Ekkert mál að bjarga Nasa 7. janúar 2012 21:00 Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir það einfalda lausn að Reykjavíkurborg leigi húsnæði skemmtistaðarins NASA af eiganda þess til að viðhalda mikilvægri tónleikastarfsemi þar. Hann mun hlekkja sig við vinnuvélarnar ef þær koma til að rífa húsið. Eiganda skemmtistaðarins NASA við Austurvöll var tilkynnt í gær að hún þyrfti að hætta starfsemi í húsinu fyrsta júní næstkomandi þar sem eigandi hússins ætlar að rífa það og byggja hótel í staðinn. Húsið er einungis friðað að litlu leyti og því hægt að rífa staðinn þar sem nú er tónleikasalurinn er í dag og halda framhlið hússins óbreyttri. Húsið gegnir mikilvægu hlutverki í tónlistarlífi borgarinnar til dæmis á Airwaves hátíðinni og hafa margir tónlistarmenn brugðist hart við þessum áformum. „Þar með missir Reykjavíkurborg missir síðasta félagsheimilið sem hún á. Þetta er mjög sérstök hönnun og hvert einasta litla krummaskuð á íslandi á sitt eigið félagsheimili þannig það yrði hræðilegt menningarslys ef þetta veður að veruleika," sagði Páll Óskar. Hann segir ekki hægt að bera húsið saman við nein önnur svo sem Hörpu og aðra skemmtistaði. Hann telur að eigandi hússins væri tilbúinn að semja við Reykjavíkurborg um langtímaleigu á húsinu til að viðhalda starfseminni. „Við erum búin að fara á fund með Jóni Gnarr fyrir daufum eyrum. Ég hélt einmitt að Besti flokkurinn samanstæði af listafólki, þannig það er ekkert mál að bjarga þessu," segir Páll Óskar. Ef engin lausn finnst er Páll Óskar tilbúinn að ganga eins langt og hann þarf. „Ég er tilbúinn til að gera hvað sem er til að þetta hús og starfsemin fái að ganga. Ég er tilbúin að hlekkja mig við skurðgröfurnar ef þær koma og kúlan skellur á húsinu. Hún þarf fyrst að skella á mér." Tengdar fréttir Nasa verði rifið 1. júní "Þetta eru sorglegar fréttir fyrir mig og marga aðra," segir Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, en hún hefur rekið skemmtistaðinn við Austurvöll í rúman áratug. Inga segist í dag hafa fengið þær fregnir að þann 1. júní næstkomandi verði húsið rifið vegna áforma um að byggja hótel á reitnum. 6. janúar 2012 15:20 Samþykkja þarf teikningar af hótelinu áður en Nasa verður rifið Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir að það sé ólíklegt að Nasa verði rifið þann 1. júní næstkomandi. Fyrst þurfi að samþykkja teikningar af húsnæði sem komi í staðinn fyrir tónleikastaðinn. 6. janúar 2012 16:30 Listamenn tilbúnir að verja Nasa Hljómsveitin Agent Fresco sagði á facebook síðu sinni að þeir væru í áfalli eftir þeir heyrðu af áformum um að rífa skemmtistaðinn Nasa. Þeir minna á að hópur listamanna tók sig saman árið 2009 og mómælti sömu ákvörðun. Þar fór Páll Óskar fremstur í flokki en strákarnir í Agent Fresco lögðu sín lóð á vogarskálarnar auk annara. Þeir segjast reiðubúnir að gera það aftur núna. "Ef við getum eitthvað gert til að vekja athygli á þessu munum við gera það. Ekki spurning," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. 7. janúar 2012 14:14 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir það einfalda lausn að Reykjavíkurborg leigi húsnæði skemmtistaðarins NASA af eiganda þess til að viðhalda mikilvægri tónleikastarfsemi þar. Hann mun hlekkja sig við vinnuvélarnar ef þær koma til að rífa húsið. Eiganda skemmtistaðarins NASA við Austurvöll var tilkynnt í gær að hún þyrfti að hætta starfsemi í húsinu fyrsta júní næstkomandi þar sem eigandi hússins ætlar að rífa það og byggja hótel í staðinn. Húsið er einungis friðað að litlu leyti og því hægt að rífa staðinn þar sem nú er tónleikasalurinn er í dag og halda framhlið hússins óbreyttri. Húsið gegnir mikilvægu hlutverki í tónlistarlífi borgarinnar til dæmis á Airwaves hátíðinni og hafa margir tónlistarmenn brugðist hart við þessum áformum. „Þar með missir Reykjavíkurborg missir síðasta félagsheimilið sem hún á. Þetta er mjög sérstök hönnun og hvert einasta litla krummaskuð á íslandi á sitt eigið félagsheimili þannig það yrði hræðilegt menningarslys ef þetta veður að veruleika," sagði Páll Óskar. Hann segir ekki hægt að bera húsið saman við nein önnur svo sem Hörpu og aðra skemmtistaði. Hann telur að eigandi hússins væri tilbúinn að semja við Reykjavíkurborg um langtímaleigu á húsinu til að viðhalda starfseminni. „Við erum búin að fara á fund með Jóni Gnarr fyrir daufum eyrum. Ég hélt einmitt að Besti flokkurinn samanstæði af listafólki, þannig það er ekkert mál að bjarga þessu," segir Páll Óskar. Ef engin lausn finnst er Páll Óskar tilbúinn að ganga eins langt og hann þarf. „Ég er tilbúinn til að gera hvað sem er til að þetta hús og starfsemin fái að ganga. Ég er tilbúin að hlekkja mig við skurðgröfurnar ef þær koma og kúlan skellur á húsinu. Hún þarf fyrst að skella á mér."
Tengdar fréttir Nasa verði rifið 1. júní "Þetta eru sorglegar fréttir fyrir mig og marga aðra," segir Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, en hún hefur rekið skemmtistaðinn við Austurvöll í rúman áratug. Inga segist í dag hafa fengið þær fregnir að þann 1. júní næstkomandi verði húsið rifið vegna áforma um að byggja hótel á reitnum. 6. janúar 2012 15:20 Samþykkja þarf teikningar af hótelinu áður en Nasa verður rifið Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir að það sé ólíklegt að Nasa verði rifið þann 1. júní næstkomandi. Fyrst þurfi að samþykkja teikningar af húsnæði sem komi í staðinn fyrir tónleikastaðinn. 6. janúar 2012 16:30 Listamenn tilbúnir að verja Nasa Hljómsveitin Agent Fresco sagði á facebook síðu sinni að þeir væru í áfalli eftir þeir heyrðu af áformum um að rífa skemmtistaðinn Nasa. Þeir minna á að hópur listamanna tók sig saman árið 2009 og mómælti sömu ákvörðun. Þar fór Páll Óskar fremstur í flokki en strákarnir í Agent Fresco lögðu sín lóð á vogarskálarnar auk annara. Þeir segjast reiðubúnir að gera það aftur núna. "Ef við getum eitthvað gert til að vekja athygli á þessu munum við gera það. Ekki spurning," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. 7. janúar 2012 14:14 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Nasa verði rifið 1. júní "Þetta eru sorglegar fréttir fyrir mig og marga aðra," segir Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, en hún hefur rekið skemmtistaðinn við Austurvöll í rúman áratug. Inga segist í dag hafa fengið þær fregnir að þann 1. júní næstkomandi verði húsið rifið vegna áforma um að byggja hótel á reitnum. 6. janúar 2012 15:20
Samþykkja þarf teikningar af hótelinu áður en Nasa verður rifið Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir að það sé ólíklegt að Nasa verði rifið þann 1. júní næstkomandi. Fyrst þurfi að samþykkja teikningar af húsnæði sem komi í staðinn fyrir tónleikastaðinn. 6. janúar 2012 16:30
Listamenn tilbúnir að verja Nasa Hljómsveitin Agent Fresco sagði á facebook síðu sinni að þeir væru í áfalli eftir þeir heyrðu af áformum um að rífa skemmtistaðinn Nasa. Þeir minna á að hópur listamanna tók sig saman árið 2009 og mómælti sömu ákvörðun. Þar fór Páll Óskar fremstur í flokki en strákarnir í Agent Fresco lögðu sín lóð á vogarskálarnar auk annara. Þeir segjast reiðubúnir að gera það aftur núna. "Ef við getum eitthvað gert til að vekja athygli á þessu munum við gera það. Ekki spurning," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. 7. janúar 2012 14:14