Iceland Airwaves í vandræðum ef Nasa lokar 8. janúar 2012 20:00 Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves vill að stjórnvöld íhugi að taka þátt í rekstri tónleikastaða eins og Nasa líkt og gert er við leikhús svo dæmi sé tekið. Styðja þurfi við bakið á íslenskri poppmenningu. Til stendur að loka tónleikastaðnum NASA fyrsta júní næstkomandi en nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um byggingu hótels á reitnum. NASA hefur lengi verið einn af aðal tónleikastöðum á Iceland Airwaves hátíðinni og segir framkvæmdastjórinn það afleitt að missa staðinn. „Við lendum í vandræðum ef við erum ekki með NASA, því það er bara 20 % gestanna sem við þurfum þá að kötta af. Það er enginn annar staður sem getur tekið við," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Hann er almennt ekki hrifin af þessum áformum. „Mér finnst þetta ekki góð áform og náttúrulega margt í því sem hangir saman, bæði skipulagsmál og hvernig starfsemi við viljum sjá í miðbænum. Svo mér falla þessar hugmyndir ekki vel í geð," segir hann. Eigandi hússins hefur sagt í fjölmiðlum að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir tónleikastað í húsinu og núverandi rekstraraðili eigi í erfiðleikum með að greiða leigu. „Það er náttúrulega spurning hvenær er rekstrargrundvöllur fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Er rekstrargrundvöllur fyrir Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Tjarnarbíói, Hörpunni?" spyr Grímur. „Poppmenning er yfirleitt ekki styrkt að nokkru leyti. Við höfum tónlistarsjóð sem greiðir eitthvað til poppmenningar sem er mjög lítið. Og þá er ég ekki að segja að það eigi að styrkja aðrar greinar. Við erum bara ekkert að styðja við bakið á poppmenningu." Grímur segir að í nágrannlöndum séu stjórnvöld farin að styðja við rekstur tónleikastaða eins og NASA gegn ákveðnum skilyrðum og það sé góð leið til að styðja við poppmenninguna. „Nú myndu einhverjir segja já þetta eru ríkisafskipti og allt það en ég er bara hlynntur því að menning sé styrkt ríkulega því hún skilar svo miklu. Hún skilar mörgum mörgum milljörðum og ótrúlegum tækifærum í kynningu erlendis." Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves vill að stjórnvöld íhugi að taka þátt í rekstri tónleikastaða eins og Nasa líkt og gert er við leikhús svo dæmi sé tekið. Styðja þurfi við bakið á íslenskri poppmenningu. Til stendur að loka tónleikastaðnum NASA fyrsta júní næstkomandi en nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um byggingu hótels á reitnum. NASA hefur lengi verið einn af aðal tónleikastöðum á Iceland Airwaves hátíðinni og segir framkvæmdastjórinn það afleitt að missa staðinn. „Við lendum í vandræðum ef við erum ekki með NASA, því það er bara 20 % gestanna sem við þurfum þá að kötta af. Það er enginn annar staður sem getur tekið við," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Hann er almennt ekki hrifin af þessum áformum. „Mér finnst þetta ekki góð áform og náttúrulega margt í því sem hangir saman, bæði skipulagsmál og hvernig starfsemi við viljum sjá í miðbænum. Svo mér falla þessar hugmyndir ekki vel í geð," segir hann. Eigandi hússins hefur sagt í fjölmiðlum að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir tónleikastað í húsinu og núverandi rekstraraðili eigi í erfiðleikum með að greiða leigu. „Það er náttúrulega spurning hvenær er rekstrargrundvöllur fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Er rekstrargrundvöllur fyrir Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Tjarnarbíói, Hörpunni?" spyr Grímur. „Poppmenning er yfirleitt ekki styrkt að nokkru leyti. Við höfum tónlistarsjóð sem greiðir eitthvað til poppmenningar sem er mjög lítið. Og þá er ég ekki að segja að það eigi að styrkja aðrar greinar. Við erum bara ekkert að styðja við bakið á poppmenningu." Grímur segir að í nágrannlöndum séu stjórnvöld farin að styðja við rekstur tónleikastaða eins og NASA gegn ákveðnum skilyrðum og það sé góð leið til að styðja við poppmenninguna. „Nú myndu einhverjir segja já þetta eru ríkisafskipti og allt það en ég er bara hlynntur því að menning sé styrkt ríkulega því hún skilar svo miklu. Hún skilar mörgum mörgum milljörðum og ótrúlegum tækifærum í kynningu erlendis."
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira