Innlent

Jólatré liggja úti

Jólatré eiga með réttu að fara í endurvinnslu þegar þau hafa lokið hlutverki sínu.
Jólatré eiga með réttu að fara í endurvinnslu þegar þau hafa lokið hlutverki sínu. Mynd/Pjetur
Um þessar mundir liggja einmanaleg jólatré eins og hráviði víða um borgina. Síðustu daga hafa jólatrén staðið úti í horni á heimilum fólks og gefið jólahaldi þeirra hátíðlegan blæ. Nú rífa margir af þeim skrautið í hvelli, varpa þeim út í kuldann og hugsa svo ekki meira út í það.

Því er rétt að taka fram að sorphirða Reykjavíkur hirðir ekki jólatré í ár. Fólk verður sjálft að sjá um að koma jólatrjám sínum á endurvinnslustöð. Sorpa tekur ekki gjald fyrir.

Fyrir hina tímabundnu bjóða ýmsar íþróttahreyfingar upp á þá þjónustu að hirða jólatré að hátíðunum loknum. Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hafa einnig samstarf um hirðingu jólatrjáa. Slík þjónusta kostar hins vegar alla jafna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×