Ekkert mál að bjarga Nasa 7. janúar 2012 21:00 Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir það einfalda lausn að Reykjavíkurborg leigi húsnæði skemmtistaðarins NASA af eiganda þess til að viðhalda mikilvægri tónleikastarfsemi þar. Hann mun hlekkja sig við vinnuvélarnar ef þær koma til að rífa húsið. Eiganda skemmtistaðarins NASA við Austurvöll var tilkynnt í gær að hún þyrfti að hætta starfsemi í húsinu fyrsta júní næstkomandi þar sem eigandi hússins ætlar að rífa það og byggja hótel í staðinn. Húsið er einungis friðað að litlu leyti og því hægt að rífa staðinn þar sem nú er tónleikasalurinn er í dag og halda framhlið hússins óbreyttri. Húsið gegnir mikilvægu hlutverki í tónlistarlífi borgarinnar til dæmis á Airwaves hátíðinni og hafa margir tónlistarmenn brugðist hart við þessum áformum. „Þar með missir Reykjavíkurborg missir síðasta félagsheimilið sem hún á. Þetta er mjög sérstök hönnun og hvert einasta litla krummaskuð á íslandi á sitt eigið félagsheimili þannig það yrði hræðilegt menningarslys ef þetta veður að veruleika," sagði Páll Óskar. Hann segir ekki hægt að bera húsið saman við nein önnur svo sem Hörpu og aðra skemmtistaði. Hann telur að eigandi hússins væri tilbúinn að semja við Reykjavíkurborg um langtímaleigu á húsinu til að viðhalda starfseminni. „Við erum búin að fara á fund með Jóni Gnarr fyrir daufum eyrum. Ég hélt einmitt að Besti flokkurinn samanstæði af listafólki, þannig það er ekkert mál að bjarga þessu," segir Páll Óskar. Ef engin lausn finnst er Páll Óskar tilbúinn að ganga eins langt og hann þarf. „Ég er tilbúinn til að gera hvað sem er til að þetta hús og starfsemin fái að ganga. Ég er tilbúin að hlekkja mig við skurðgröfurnar ef þær koma og kúlan skellur á húsinu. Hún þarf fyrst að skella á mér." Tengdar fréttir Nasa verði rifið 1. júní "Þetta eru sorglegar fréttir fyrir mig og marga aðra," segir Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, en hún hefur rekið skemmtistaðinn við Austurvöll í rúman áratug. Inga segist í dag hafa fengið þær fregnir að þann 1. júní næstkomandi verði húsið rifið vegna áforma um að byggja hótel á reitnum. 6. janúar 2012 15:20 Samþykkja þarf teikningar af hótelinu áður en Nasa verður rifið Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir að það sé ólíklegt að Nasa verði rifið þann 1. júní næstkomandi. Fyrst þurfi að samþykkja teikningar af húsnæði sem komi í staðinn fyrir tónleikastaðinn. 6. janúar 2012 16:30 Listamenn tilbúnir að verja Nasa Hljómsveitin Agent Fresco sagði á facebook síðu sinni að þeir væru í áfalli eftir þeir heyrðu af áformum um að rífa skemmtistaðinn Nasa. Þeir minna á að hópur listamanna tók sig saman árið 2009 og mómælti sömu ákvörðun. Þar fór Páll Óskar fremstur í flokki en strákarnir í Agent Fresco lögðu sín lóð á vogarskálarnar auk annara. Þeir segjast reiðubúnir að gera það aftur núna. "Ef við getum eitthvað gert til að vekja athygli á þessu munum við gera það. Ekki spurning," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. 7. janúar 2012 14:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir það einfalda lausn að Reykjavíkurborg leigi húsnæði skemmtistaðarins NASA af eiganda þess til að viðhalda mikilvægri tónleikastarfsemi þar. Hann mun hlekkja sig við vinnuvélarnar ef þær koma til að rífa húsið. Eiganda skemmtistaðarins NASA við Austurvöll var tilkynnt í gær að hún þyrfti að hætta starfsemi í húsinu fyrsta júní næstkomandi þar sem eigandi hússins ætlar að rífa það og byggja hótel í staðinn. Húsið er einungis friðað að litlu leyti og því hægt að rífa staðinn þar sem nú er tónleikasalurinn er í dag og halda framhlið hússins óbreyttri. Húsið gegnir mikilvægu hlutverki í tónlistarlífi borgarinnar til dæmis á Airwaves hátíðinni og hafa margir tónlistarmenn brugðist hart við þessum áformum. „Þar með missir Reykjavíkurborg missir síðasta félagsheimilið sem hún á. Þetta er mjög sérstök hönnun og hvert einasta litla krummaskuð á íslandi á sitt eigið félagsheimili þannig það yrði hræðilegt menningarslys ef þetta veður að veruleika," sagði Páll Óskar. Hann segir ekki hægt að bera húsið saman við nein önnur svo sem Hörpu og aðra skemmtistaði. Hann telur að eigandi hússins væri tilbúinn að semja við Reykjavíkurborg um langtímaleigu á húsinu til að viðhalda starfseminni. „Við erum búin að fara á fund með Jóni Gnarr fyrir daufum eyrum. Ég hélt einmitt að Besti flokkurinn samanstæði af listafólki, þannig það er ekkert mál að bjarga þessu," segir Páll Óskar. Ef engin lausn finnst er Páll Óskar tilbúinn að ganga eins langt og hann þarf. „Ég er tilbúinn til að gera hvað sem er til að þetta hús og starfsemin fái að ganga. Ég er tilbúin að hlekkja mig við skurðgröfurnar ef þær koma og kúlan skellur á húsinu. Hún þarf fyrst að skella á mér."
Tengdar fréttir Nasa verði rifið 1. júní "Þetta eru sorglegar fréttir fyrir mig og marga aðra," segir Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, en hún hefur rekið skemmtistaðinn við Austurvöll í rúman áratug. Inga segist í dag hafa fengið þær fregnir að þann 1. júní næstkomandi verði húsið rifið vegna áforma um að byggja hótel á reitnum. 6. janúar 2012 15:20 Samþykkja þarf teikningar af hótelinu áður en Nasa verður rifið Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir að það sé ólíklegt að Nasa verði rifið þann 1. júní næstkomandi. Fyrst þurfi að samþykkja teikningar af húsnæði sem komi í staðinn fyrir tónleikastaðinn. 6. janúar 2012 16:30 Listamenn tilbúnir að verja Nasa Hljómsveitin Agent Fresco sagði á facebook síðu sinni að þeir væru í áfalli eftir þeir heyrðu af áformum um að rífa skemmtistaðinn Nasa. Þeir minna á að hópur listamanna tók sig saman árið 2009 og mómælti sömu ákvörðun. Þar fór Páll Óskar fremstur í flokki en strákarnir í Agent Fresco lögðu sín lóð á vogarskálarnar auk annara. Þeir segjast reiðubúnir að gera það aftur núna. "Ef við getum eitthvað gert til að vekja athygli á þessu munum við gera það. Ekki spurning," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. 7. janúar 2012 14:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Nasa verði rifið 1. júní "Þetta eru sorglegar fréttir fyrir mig og marga aðra," segir Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, en hún hefur rekið skemmtistaðinn við Austurvöll í rúman áratug. Inga segist í dag hafa fengið þær fregnir að þann 1. júní næstkomandi verði húsið rifið vegna áforma um að byggja hótel á reitnum. 6. janúar 2012 15:20
Samþykkja þarf teikningar af hótelinu áður en Nasa verður rifið Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir að það sé ólíklegt að Nasa verði rifið þann 1. júní næstkomandi. Fyrst þurfi að samþykkja teikningar af húsnæði sem komi í staðinn fyrir tónleikastaðinn. 6. janúar 2012 16:30
Listamenn tilbúnir að verja Nasa Hljómsveitin Agent Fresco sagði á facebook síðu sinni að þeir væru í áfalli eftir þeir heyrðu af áformum um að rífa skemmtistaðinn Nasa. Þeir minna á að hópur listamanna tók sig saman árið 2009 og mómælti sömu ákvörðun. Þar fór Páll Óskar fremstur í flokki en strákarnir í Agent Fresco lögðu sín lóð á vogarskálarnar auk annara. Þeir segjast reiðubúnir að gera það aftur núna. "Ef við getum eitthvað gert til að vekja athygli á þessu munum við gera það. Ekki spurning," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. 7. janúar 2012 14:14