Innlent

Gengu blysför í kringum Grænavatn

Gengið var með kyndla og blys kringum Grænavatn í gær til að minnast Sigurðar. 
fréttablaðið/anton
Gengið var með kyndla og blys kringum Grænavatn í gær til að minnast Sigurðar. fréttablaðið/anton
Talsverður fjöldi fólks mætti til blysfarar í kringum Grænavatn í Krýsuvík í gær. Blysförin var farin í tilefni þess að hundrað ár voru í gær liðin frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings.

Nokkur félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru efndu til blysfararinnar. Með henni vildu þau heiðra frumkvæði Sigurðar í náttúruverndarmálum en hann hélt tímamótaerindi árið 1949 þar sem hann hvatti til þess að sett yrði náttúruverndarlöggjöf hér á landi. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×