Skuldsett vegna ónýtra sílíkonpúða 8. janúar 2012 20:30 Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. „Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir aðgerðina og átti erfitt með að sofa á hliðinni og gat lítið sofið á nóttunni. Ég fann alltaf fyrir verkjum í brjóstunum sem að ég hélt að væri bara eðliilegt, þar sem þetta er náttúrulega undir vöðva," segir Kristín. Óþægindin ágerðust með tímanum. Fyrir ári síðan ákvað hún að láta líta á sig þar sem hún var oft með verki sem leiddu út í aðra höndina. Þá var hún send í sónar en ekkert sást. „Síðan núna í vor þá fæ ég svona litla kúlu eða svona lítinn hnút undir brjóstið. Ég hugsaði strax að ég væri komin með krabbamein." Hún leitaði á heilsugæslu en læknirinn þar vildi lítið skoða brjóstin og sendi hana heim. Í haust fannst henni hnúturinn hafa breyst og ákvað að fara í krabbameinsskoðun. „Þannig að ég fór í krabbameinsskoðun og þá kemur í ljós að þetta er uppsafnað sílikon sem var búið að leka af því að púðinn var rifinn. Samt er kominn, ég held að það sé meira að segja minna en ár síðan að ég lét líta á brjóstin. Þetta var svona eins og hálf golfkúla sem hafði myndast undir brjóstinu." Í framhaldinu pantaði Kristín Tinna tíma hjá Jens til að fá nýja sílikonpúða í nóvember síðastliðinum. Þar tjáði hann henni að tjónið væri alfarið hennar. „Hann sagði að það væru sex prósent líkur að þetta gæti komið fyrir og að ég væri óheppinn að lenda í þessum sex prósentum og ég þyrfti að borga fullt gjald sem er 410 þúsund." Þegar hún sagði honum að hún hefði ekki efni á því bauðst hann til að gefa henni afslátt og greiddi hún á endanum 320 þúsund fyrir að losna við púðana sem láku og fá nýja í staðinn. Hún segir það mikla peninga fyrir sig enda samdi hún við bankann sinn um að greiða það næsta árið. Kristín Tinna segir allt annað líf eftir að hún fékk nýju púðna og finnur ekkert fyrir þeim. Alls hefur hún lagt út tæplega sex hundruð þúsund krónur fyrir báðar aðgerðirnar. Hún íhugar málsókn á hendur Jens til að fá seinni aðgerðina endurgreidda. „Ég vil bara enda á núlli, ég er ekkert að leita eftir neinum peningum." PIP-brjóstapúðar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. „Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir aðgerðina og átti erfitt með að sofa á hliðinni og gat lítið sofið á nóttunni. Ég fann alltaf fyrir verkjum í brjóstunum sem að ég hélt að væri bara eðliilegt, þar sem þetta er náttúrulega undir vöðva," segir Kristín. Óþægindin ágerðust með tímanum. Fyrir ári síðan ákvað hún að láta líta á sig þar sem hún var oft með verki sem leiddu út í aðra höndina. Þá var hún send í sónar en ekkert sást. „Síðan núna í vor þá fæ ég svona litla kúlu eða svona lítinn hnút undir brjóstið. Ég hugsaði strax að ég væri komin með krabbamein." Hún leitaði á heilsugæslu en læknirinn þar vildi lítið skoða brjóstin og sendi hana heim. Í haust fannst henni hnúturinn hafa breyst og ákvað að fara í krabbameinsskoðun. „Þannig að ég fór í krabbameinsskoðun og þá kemur í ljós að þetta er uppsafnað sílikon sem var búið að leka af því að púðinn var rifinn. Samt er kominn, ég held að það sé meira að segja minna en ár síðan að ég lét líta á brjóstin. Þetta var svona eins og hálf golfkúla sem hafði myndast undir brjóstinu." Í framhaldinu pantaði Kristín Tinna tíma hjá Jens til að fá nýja sílikonpúða í nóvember síðastliðinum. Þar tjáði hann henni að tjónið væri alfarið hennar. „Hann sagði að það væru sex prósent líkur að þetta gæti komið fyrir og að ég væri óheppinn að lenda í þessum sex prósentum og ég þyrfti að borga fullt gjald sem er 410 þúsund." Þegar hún sagði honum að hún hefði ekki efni á því bauðst hann til að gefa henni afslátt og greiddi hún á endanum 320 þúsund fyrir að losna við púðana sem láku og fá nýja í staðinn. Hún segir það mikla peninga fyrir sig enda samdi hún við bankann sinn um að greiða það næsta árið. Kristín Tinna segir allt annað líf eftir að hún fékk nýju púðna og finnur ekkert fyrir þeim. Alls hefur hún lagt út tæplega sex hundruð þúsund krónur fyrir báðar aðgerðirnar. Hún íhugar málsókn á hendur Jens til að fá seinni aðgerðina endurgreidda. „Ég vil bara enda á núlli, ég er ekkert að leita eftir neinum peningum."
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira