Innlent

Biophilia til New York

Björk tilkynnti í gær að hún myndi fara með Biophilia-sýninguna sína til New York. Hún ætlar sér að halda tíu sýningar í febrúar næstkomandi.

Sex sýningar verða haldnar í New York Hall of science, seinni fjórar verða svo haldnar í Roseland Ballroom á Manhattan. Ekki eru fleiri sýningar í bígerð í Bandaríkjunum.

Sýningin hefur fengið glimrandi viðtökur frá gagnrýnendum. Í henni teflir Björk fram stúlknakór sem telur 24 stúlkur auk fjölda nýstárlegra hljóðfæra sem hún hannaði sjálf með samstarfsmönnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×