Nóttin hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins 7. janúar 2012 10:53 Mynd/Pjetur Fjórir dvöldu fangageymslur lögreglunnar við Hverfisgötu í nótt. Einn af þeim var maður sem handtekinn var fyrir að hlaupa upp á bifreiðar er stóðu við Skólavörðustíg. Sá var handtekinn rétt fyrir sex í morgun. Erfiðlega gekk að hemja hann og því var hann vistaður í fangaklefa. Rætt verður við hann um hegðan sína þegar af honum rennur. Ekki er vitað hve mikið tjón hlaust af uppátæki hans. Málið er á forræði lögreglustöðvar nr. 5 í Vesturbæ. Þá voru tveir erlendir hælisleitendur handteknir í nótt þegar þeir reyndu að lauma sér um borð í skipið Skógarfoss á athafnasvæði Eimskipa við Sundagarða. Skipið á að sigla til Kanada. Útlendingastofnun hefur þegar verið kynnt um málið. Mennirnir verða yfirheyrðir vegna málsins í dag en þeir dvöldu í nótt í fangaklefa. Sá fjórði sem vistaður var í fangageymslu var tekinn fyrir ölvun við akstur í Hafnarfirði. Lögregla fékk tilkynningu um ránstilraun rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Tveir farþegar hótuðu leigubílstjóra með hníf og heimtuðu peninga. Bílstjórinn hafði lítið reiðufé meðferðis. Þegar mönnunum varð ekki að ósk sinni reiddust þeir, skemmdu bílinn og komu sér svo á brott. Þeir eru enn ófundnir. Þar fyrir utan var frekar rólegt með morgninum. Í nokkrum tilfellum var kvartað vegna lagningu bifreiða, í öðrum vegna hávaða eða ölvunar og óspekta. Leyst hefur verið úr þessum málum. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fjórir dvöldu fangageymslur lögreglunnar við Hverfisgötu í nótt. Einn af þeim var maður sem handtekinn var fyrir að hlaupa upp á bifreiðar er stóðu við Skólavörðustíg. Sá var handtekinn rétt fyrir sex í morgun. Erfiðlega gekk að hemja hann og því var hann vistaður í fangaklefa. Rætt verður við hann um hegðan sína þegar af honum rennur. Ekki er vitað hve mikið tjón hlaust af uppátæki hans. Málið er á forræði lögreglustöðvar nr. 5 í Vesturbæ. Þá voru tveir erlendir hælisleitendur handteknir í nótt þegar þeir reyndu að lauma sér um borð í skipið Skógarfoss á athafnasvæði Eimskipa við Sundagarða. Skipið á að sigla til Kanada. Útlendingastofnun hefur þegar verið kynnt um málið. Mennirnir verða yfirheyrðir vegna málsins í dag en þeir dvöldu í nótt í fangaklefa. Sá fjórði sem vistaður var í fangageymslu var tekinn fyrir ölvun við akstur í Hafnarfirði. Lögregla fékk tilkynningu um ránstilraun rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Tveir farþegar hótuðu leigubílstjóra með hníf og heimtuðu peninga. Bílstjórinn hafði lítið reiðufé meðferðis. Þegar mönnunum varð ekki að ósk sinni reiddust þeir, skemmdu bílinn og komu sér svo á brott. Þeir eru enn ófundnir. Þar fyrir utan var frekar rólegt með morgninum. Í nokkrum tilfellum var kvartað vegna lagningu bifreiða, í öðrum vegna hávaða eða ölvunar og óspekta. Leyst hefur verið úr þessum málum.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira