Segir engan með réttu ráði lána til Vaðlaheiðarganga 9. janúar 2012 03:00 Pálmi Kristinsson. Pálmi Kristinsson verkfræðingur segir forsendur sem gefnar eru um Vaðlaheiðargöng rangar. Göngin muni alls ekki standa undir sér eins og félag um göngin heldur fram og er forsenda fyrir ríkisábyrgð á framkvæmdinni. Í niðurstöðum ítarlegrar skýrslu sem Pálmi kveðst hafa gert að eigin frumkvæði segir að mikil óvissa sé um heildarkostnað við Vaðlaheiðargöngin. Þau séu of dýr, rekstrar- og viðhaldskostnaður sé vanmetinn, umferðin sé of lítil og spá um aukningu hennar of há og greiðsluvilji vegfarenda ofmetinn. Þá fylgi verkefninu gríðarleg lánaáhætta og greiðslufyrirkomulag langtímalána sé óásættanlegt. Einnig sé fjárhagslegur undirbúningur óvandaður og vinnubrögð stjórnvalda sem ábyrgðaraðila ófagleg. Pálmi segir að innheimta veggjalda muni ekki standa undir kostnaði Vaðlaheiðarganga hf. á næstu árum miðað við forsendur sem kynntar voru fyrir tveimur mánuðum. Endanlegur kostnaður verði hærri og tekjur af veggjöldum lægri en áætlanir félagsins geri ráð fyrir. Þannig þyrftu veggjöld að vera um tvöfalt hærri en félagið áætli, eða 1.906 til 2.073 krónur en ekki 993 krónur eins og félagið áætli. Gallinn sé samt sá að vegfarendur vilja ekki greiða svo hátt gjald heldur einfaldlega fara núverandi veg um Víkurskarð. Pálmi var ráðgjafi Spalar hf. við undirbúning Hvalfjarðaganga. Hann var einnig aðalráðgjafi Landsamtaka lífeyrissjóða í viðræðum við stjórnvöld um fjármögnun stórframkvæmda í vegagerð á árinu 2010. Hann segir Hvalfjarðargöngin fjórtánfalt „öflugri fjárfestingu“ en Vaðlaheiðargöngin sem nú er áætlað að kosti 10,4 milljarða króna. „Ef þessir fjármunir eru til reiðu fyrir ríkissjóð hlýtur sú spurning að vakna hvort stjórnvöldum standi ekki til boða að ráðstafa þeim í aðrar arðbærari fjárfestingar og/eða til að draga úr erfiðum niðurskurði í velferðarkerfinu svo dæmi sé tekið,“ segir Pálmi í skýrslunni og bætir við: „Fullyrða má að engin fjármálastofnun sem væri með réttu ráði væri reiðubúin að lána í jafn áhættusamt fjárfestingaverkefni og hér um að ræðir.“ Bæði fjárlaganefnd og samgöngunefnd Alþingis skoða nú forsendur Vaðlaheiðarganga. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir framtak Pálma Kristinssonar lofsvert. Meirihluti nefndarinnar hafi einmitt viljað fá óháða skýrslu um framkvæmdina. „Lykilatriðið er að allar staðreyndir séu skýrar og uppi á borðum svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það er staðhæft að verkefnið standi undir sér sjálft þegar í reynd er hugsanlega mikil áhætta fyrir ríkissjóð,“ segir Guðfríður. Ögmundur Jónasson innaríkisráðherra kveðst ekki vilja tjá sig um efni skýrslu Pálma á meðan málið sé til meðferðar á Alþingi. „En það er alveg skýrt af hálfu innanríkisráðuneytisins að forsenda þess að taka Vaðlaheiðargöng út úr samgönguáætlun var sú að framkvæmdin stæði undir sér alfarið með vegatollum,“ segir Ögmundur. Pétur Þór Jónasson, sem situr í stjórn Vaðlaheiðarganga hf. segir ömurlegt að þótt fyrir liggi tilboð í verkið sem sé 95 prósent af kostnaðaráætluninni tefjist málið sífellt. “Það væri skrítið verkefni ef hægt væri að segja að áhættan væri engin. Ráðgjafar okkur byggja hins vegar á ákveðnum forsendum og samkvæmt þeim þá gengur dæmið upp,” segir Pétur. Skýrsla sem IFS-greining hefur gert um Vaðlaheiðargöng fyrir fjármálaráðuneytið verður kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. gar@frettabladid.is Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Pálmi Kristinsson verkfræðingur segir forsendur sem gefnar eru um Vaðlaheiðargöng rangar. Göngin muni alls ekki standa undir sér eins og félag um göngin heldur fram og er forsenda fyrir ríkisábyrgð á framkvæmdinni. Í niðurstöðum ítarlegrar skýrslu sem Pálmi kveðst hafa gert að eigin frumkvæði segir að mikil óvissa sé um heildarkostnað við Vaðlaheiðargöngin. Þau séu of dýr, rekstrar- og viðhaldskostnaður sé vanmetinn, umferðin sé of lítil og spá um aukningu hennar of há og greiðsluvilji vegfarenda ofmetinn. Þá fylgi verkefninu gríðarleg lánaáhætta og greiðslufyrirkomulag langtímalána sé óásættanlegt. Einnig sé fjárhagslegur undirbúningur óvandaður og vinnubrögð stjórnvalda sem ábyrgðaraðila ófagleg. Pálmi segir að innheimta veggjalda muni ekki standa undir kostnaði Vaðlaheiðarganga hf. á næstu árum miðað við forsendur sem kynntar voru fyrir tveimur mánuðum. Endanlegur kostnaður verði hærri og tekjur af veggjöldum lægri en áætlanir félagsins geri ráð fyrir. Þannig þyrftu veggjöld að vera um tvöfalt hærri en félagið áætli, eða 1.906 til 2.073 krónur en ekki 993 krónur eins og félagið áætli. Gallinn sé samt sá að vegfarendur vilja ekki greiða svo hátt gjald heldur einfaldlega fara núverandi veg um Víkurskarð. Pálmi var ráðgjafi Spalar hf. við undirbúning Hvalfjarðaganga. Hann var einnig aðalráðgjafi Landsamtaka lífeyrissjóða í viðræðum við stjórnvöld um fjármögnun stórframkvæmda í vegagerð á árinu 2010. Hann segir Hvalfjarðargöngin fjórtánfalt „öflugri fjárfestingu“ en Vaðlaheiðargöngin sem nú er áætlað að kosti 10,4 milljarða króna. „Ef þessir fjármunir eru til reiðu fyrir ríkissjóð hlýtur sú spurning að vakna hvort stjórnvöldum standi ekki til boða að ráðstafa þeim í aðrar arðbærari fjárfestingar og/eða til að draga úr erfiðum niðurskurði í velferðarkerfinu svo dæmi sé tekið,“ segir Pálmi í skýrslunni og bætir við: „Fullyrða má að engin fjármálastofnun sem væri með réttu ráði væri reiðubúin að lána í jafn áhættusamt fjárfestingaverkefni og hér um að ræðir.“ Bæði fjárlaganefnd og samgöngunefnd Alþingis skoða nú forsendur Vaðlaheiðarganga. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir framtak Pálma Kristinssonar lofsvert. Meirihluti nefndarinnar hafi einmitt viljað fá óháða skýrslu um framkvæmdina. „Lykilatriðið er að allar staðreyndir séu skýrar og uppi á borðum svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það er staðhæft að verkefnið standi undir sér sjálft þegar í reynd er hugsanlega mikil áhætta fyrir ríkissjóð,“ segir Guðfríður. Ögmundur Jónasson innaríkisráðherra kveðst ekki vilja tjá sig um efni skýrslu Pálma á meðan málið sé til meðferðar á Alþingi. „En það er alveg skýrt af hálfu innanríkisráðuneytisins að forsenda þess að taka Vaðlaheiðargöng út úr samgönguáætlun var sú að framkvæmdin stæði undir sér alfarið með vegatollum,“ segir Ögmundur. Pétur Þór Jónasson, sem situr í stjórn Vaðlaheiðarganga hf. segir ömurlegt að þótt fyrir liggi tilboð í verkið sem sé 95 prósent af kostnaðaráætluninni tefjist málið sífellt. “Það væri skrítið verkefni ef hægt væri að segja að áhættan væri engin. Ráðgjafar okkur byggja hins vegar á ákveðnum forsendum og samkvæmt þeim þá gengur dæmið upp,” segir Pétur. Skýrsla sem IFS-greining hefur gert um Vaðlaheiðargöng fyrir fjármálaráðuneytið verður kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. gar@frettabladid.is
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira