Fleiri fréttir 25 heimili yfirgefin í fyrra vegna svepps Á síðasta ári þurftu 25 fjölskyldur og einstaklingar að yfirgefa heimili sín í lengri eða skemmri tíma, og sumir fluttu alfarið burt, vegna myglusvepps. "Og það gerir enginn nema tilneyddur,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og stofnandi fyrirtækisins Hús og heilsa, sem sérhæfir sig í rannsóknum á húsnæði vegna raka og þeirra lífvera sem þrífast þar. 7.1.2012 08:00 Grunaðir eru alls ekki allir ákærðir Hvað þýðir það að hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum sérstaks saksóknara? Fleiri en hundrað einstaklingar hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum sérstaks saksóknara á málum tengdum bankahruninu. Sumir þeirra eru grunaðir í fleiri málum en einu. 7.1.2012 07:00 Grunur um heiftarlega hræeitrun Sex hross drápust á bænum Eystra-Fróðholti í Landeyjum í fyrradag. Þetta voru fjögur folöld, ung hryssa og önnur eldri, allt vel ættaðir gripir. Getgátur eru um að dauði hrossanna stafi af svæsinni hræeitrun. 7.1.2012 06:00 Ekki hægt þótt skráin gagnist Landspítalinn má ekki reka gagnagrunn um alla sjúklinga með skorpulifur og lifrarsjúkdóm á lokastigi. Persónuvernd segir að þótt gagnagrunnurinn geti þjónað góðum tilgangi og haft hagrænan og faglegan ávinning þá standist hann ekki persónuverndarlög. Stofnunin geti ekki heimilað gerð gagnagrunna með viðkvæmum persónuupplýsingum til varðveislu á persónugreinanlegu formi til frambúðar. Af dómi Hæstaréttar frá árinu 2003 megi ráða að til reksturs slíkra skráa þurfi lagaheimild. „Skráin er meðal annars notuð til að fá yfirsýn yfir árangur læknisfræðilegra inngripa og lifrarígræðslna og gæðaeftirlit,“ sagði í skýringum Landspítalans til Persónuverndar. 7.1.2012 06:00 Júlli búinn að opna Drauminn Júlíus Þorbergsson, kaupmaður í Draumnum við Rauðarárstíg, hefur opnað verslun sína á nýjan leik. Hún hefur verið lokuð í eitt og hálft ár, síðan lögregla gerði húsleit þar og innsiglaði hana sumarið 2010. 7.1.2012 05:00 Samkeppni um lokun hyldýpis Þingvallanefnd hefur efnt til samkeppni um gerð og hönnun öruggrar gönguleiðar um Kárastaðastíg þar sem djúp gjóta opnaðist í stíginn ofan í Almannagjá í fyrra. „Gjótan sem opnaðist í stígnum vorið 2011 kom öllum mjög á óvart, enda er hún allt að tíu metrar á dýpt og nokkrir tugir metra á lengd,“ segir í tilkynningu um samkeppnina sem haldin er í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Fram kemur að ekki sé einhugur í Þingvallanefnd um frágang gjótunnar. „Vonast er til að samkeppnin leiði fram einfalda og snjalla lausn á gerð gönguleiðarinnar.“ 7.1.2012 04:00 Sættast ekki á skertan hlut af auðlindum Bæjarráð Hveragerðis segist harma hugmyndir starfshóps sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun veiðileyfagjalds vegna fiskveiða við Ísland. Samkvæmt hugmynd starfshópsins, sem skipaður var af Jóni Bjarnasyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, á 50 prósent af veiðileyfagjaldinu að renna í ríkissjóð, 40 prósent til sjávarbyggða og 10 prósent til þróunar- og markaðssmála í sjávarútvegi. 7.1.2012 03:30 Yfir 50 unnu við snjóruðning Yfir 50 starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum voru við snjóhreinsun víða um borgina í dag. Eftir fannfergi næturinnar þurfti að opna aðalleiðir í efri byggðum borgarinnar og þegar það hlánaði í dag var byrjað að hreinsa frá niðurföllum. 6.1.2012 20:23 Aukin starfsemi á mörgum sviðum þrátt fyrir niðurskurð Komum á bráðamóttöku Landspítalans fjölgaði um 5,6% á nýliðnu árið miðað við árið á undan, legudögum fjölgaði um 3,5% og fjöldi skurðaðgerða jókst um 4,9%. Þetta kemur fram í föstudagspistli Björns Zoega forstjóra Landspítalans í dag. 6.1.2012 19:42 Þrjátíu árekstrar í dag Þrjátíu árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is eru sex ökutæki ónýt eftir daginn. Ástæða árekstranna er í flestum tilfellum hálka og snjór. Álíka margir árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í gær. Full ástæða er til þess að hvetja ökumenn til þess að fara varlega. 6.1.2012 18:47 Íhuga að tryggja konum skoðanir og greiða fyrir aðgerðir Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. 6.1.2012 18:40 Ný lögreglustöð á Grensásvegi Ný lögreglustöð hefur verið opnuð á Grensásvegi 9 í Reykjavík. Þaðan er sinnt verkefnum austan Snorrabrautar til vestan Elliðaáa. Á lögreglustöðinni eru bæði almennt svið og rannsóknarsvið. Helstu stjórnendur eru Árni Vigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn, Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri og Haraldur Sigurðsson lögreglufulltrúi. Árni er jafnframt stöðvarstjóri. 6.1.2012 18:17 Aðgerðaráætlun vegna brjóstafyllinga kynnt í næstu viku Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi ætla að kynna aðgerðaráætlun í næstu viku til þess að aðstoða þær konur sem hafa fengið PIP-brjóstafyllingar. Verið er að safna nauðsynlegum upplýsingum til að fá yfirsýn yfir umfang málsins hér á landi og erlendis. PIP fyllingarnar hafa verið töluvert til umræðu á Íslandi, og víðar, síðastliðna daga eftir að í ljós kom að þær geta lekið og grunur vaknaði um að þær geti valdið krabbameini. Landlæknir og Lyfjastofnun fylgjast grannt með þróun mála varðandi málið, eftir því sem fram kemur á vef Landlæknis. 6.1.2012 17:55 Brunavarnarkerfið fór í gang í Þjóðleikhúsinu Slökkviliðið var kallað að Þjóðleikhúsinu síðdegis þegar brunavarnakerfið þar fór í gang. Ekki reyndist um eld að ræða heldur hafði kerfið farið í gang þegar verið var að þrífa í húsinu. Slökkviliðsbílnum var því snúið við um leið og búið var að sannreyna hverjar ástæður brunaboðsins voru. 6.1.2012 17:43 Lögreglan fann 300 kannabisplöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 300 kannabisplöntur. Tveir menn voru handteknir á vettvangi og viðurkenndu þeir aðild sína að málinu. 6.1.2012 17:35 Samþykkja þarf teikningar af hótelinu áður en Nasa verður rifið Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir að það sé ólíklegt að Nasa verði rifið þann 1. júní næstkomandi. Fyrst þurfi að samþykkja teikningar af húsnæði sem komi í staðinn fyrir tónleikastaðinn. 6.1.2012 16:30 Ökklabrotnaði í Kringlunni Kona rann til í anddyri Kringlunnar skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Sjúkrabifreið var kölluð á vettvang en talið er að konan sé ökklabrotin. 6.1.2012 16:09 Sprengdu tundurdufl Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning um dufl sem fannst við Selfljótsós á sunnanverðum Héraðssandi samkvæmt upplýsingum sem finna má á vefsíðu Landhelgisgæslunnar. 6.1.2012 16:01 100 milljón króna hækkun gjalda á innanlandsflug Lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli hækka um 72% og farþegagjöld á sama flugvelli hækka um 71%, auk þess mun flugleiðsögugjald hækka um 22%. Samtals munu þessar hækkanir þýða yfir 100 milljóna króna kostnaðaraukningu fyrir Flugfélag Íslands á þessu ári. 6.1.2012 15:32 Nasa verði rifið 1. júní "Þetta eru sorglegar fréttir fyrir mig og marga aðra," segir Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, en hún hefur rekið skemmtistaðinn við Austurvöll í rúman áratug. Inga segist í dag hafa fengið þær fregnir að þann 1. júní næstkomandi verði húsið rifið vegna áforma um að byggja hótel á reitnum. 6.1.2012 15:20 Aðeins of mikið af víni í uppskrift Gestgjafans "Við erum búin að hlæja mikið að þessu og gert mikið grín,“ segir Guðrún Vaka Helgadóttir, aðstoðarritstjóri Gestgjafans. 6.1.2012 14:30 Þrettándanum fagnað með brennum Í dag er þrettándinn, síðasti dagur jóla og af því tilefni eru brennur fyrirhugaðar víða um land. Í Reykjavík verða þrjár brennur og fjölbreytt dagskrá í boði. Brennurnar verða í Grafarholti, Grafarvogi og í Vesturbæ. Eftirfarandi upplýsingar er að finna á heimasíðu borgarinnar: 6.1.2012 13:49 Nýja stjórnmálaaflið skal heita Björt framtíð Björt framtíð (BF) er nafn á nýjum stjórnmálaflokki, sem Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn ásamt einstaklingum um land allt, hafa unnið að undanfarið. Efnt var til nafnasamkeppni. Tæplega 2000 manns sendu inn tillögur samkvæmt tilkynningu frá hinu nýja framboði. 6.1.2012 13:47 Útgerð gert að greiða þunglyndum matsveini laun Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes var dæmt í gær í Héraðsdómi Austurlands til þess að greiða sjómanni rúmlega tvær milljónir í laun í veikindaorlofi. Maðurinn, sem starfaði sem matsveinn um borð í skipinu Ásgrímur Halldórsson, var haldinn þunglyndi. 6.1.2012 13:35 Tvær bílveltur á Reykjanesbraut Tveir bílar ultu á Reykjanesbraut nú rétt fyrir klukkan tólf. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum slasaðist hvorugur ökumaðurinn. Svakaleg hálka er á Reykjanesbrautinni núna og vill varðstjóri hjá lögreglunni hvetja ökumenn til þess að aka varlega. 6.1.2012 12:21 Lögreglan hvetur ökumenn til þess að sýna þolinmæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til þess að sýna þolinmæði. Eins og fram hefur komið þurfti að loka bæði Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi um tíma í nótt. 6.1.2012 12:16 Tíu konur íhuga málsókn út af PIP-brjóstum Tíu íslenskar konur með PIP-sílikonpúða undirbúa nú málsókn gegn lýtalækni sínum. Púðar sumra þeirra eru farnir að leka og þær hafa fundið fyrir óþægindum og útbrotum. Þær vilja að púðarnir verði fjarlægðir þeim að kostnaðarlausu. 6.1.2012 12:02 Rannsókn lýkur í dag Rannsókn lögreglu á meintri nauðgun pars í lok nóvember á síðasta ári lýkur líklega í dag, samkvæmt upplýsingum frá Björgvini Björgvinssyni, yfirmanni kynferðisbrotadeildar. 6.1.2012 11:47 Ljósmyndari heillar Breta með íshellum "Þetta byrjaði með eldgosi,“ segir Skarphéðinn Þráinsson, áhugaljósmyndari og véltæknifræðingur, en hann er fyrirferðamikill í breskum fjölmiðlum þessa dagana. 6.1.2012 11:16 Stórtækur þjófur: Stal rútu og ók henni út í skurð Stórtækur bílþjófur var á ferðinni í Skógarhlíð í Reykjavík í nótt eða í morgun. Hann tók rútubifreið frá fyrirtækinu Þingvallaleið ófrjálsri hendi og fannst hún nokkru síðar á Strandvegi í Grafarvogi. Þar hafði þjófurinn ekið henni út í skurð utan vegar í grennd við Vesturlandsveg. Nú vinna eigendur rútunnar að því að koma henni upp úr skurðinum. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn. 6.1.2012 10:38 Framsókn fær ekki 60 milljónir út af skussaskap Framsóknarflokkurinn fær ekki rúmlega sextíu milljónir af árlegu framlagi ríkissjóðs til flokksins fyrir 2012 vegna þess að flokkurinn hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2010. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. 6.1.2012 10:21 Rannsókn lokið í stærsta fíkniefnamáli síðasta árs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á umfangsmesta fíkniefnamáli ársins og er það nú komið til ríkissaksóknara. Tveir menn á fimmtugs- og sextugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 6.1.2012 10:16 Laxastofn Þjórsár gæti hrunið Orri Vigfússon formaður NASF, Verndarsjóðs villta laxa, hefur tekið baráttuna fyrir tilverurétti laxastofnsins í Þjórsá upp á sína arma og hvertur til umtalsvert meiri rannsókna á lífríki árinnar áður en frekari ákvarðanir eru teknar um virkjanirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár. 6.1.2012 10:12 Losuðu um 50 bíla í morgun Nóttin var nokkuð annasöm hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Upp úr klukkan eitt fóru að berast aðstoðarbeiðnir frá ökumönnum sem sátu fastir í bílum sínum eftir nokkra snjókomu og skafrenning. 6.1.2012 09:38 Tveir menn teknir með kókaín Þrír íslenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna tveggja óskyldra fíkniefnamála. Hinn 22. desember síðastliðinn var karlmaður á sextugsaldri stöðvaður í Leifsstöð við komuna til landsins frá Kaupmannahöfn. Hann var stöðvaður við hefðbundna leit tollgæslu og fannst um eitt kíló af kókaíni vel falið í farangri hans. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald á Þorláksmessu þangað til í gær. Varðhaldið var framlengt um viku í gær, en þá var karlmaður á fertugsaldri einnig handtekinn vegna málsins. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald yfir honum í gær. Mennirnir hafa báðir komið við sögu lögreglunnar, en ekki í stórum málum. 6.1.2012 08:00 Kannabisræktun olli eldsvoða í fjölbýlishúsi Greinileg ummerki um bruna voru í herbergi í íbúð í fjölbýlishúsi í austurborginni, þegar lögregla upprætti þar kannabisræktun í fyrradag. 6.1.2012 07:27 Flugvél Icelandair frá London lenti á Egilsstöðum Flugvél Icelandair, sem var að koma frá London seint í gærkvöldi var snúið frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar hálku á vellinum, og lenti hún þess í stað á Egilsstaðaflugvelli um eitt leitið í nótt. 6.1.2012 07:26 Samstarf við Svía um iðnframleiðslu úr áli „Það er í bígerð samstarf um þróunar- og nýsköpunarverkefni milli íslenskra hönnuða, sænskra álframleiðenda og áliðnarins hér heima,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. 6.1.2012 07:00 Fjöldi ökumanna í vandræðum vegna ófærðar Fjöldi ökumanna lenti í vandræðum á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og voru björgunarsveitir kallaðar út þeim til aðstoðar á öðrum tímanum í nótt. 6.1.2012 06:30 Vantar fleiri hunda fyrir blinda á Íslandi Hundaþjálfarinn Drífa Gestsdóttir þjálfar nú fjóra leiðsöguhunda sem fá það hlutverk, uppfylli þeir kröfur, að leiða lögblinda notendur. Drífa starfar fyrir þjónustu- og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. 6.1.2012 06:00 Ný skilti sýna vindstyrk undir Ingólfsfjalli Á næstu dögum verða tekin í notkun tvö upplýsingaskilti sem sýna vindstyrk undir Ingólfsfjalli við Selfoss. „Það er búið að leggja að þessu rafmagn og á bara eftir að setja upp svokallað samskiptabox í skiltin,“ segir Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi. 6.1.2012 06:00 Mistök að veita ekki upplýsingar án tafar Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), viðurkennir að það hafi verið mistök að upplýsa ekki bændur og almenning um að áburður með of háu kadmíum-innihaldi hafi verið seldur og honum dreift. Af því verði lært og verklagsreglum breytt. Málið gefur hins vegar ekki tilefni til afsökunarbeiðni frá hendi stofnunarinnar, að hans mati, hvað þá að honum sem forstjóra beri að segja af sér vegna þess. 6.1.2012 05:00 50 þúsund hús sýkt af svepp Gert er ráð fyrir að um 30 prósent íslenskra húsa séu sýkt af myglusvepp. Um 160 þúsund hús eru skráð á Íslandi, þar af 70 þúsund íbúðahús sem í eru um 130 þúsund íbúðir. 6.1.2012 03:15 Um 80% horfðu á Skaupið Rétt tæplega 80% landsmanna horfðu á Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins, samkvæmt niðurstöðum fjölmiðlakönnunar Capacent Gallup. Skaupið var venju samkvæmt langvinsælasta sjónvarpsefnið síðustu viku ársins, hvort sem horft er til aldurshópsins 12-49 eða 12-80 ára. 5.1.2012 20:44 Fíkniefnaleitirnar höfðu fælingaráhrif Fíkniefnaleitir líkt og þær sem voru gerðar í framhaldsskólum landsins höfðu fælingarmátt að mati lögreglunnar, segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að slíkum leitum hafi verið hætt eftir að Umboðsmaður Alþingis fór að skoða hvort þær væru ólögmætar. 5.1.2012 20:16 Sjá næstu 50 fréttir
25 heimili yfirgefin í fyrra vegna svepps Á síðasta ári þurftu 25 fjölskyldur og einstaklingar að yfirgefa heimili sín í lengri eða skemmri tíma, og sumir fluttu alfarið burt, vegna myglusvepps. "Og það gerir enginn nema tilneyddur,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og stofnandi fyrirtækisins Hús og heilsa, sem sérhæfir sig í rannsóknum á húsnæði vegna raka og þeirra lífvera sem þrífast þar. 7.1.2012 08:00
Grunaðir eru alls ekki allir ákærðir Hvað þýðir það að hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum sérstaks saksóknara? Fleiri en hundrað einstaklingar hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum sérstaks saksóknara á málum tengdum bankahruninu. Sumir þeirra eru grunaðir í fleiri málum en einu. 7.1.2012 07:00
Grunur um heiftarlega hræeitrun Sex hross drápust á bænum Eystra-Fróðholti í Landeyjum í fyrradag. Þetta voru fjögur folöld, ung hryssa og önnur eldri, allt vel ættaðir gripir. Getgátur eru um að dauði hrossanna stafi af svæsinni hræeitrun. 7.1.2012 06:00
Ekki hægt þótt skráin gagnist Landspítalinn má ekki reka gagnagrunn um alla sjúklinga með skorpulifur og lifrarsjúkdóm á lokastigi. Persónuvernd segir að þótt gagnagrunnurinn geti þjónað góðum tilgangi og haft hagrænan og faglegan ávinning þá standist hann ekki persónuverndarlög. Stofnunin geti ekki heimilað gerð gagnagrunna með viðkvæmum persónuupplýsingum til varðveislu á persónugreinanlegu formi til frambúðar. Af dómi Hæstaréttar frá árinu 2003 megi ráða að til reksturs slíkra skráa þurfi lagaheimild. „Skráin er meðal annars notuð til að fá yfirsýn yfir árangur læknisfræðilegra inngripa og lifrarígræðslna og gæðaeftirlit,“ sagði í skýringum Landspítalans til Persónuverndar. 7.1.2012 06:00
Júlli búinn að opna Drauminn Júlíus Þorbergsson, kaupmaður í Draumnum við Rauðarárstíg, hefur opnað verslun sína á nýjan leik. Hún hefur verið lokuð í eitt og hálft ár, síðan lögregla gerði húsleit þar og innsiglaði hana sumarið 2010. 7.1.2012 05:00
Samkeppni um lokun hyldýpis Þingvallanefnd hefur efnt til samkeppni um gerð og hönnun öruggrar gönguleiðar um Kárastaðastíg þar sem djúp gjóta opnaðist í stíginn ofan í Almannagjá í fyrra. „Gjótan sem opnaðist í stígnum vorið 2011 kom öllum mjög á óvart, enda er hún allt að tíu metrar á dýpt og nokkrir tugir metra á lengd,“ segir í tilkynningu um samkeppnina sem haldin er í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Fram kemur að ekki sé einhugur í Þingvallanefnd um frágang gjótunnar. „Vonast er til að samkeppnin leiði fram einfalda og snjalla lausn á gerð gönguleiðarinnar.“ 7.1.2012 04:00
Sættast ekki á skertan hlut af auðlindum Bæjarráð Hveragerðis segist harma hugmyndir starfshóps sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun veiðileyfagjalds vegna fiskveiða við Ísland. Samkvæmt hugmynd starfshópsins, sem skipaður var af Jóni Bjarnasyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, á 50 prósent af veiðileyfagjaldinu að renna í ríkissjóð, 40 prósent til sjávarbyggða og 10 prósent til þróunar- og markaðssmála í sjávarútvegi. 7.1.2012 03:30
Yfir 50 unnu við snjóruðning Yfir 50 starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum voru við snjóhreinsun víða um borgina í dag. Eftir fannfergi næturinnar þurfti að opna aðalleiðir í efri byggðum borgarinnar og þegar það hlánaði í dag var byrjað að hreinsa frá niðurföllum. 6.1.2012 20:23
Aukin starfsemi á mörgum sviðum þrátt fyrir niðurskurð Komum á bráðamóttöku Landspítalans fjölgaði um 5,6% á nýliðnu árið miðað við árið á undan, legudögum fjölgaði um 3,5% og fjöldi skurðaðgerða jókst um 4,9%. Þetta kemur fram í föstudagspistli Björns Zoega forstjóra Landspítalans í dag. 6.1.2012 19:42
Þrjátíu árekstrar í dag Þrjátíu árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is eru sex ökutæki ónýt eftir daginn. Ástæða árekstranna er í flestum tilfellum hálka og snjór. Álíka margir árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í gær. Full ástæða er til þess að hvetja ökumenn til þess að fara varlega. 6.1.2012 18:47
Íhuga að tryggja konum skoðanir og greiða fyrir aðgerðir Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. 6.1.2012 18:40
Ný lögreglustöð á Grensásvegi Ný lögreglustöð hefur verið opnuð á Grensásvegi 9 í Reykjavík. Þaðan er sinnt verkefnum austan Snorrabrautar til vestan Elliðaáa. Á lögreglustöðinni eru bæði almennt svið og rannsóknarsvið. Helstu stjórnendur eru Árni Vigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn, Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri og Haraldur Sigurðsson lögreglufulltrúi. Árni er jafnframt stöðvarstjóri. 6.1.2012 18:17
Aðgerðaráætlun vegna brjóstafyllinga kynnt í næstu viku Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi ætla að kynna aðgerðaráætlun í næstu viku til þess að aðstoða þær konur sem hafa fengið PIP-brjóstafyllingar. Verið er að safna nauðsynlegum upplýsingum til að fá yfirsýn yfir umfang málsins hér á landi og erlendis. PIP fyllingarnar hafa verið töluvert til umræðu á Íslandi, og víðar, síðastliðna daga eftir að í ljós kom að þær geta lekið og grunur vaknaði um að þær geti valdið krabbameini. Landlæknir og Lyfjastofnun fylgjast grannt með þróun mála varðandi málið, eftir því sem fram kemur á vef Landlæknis. 6.1.2012 17:55
Brunavarnarkerfið fór í gang í Þjóðleikhúsinu Slökkviliðið var kallað að Þjóðleikhúsinu síðdegis þegar brunavarnakerfið þar fór í gang. Ekki reyndist um eld að ræða heldur hafði kerfið farið í gang þegar verið var að þrífa í húsinu. Slökkviliðsbílnum var því snúið við um leið og búið var að sannreyna hverjar ástæður brunaboðsins voru. 6.1.2012 17:43
Lögreglan fann 300 kannabisplöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 300 kannabisplöntur. Tveir menn voru handteknir á vettvangi og viðurkenndu þeir aðild sína að málinu. 6.1.2012 17:35
Samþykkja þarf teikningar af hótelinu áður en Nasa verður rifið Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir að það sé ólíklegt að Nasa verði rifið þann 1. júní næstkomandi. Fyrst þurfi að samþykkja teikningar af húsnæði sem komi í staðinn fyrir tónleikastaðinn. 6.1.2012 16:30
Ökklabrotnaði í Kringlunni Kona rann til í anddyri Kringlunnar skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Sjúkrabifreið var kölluð á vettvang en talið er að konan sé ökklabrotin. 6.1.2012 16:09
Sprengdu tundurdufl Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning um dufl sem fannst við Selfljótsós á sunnanverðum Héraðssandi samkvæmt upplýsingum sem finna má á vefsíðu Landhelgisgæslunnar. 6.1.2012 16:01
100 milljón króna hækkun gjalda á innanlandsflug Lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli hækka um 72% og farþegagjöld á sama flugvelli hækka um 71%, auk þess mun flugleiðsögugjald hækka um 22%. Samtals munu þessar hækkanir þýða yfir 100 milljóna króna kostnaðaraukningu fyrir Flugfélag Íslands á þessu ári. 6.1.2012 15:32
Nasa verði rifið 1. júní "Þetta eru sorglegar fréttir fyrir mig og marga aðra," segir Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, en hún hefur rekið skemmtistaðinn við Austurvöll í rúman áratug. Inga segist í dag hafa fengið þær fregnir að þann 1. júní næstkomandi verði húsið rifið vegna áforma um að byggja hótel á reitnum. 6.1.2012 15:20
Aðeins of mikið af víni í uppskrift Gestgjafans "Við erum búin að hlæja mikið að þessu og gert mikið grín,“ segir Guðrún Vaka Helgadóttir, aðstoðarritstjóri Gestgjafans. 6.1.2012 14:30
Þrettándanum fagnað með brennum Í dag er þrettándinn, síðasti dagur jóla og af því tilefni eru brennur fyrirhugaðar víða um land. Í Reykjavík verða þrjár brennur og fjölbreytt dagskrá í boði. Brennurnar verða í Grafarholti, Grafarvogi og í Vesturbæ. Eftirfarandi upplýsingar er að finna á heimasíðu borgarinnar: 6.1.2012 13:49
Nýja stjórnmálaaflið skal heita Björt framtíð Björt framtíð (BF) er nafn á nýjum stjórnmálaflokki, sem Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn ásamt einstaklingum um land allt, hafa unnið að undanfarið. Efnt var til nafnasamkeppni. Tæplega 2000 manns sendu inn tillögur samkvæmt tilkynningu frá hinu nýja framboði. 6.1.2012 13:47
Útgerð gert að greiða þunglyndum matsveini laun Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes var dæmt í gær í Héraðsdómi Austurlands til þess að greiða sjómanni rúmlega tvær milljónir í laun í veikindaorlofi. Maðurinn, sem starfaði sem matsveinn um borð í skipinu Ásgrímur Halldórsson, var haldinn þunglyndi. 6.1.2012 13:35
Tvær bílveltur á Reykjanesbraut Tveir bílar ultu á Reykjanesbraut nú rétt fyrir klukkan tólf. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum slasaðist hvorugur ökumaðurinn. Svakaleg hálka er á Reykjanesbrautinni núna og vill varðstjóri hjá lögreglunni hvetja ökumenn til þess að aka varlega. 6.1.2012 12:21
Lögreglan hvetur ökumenn til þess að sýna þolinmæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til þess að sýna þolinmæði. Eins og fram hefur komið þurfti að loka bæði Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi um tíma í nótt. 6.1.2012 12:16
Tíu konur íhuga málsókn út af PIP-brjóstum Tíu íslenskar konur með PIP-sílikonpúða undirbúa nú málsókn gegn lýtalækni sínum. Púðar sumra þeirra eru farnir að leka og þær hafa fundið fyrir óþægindum og útbrotum. Þær vilja að púðarnir verði fjarlægðir þeim að kostnaðarlausu. 6.1.2012 12:02
Rannsókn lýkur í dag Rannsókn lögreglu á meintri nauðgun pars í lok nóvember á síðasta ári lýkur líklega í dag, samkvæmt upplýsingum frá Björgvini Björgvinssyni, yfirmanni kynferðisbrotadeildar. 6.1.2012 11:47
Ljósmyndari heillar Breta með íshellum "Þetta byrjaði með eldgosi,“ segir Skarphéðinn Þráinsson, áhugaljósmyndari og véltæknifræðingur, en hann er fyrirferðamikill í breskum fjölmiðlum þessa dagana. 6.1.2012 11:16
Stórtækur þjófur: Stal rútu og ók henni út í skurð Stórtækur bílþjófur var á ferðinni í Skógarhlíð í Reykjavík í nótt eða í morgun. Hann tók rútubifreið frá fyrirtækinu Þingvallaleið ófrjálsri hendi og fannst hún nokkru síðar á Strandvegi í Grafarvogi. Þar hafði þjófurinn ekið henni út í skurð utan vegar í grennd við Vesturlandsveg. Nú vinna eigendur rútunnar að því að koma henni upp úr skurðinum. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn. 6.1.2012 10:38
Framsókn fær ekki 60 milljónir út af skussaskap Framsóknarflokkurinn fær ekki rúmlega sextíu milljónir af árlegu framlagi ríkissjóðs til flokksins fyrir 2012 vegna þess að flokkurinn hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2010. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. 6.1.2012 10:21
Rannsókn lokið í stærsta fíkniefnamáli síðasta árs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á umfangsmesta fíkniefnamáli ársins og er það nú komið til ríkissaksóknara. Tveir menn á fimmtugs- og sextugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 6.1.2012 10:16
Laxastofn Þjórsár gæti hrunið Orri Vigfússon formaður NASF, Verndarsjóðs villta laxa, hefur tekið baráttuna fyrir tilverurétti laxastofnsins í Þjórsá upp á sína arma og hvertur til umtalsvert meiri rannsókna á lífríki árinnar áður en frekari ákvarðanir eru teknar um virkjanirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár. 6.1.2012 10:12
Losuðu um 50 bíla í morgun Nóttin var nokkuð annasöm hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Upp úr klukkan eitt fóru að berast aðstoðarbeiðnir frá ökumönnum sem sátu fastir í bílum sínum eftir nokkra snjókomu og skafrenning. 6.1.2012 09:38
Tveir menn teknir með kókaín Þrír íslenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna tveggja óskyldra fíkniefnamála. Hinn 22. desember síðastliðinn var karlmaður á sextugsaldri stöðvaður í Leifsstöð við komuna til landsins frá Kaupmannahöfn. Hann var stöðvaður við hefðbundna leit tollgæslu og fannst um eitt kíló af kókaíni vel falið í farangri hans. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald á Þorláksmessu þangað til í gær. Varðhaldið var framlengt um viku í gær, en þá var karlmaður á fertugsaldri einnig handtekinn vegna málsins. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald yfir honum í gær. Mennirnir hafa báðir komið við sögu lögreglunnar, en ekki í stórum málum. 6.1.2012 08:00
Kannabisræktun olli eldsvoða í fjölbýlishúsi Greinileg ummerki um bruna voru í herbergi í íbúð í fjölbýlishúsi í austurborginni, þegar lögregla upprætti þar kannabisræktun í fyrradag. 6.1.2012 07:27
Flugvél Icelandair frá London lenti á Egilsstöðum Flugvél Icelandair, sem var að koma frá London seint í gærkvöldi var snúið frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar hálku á vellinum, og lenti hún þess í stað á Egilsstaðaflugvelli um eitt leitið í nótt. 6.1.2012 07:26
Samstarf við Svía um iðnframleiðslu úr áli „Það er í bígerð samstarf um þróunar- og nýsköpunarverkefni milli íslenskra hönnuða, sænskra álframleiðenda og áliðnarins hér heima,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. 6.1.2012 07:00
Fjöldi ökumanna í vandræðum vegna ófærðar Fjöldi ökumanna lenti í vandræðum á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og voru björgunarsveitir kallaðar út þeim til aðstoðar á öðrum tímanum í nótt. 6.1.2012 06:30
Vantar fleiri hunda fyrir blinda á Íslandi Hundaþjálfarinn Drífa Gestsdóttir þjálfar nú fjóra leiðsöguhunda sem fá það hlutverk, uppfylli þeir kröfur, að leiða lögblinda notendur. Drífa starfar fyrir þjónustu- og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. 6.1.2012 06:00
Ný skilti sýna vindstyrk undir Ingólfsfjalli Á næstu dögum verða tekin í notkun tvö upplýsingaskilti sem sýna vindstyrk undir Ingólfsfjalli við Selfoss. „Það er búið að leggja að þessu rafmagn og á bara eftir að setja upp svokallað samskiptabox í skiltin,“ segir Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi. 6.1.2012 06:00
Mistök að veita ekki upplýsingar án tafar Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), viðurkennir að það hafi verið mistök að upplýsa ekki bændur og almenning um að áburður með of háu kadmíum-innihaldi hafi verið seldur og honum dreift. Af því verði lært og verklagsreglum breytt. Málið gefur hins vegar ekki tilefni til afsökunarbeiðni frá hendi stofnunarinnar, að hans mati, hvað þá að honum sem forstjóra beri að segja af sér vegna þess. 6.1.2012 05:00
50 þúsund hús sýkt af svepp Gert er ráð fyrir að um 30 prósent íslenskra húsa séu sýkt af myglusvepp. Um 160 þúsund hús eru skráð á Íslandi, þar af 70 þúsund íbúðahús sem í eru um 130 þúsund íbúðir. 6.1.2012 03:15
Um 80% horfðu á Skaupið Rétt tæplega 80% landsmanna horfðu á Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins, samkvæmt niðurstöðum fjölmiðlakönnunar Capacent Gallup. Skaupið var venju samkvæmt langvinsælasta sjónvarpsefnið síðustu viku ársins, hvort sem horft er til aldurshópsins 12-49 eða 12-80 ára. 5.1.2012 20:44
Fíkniefnaleitirnar höfðu fælingaráhrif Fíkniefnaleitir líkt og þær sem voru gerðar í framhaldsskólum landsins höfðu fælingarmátt að mati lögreglunnar, segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að slíkum leitum hafi verið hætt eftir að Umboðsmaður Alþingis fór að skoða hvort þær væru ólögmætar. 5.1.2012 20:16