstofnunar, er að ekkert samband hafi verið haft við okkur. Það er satt best að segja orðið þreytandi að lenda aftur og aftur í málum þar sem áhrif ákvarðana eru mikil á okkar bæjarfélag, en ekki er haft fyrir því að inna okkur álits.“ Aldís bendir á, eins og kemur fram í fundargerð bæjarráðs, að þrátt fyrir að Reykir tilheyri sveitarfélaginu Ölfusi, stjórnsýslulega séð, þá séu landfræðilegar aðstæður með þeim hætti að allt sem þar gerist hefur áhrif í Hveragerði, enda ekki nema 150 metrar frá umræddu tilraunagróðurhúsi í næsta íbúðarhús bæjarins og um 350 metrar í miðbæinn. „Það hefði í raun ekki verið annað en sjálfsögð kurteisi að hafa samband við bæjaryfirvöld hér og kynna þau áform sem þarna eru fyrirhuguð,“ segir Aldís. Umhverfisstofnun endurnýjaði starfsleyfi fyrir ræktun erfðabreyttra lífvera í tilraunagróðurhúsi LBHÍ að Reykjum í Ölfusi í desember, en ræktun ORF hófst 2003. Andstæðingar ræktunarinnar hafa gagnrýnt leyfisveitinguna harkalega og forsvarsmenn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýstu áhyggjum af nálægð starfseminnar við umrætt gróðurhús. Þeirri gagnrýni hefur ORF Líftækni svarað meðal annars með greinaskrifum í Fréttablaðinu. Þar kemur fram að ekki sé annað hægt en að kalla það ofstæki að halda því fram að erfðaefni úr byggi sem ræktað er í gróðurhúsi geti á einhvern hátt haft áhrif á möguleika til útivistar eða heilsubótar á heilsustofnuninni. Eins að engar vísindalegar rannsóknir styðji upphrópanir um hættu ræktuninni samfylgjandi. Þvert á móti sýni rannsóknir ótvírætt að ræktun á erfðabreyttu byggi sé örugg og hafi enga mengunar- eða heilbrigðisáhættu í för með sér.svavar@frettabladid.is Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Bæjarráð Hveragerðis lýsir yfir furðu sinni á því að gefið hafi verið út starfsleyfi til ORF líftækni til ræktunar erfðabreyttra lífvera í gróðurhúsi Landbúnaðarháskólans að Reykjum án samráðs við sveitarfélagið. Kemur fram í fundargerð bæjarráðs að skilyrðislaust hefði átt að kynna málið fyrir bæjarstjórn eða á opnum fundi með íbúum. Gróðurhúsið stendur aðeins nokkur hundruð metrum frá íbúabyggðinni og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að bæjaryfirvöld vilji fyrst og síðast leita upplýsinga um fyrirætlanir ORF Líftækni. Í því augnamiði hafi verið farið fram á fund með forsvarsmönnum fyrirtækisins. „Það sem er hins vegar ámælisvert, út frá stjórnsýslu Umhverfisstofnunar, er að ekkert samband hafi verið haft við okkur. Það er satt best að segja orðið þreytandi að lenda aftur og aftur í málum þar sem áhrif ákvarðana eru mikil á okkar bæjarfélag, en ekki er haft fyrir því að inna okkur álits.“ Aldís bendir á, eins og kemur fram í fundargerð bæjarráðs, að þrátt fyrir að Reykir tilheyri sveitarfélaginu Ölfusi, stjórnsýslulega séð, þá séu landfræðilegar aðstæður með þeim hætti að allt sem þar gerist hefur áhrif í Hveragerði, enda ekki nema 150 metrar frá umræddu tilraunagróðurhúsi í næsta íbúðarhús bæjarins og um 350 metrar í miðbæinn. „Það hefði í raun ekki verið annað en sjálfsögð kurteisi að hafa samband við bæjaryfirvöld hér og kynna þau áform sem þarna eru fyrirhuguð,“ segir Aldís. Umhverfisstofnun endurnýjaði starfsleyfi fyrir ræktun erfðabreyttra lífvera í tilraunagróðurhúsi LBHÍ að Reykjum í Ölfusi í desember, en ræktun ORF hófst 2003. Andstæðingar ræktunarinnar hafa gagnrýnt leyfisveitinguna harkalega og forsvarsmenn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýstu áhyggjum af nálægð starfseminnar við umrætt gróðurhús. Þeirri gagnrýni hefur ORF Líftækni svarað meðal annars með greinaskrifum í Fréttablaðinu. Þar kemur fram að ekki sé annað hægt en að kalla það ofstæki að halda því fram að erfðaefni úr byggi sem ræktað er í gróðurhúsi geti á einhvern hátt haft áhrif á möguleika til útivistar eða heilsubótar á heilsustofnuninni. Eins að engar vísindalegar rannsóknir styðji upphrópanir um hættu ræktuninni samfylgjandi. Þvert á móti sýni rannsóknir ótvírætt að ræktun á erfðabreyttu byggi sé örugg og hafi enga mengunar- eða heilbrigðisáhættu í för með sér.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira