Innlent

Tjörnin neon-lýst fyrir börnin - myndaalbúm

Bónus lagði til um eitt þúsund neon-ljós til að vekja athygli á réttindum barna.
Bónus lagði til um eitt þúsund neon-ljós til að vekja athygli á réttindum barna.
Hátt á fimmta hundrað manns mættu við tjörnina til að mynda heillakeðju og vekja athygli á réttindum barna. Hersingin gekk með neon-ljós hringinn í kringum tjörnina og að göngu lokinni fengu allir heitt kakó frá Iðnó og stjörnuljós frá Landsbjörg. Meðfylgjandi myndir voru teknar við tjörnina í dag. Björg Björnsdóttir hjá Barnaheillum útvegaði þær.

Markmiðið var að safna saman nægu fólki til að mynda órofna keðju hringinn kringum tjörnina. Markmiðið náðist ekki alveg.

Eins og sagt var frá fyrr í dag markaði atburðurinn upphaf samvinnuverkefnis Barnaheilla og tólf íslenskra fyrirtækja. Markmið samstarfsins er að safna peningum sem varið verður börnum í hag og vekja athygli á réttindum barna.


Tengdar fréttir

Barnakeðja og neon-ljós við tjörnina

Barnaheill á Íslandi ætla í dag að freista þess að mynda keðju í kringum Reykjavíkurtjörn með aðstoð 1000 barna til að vekja athygli á réttindum barna hér á landi en að sögn samtakanna hefur sjaldan verið brýnna en nú að standa vörð um málefni þeirra. Börn og foreldrar þeirra eru hvött til að taka þátt í þessu framtaki en boðið verður upp á heitt kakó og svo verður kveikt á stjörnuljósum og blysum. Keðjan verður mynduð klukkan fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×