Innlent

Minna um hálkuslys

Þrír komu með beinbrot slysavarðstofu á Landspítalanum eftir að hafa runnið í hálku í nótt. Það eru mun færri en komu aðfaranótt laugardagsins að sögn Guðrúnar Eiríksdóttur, kandidats á Landspítalanum.

Guðrún segir fyrri nóttina hafa verið óðs manns æði, en þá komu um tíu manns á spítalann með brotin bein eftir hálkuslys. Fólk virðist því hafa varkárara í nótt sem leið eða bara sleppt því að fara út yfir höfuð, enda leiðinlegt veður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×