Innlent

Róleg nótt hjá lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti fremur rólega vakt í nótt samkvæmt varðstjóra.

Ein líkamsárás var skráð í kjölfar fertugsafmælis þar sem ölvun fór úr böndunum en engin meiðsl urðu á fólki.

Þá var önnur minniháttar íkamsárás tilkynnt hjá lögreglunni í vesturbæ en engar nánari upplýsingar fengust um hana.

Tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um fíkniefnaakstur auk þess að vera réttindalaus.

Þá gistu fjórir fangageymslu lögreglu. Tveir fengu gistingu þar sem þeir voru ofurölvi og húsnæðislausir, einn vegna þess að hann neitaði að greiða reikning á veitingastaðnum Asía í miðborginni og einn gistir fangageymslu vegna heimilsofbeldis.

Loks komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×