Innlent

Yfirlýsing væntanleg frá Jóni Gnarr

Jón Gnarr borgarstjóri.
Jón Gnarr borgarstjóri. Mynd/Stefán
Jón Gnarr mun gefa frá sér yfirlýsingu vegna forsetakosninga í næstu viku. Þetta tilkynnti hann í dag á facebook síðu sinni.

Þegar hann er spurður neðar á þeim þræði hvort hún verði jákvæð eða neikvæð segir hann „Hún verður góð".

Nafn Jóns Gnarr kemur iðulega upp þegar menn velta fyrir sér hver verði eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Í könnun sem Vísir gerði meðal lesenda sinna var Jón Gnarr í fimmta sæti sem næsti forseti. Á facebook síðu sinni hefur hann þakkað þann stuðning.


Tengdar fréttir

Flestir vilja Ólaf áfram - Ragna fylgir fast á eftir

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hlaut flest atkvæði í könnun sem Vísir gerði á meðal lesenda sinna um hver eigi að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Um fimm þúsund manns tóku þátt í könnuninni sem stóð yfir í tæpan sólarhring og gátu lesendur valið á milli 25 einstaklinga sem oft hafa verið nefndir sem mögulegir frambjóðendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×