Fleiri fréttir

Samfélagið græðir á innflytjendum

Amal Tamimi settist í fyrsta skipti á þing í byrjun nóvember í fjarveru Lúðvíks Geirssonar. Hún er fyrsta konan af erlendum uppruna til þess að taka sæti á Alþingi auk þess sem hún er fyrsti múslíminn sem það gerir. "Ég tel mig vera í starfsaðlögun eins og þegar fólk kemur í fyrsta skipti í nýtt starf. Þá þarf bara að sitja og fylgjast með,“ segir Amal. Hún mætir á

Færði fé til að leyna halla

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar færði rúmar sjö milljónir króna út af Minningarsjóði um Jónsbók, styrktarsjóði LA fyrir listamenn, inn í rekstur félagsins til að leyna rekstrarhallanum.

Reisir vindmyllur í rannsóknarskyni

Landsvirkjun hyggst reisa eina eða tvær 45 metra háar vindmyllur við Búrfellsvirkjun á komandi ári í rannsóknarskyni. Gangi það eftir mun í framhaldinu rísa þar vindmyllugarður líkt og í nágrannalöndunum og gæti vindorka orðið stór hluti af orkuframleiðslu Íslendinga, að mati Óla Grétars Blöndal Sveinssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs hjá Landsvirkjun.

Bókasöfn verði kynnt börnum

Efla á notkun almenningsbókasafna meðal yngstu grunnskólabarnanna í Reykjavík. Skóla- og frístundaráð borgarinnar vill að í því skyni verði útfært verkefni sem miði að því að kynna fyrir börnum á frístundaheimilum kosti almenningsbókasafna í þeirra hverfi.

Slökkviliðsmenn reykræsta í Laufbrekku

Slökkviliðið var kallað að húsi í Laufbrekku í Kópavogi nú undir kvöld. Þaðan var tilkynnt um eld í feitispotti og voru slökkviliðsmenn umsvifalaust sendir á staðinn. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um neinn eld að ræða en töluverðan reyk leggur frá pottinum. Slökkviliðsmennirnir hafa því hafist handa við að reykræsta.

"Herraklippingar" aldrei vinsælli

Aldrei hafa fleiri karlmenn farið í ófrjósemisaðgerð og á síðasta ári, þegar einn karlmaður að meðaltali fór í aðgerð á hverjum einasta degi.Við vörum viðkvæma við myndum sem fylgja þessari frétt.

Allt logar fyrir norðan vegna dóms í mannslátsmáli

"Allt samfélagið fyrir norðan logar skilst mér," segir Ingvar Örn Gíslason, sonur manns sem lést þegar ekið var á hann fyrir fáeinum mánuðum. Ökumaður bílsins var fyrir fáeinum dögum dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuleyfi í fjögur ár.

Landsfundargestir sektaðir fyrir að leggja ólöglega

Stöðumælaverðir og lögreglan hjálpuðust að við að sekta bílaeigendur sem höfðu lagt ólöglega fyrir framan Laugardaldshöllina, þar sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram. Á annað þúsund manns er samankominn við setningu landsfundarins sem fer nú fram og því er ljóst að það hefur verið erfitt að finna stæði. Vísir hefur þó ekki upplýsingar um það hversu margir hafa verið sektaðir.

Bjarni varði ákvörðun sína í Icesave

Bjarni Benediktsson varði ákvörðun sína í Icesavemálinu við setningu landsfundarins. Fundurinn var settur klukkan fimm í dag. Bjarni gagnrýndi jafnframt frammistöðu ríkisstjórnarinnar í málinu.

Tóku amfetamin og maríjúana í Árbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tæplega 60 grömm af amfetamíni, rúmlega 100 grömm af marijúana og stera við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í Árbæ í gær. Tveir karlar voru handteknir. Það voru húsráðandi og gestur hans, en sá síðarnefndi var með í fórum sínum tæplega 40 grömm af amfetamíni og rúmlega 30 grömm af marijúana og var það sömuleiðis tekið í vörslu lögreglu. Mennirnir, sem eru á fertugs- og sextugsaldri, játuðu aðild sína að málinu en báðir hafa þeir ítrekað komið við sögu hjá lögreglu. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum aðstoðaði við leitina.

Áfallateymi ræst út á Siglufirði

Áfallateymi fyrir svæði sýslumannsins á Akureyri mun funda klukkan fjögur í dag vegna sviplegs fráfalls þrettán ára stúlku á Siglufirði, en hún lést í gærkvöldi þegar ekið var á hana og tvær vinkonur hennar.

Kostar tíu milljónir að fjarlægja aspirnar við Ráðhúsið

Kostnaður Reykjavíkurborgar við að fjarlægja Aspir í nágrenni ráðhússins nemur um tíu milljónum króna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna óskuðu eftir upplýsingum um kostnaðinn og í svari frá garðyrkjustjóra borgarinnar segir að tilboði upp á tæpar níu milljónir hafi verið tekið í verkið. Þá er gert ráð fyrir efniskostnaði allt að einni milljón króna. Þá hafa tvær milljónir króna farið í undirbúning og hönnunarkostnað en sá kostnaður er ekki vegna aspanna við ráðhúsið eingöngu heldur hluti af sambærilegu verkefni um alla borg.

Rafhlöðusmygl stöðvað - geta ofhitnað og sprungið

Nýlega stöðvaði tollgæslan nokkrar póstsendingar sem innihéldu töluvert magn af fölsuðum Nokia rafhlöðum. Sendingarnar komu frá Hong Kong og var sama fyrirtækið innflutningsaðili á sendingunum.

Hvað gerist ef unglingur sniffar metanól?

Líffræðingurinn Hjalti Andrason skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann áréttar að metanól sé hættulegt efni. Til að mynda sé metanól stórskaðlegt óléttum konum og efnið skaðar miðtaugakerfið, veldur taugaskemmdum, höfuðverkjum, ógleði, uppköstum, jafnvægisleysi, geðdeyfð og dauða í meira magni en önnur efni.

Breivik er bara lítill maður - ekki skrímsli

Eirin Kristin Kjær var skotin fjórum sinnum í Útey fyrir fjórum mánuðum. Nú er hún komin á sitt annað heimili – til Hafnar í Hornafirði. "Ég er ekki lengur hrædd við að deyja,“ segir Eirin, sem er ekki reið Anders Behring Breivik og mundi vilja tala við hann.

Fréttaskýring: Um 20% lands njóta verndar

Hvernig standa umhverfismál hér á landi gagnvart Evrópulögum? Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að framþróun í lagaumhverfi náttúruverndar hafi verið of hæg hér á landi. Laga þurfi umhverfið að því sem tíðkist í Evrópusambandinu (ESB), óháð því hvort Ísland gerist aðili að því eður ei. Hvítbók um náttúruvernd sé stórt skref fram á við í þeim efnum.

Elva Dögg fer á kostum í uppistandi

Elva Dögg Gunnarsdóttir sem vakið hefur mikla athygli í heimildamyndinni "Snúið líf Elvu" ætlar að hita upp fyrir sýningu á Dagbók Önnu Knúts annað kvöld. Dagbókina hefur leikkonan Anna Svava Knútsdóttir samið og sýnt í Gaflaraleikhúsinu undanfarið við góða undirtektir.

BEINT - Setningarræða Bjarna á landsfundi

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins heldur núna klukkan hálf fimm setningarræðu á landsfundi flokksins sem hófst í dag og stendur fram á sunnudag. Von er á viðburðarríkum landsfundi þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni sem sækist eftir endurkjöri. Á laugardag munu frambjóðendurnir halda framboðsræður sínar og á sunnudag verður kosið um embætti formanns og varaformanns. Vísir ætlar að sýna frá fundinum í beinni útsendingu yfir helgina og greina frá helstu viðburðum.

Um fjörutíu prósent hafa hugsað um að yfirgefa landið

Tæp fjörutíu prósent þeirra sem þátt tóku í nýrri könnun MMR segjast hafa hugsað um að flytja til útlanda á síðustu mánuðum. Tæp 27 prósent segja ástæðuna vera efnahagsástandið í landinu en um 13 prósent segja það vera vegna annara ástæðna. Meirihluti Íslendinga, eða rúm 60 prósent virðast þó ekki vera á þeim buxunum að flytja sig um set á næstunni.

Vilja hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi

Miðstjórn Bandalags háskólamanna skorar á stjórnvöld að lagfæra réttindi foreldra í fæðingarorlofi með því að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Í ályktun miðstjórnar segir að árið 2011 hafi aðhaldsaðgerðir stjórnvalda skilað sparnaði upp á 1,2 milljarða umfram áætlanir og því sé svigrúm til að draga til baka skerðingar á réttindum.

Bilun hjá Símanum á Norðurlandi

Bilun varð í talsímakerfi Símans á Norðurlandi í dag. Sökum hennar voru margar stofnanir á Akureyri, Dalvík og í Fjallabyggð án símasambands. Bilunin varði í stuttan tíma og nú á allt að vera í lagi. Einstaka fólk getur þó lent í truflunum og því er bent á að hafa samband við þjónustuver Símans eftir öðrum leiðum, það er að segja í gegnum farsíma eða tölvu.

Tafir á málsmeðferð ráðuneytis - þrjú ár að afgreiða umsókn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið var þrjú ár og átta mánuði að afgreiða umsókn íslensks fyrirtækis um leyfi til að flytja inn fersk egg frá Svíþjóð. Þetta kemur fram í nýju áliti frá umboðsmanni Alþingis þar sem verulegar athugasemdir eru gerðar við þann tíma sem það tók að afgreiða umsóknina.

Gagnrýna Ísland fyrir að fangelsa börn með fullorðnum

Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki tryggt með lögum að börn í varðhaldi séu aðskilin frá fullorðnum. Heilt yfir sér nefndin Íslands hins vegar sem eins konar fyrirmynd þegar kemur að málefnum barna.

Fjáraukalögin samþykkt - samið um fjármögnun Vaðlaheiðarganga

Alþingi hefur veitt fjármálaráðherra heimild til að gera samning um fjármögnun Vaðlaheiðarganga um allt að einum milljarði króna. Fjáraukalög ársins 2012 voru samþykkt með tuttugu og níu atkvæðum en flestir stjórnarandstöðuþingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslunnar eins og áður hafði verið boðað.

Fjárdráttur í nær 40 tilvikum

Fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju, Geirmundur Vilhjálmsson, var í gær ákærður af ríkissaksóknara fyrir Héraðsdómi Vesturlands fyrir fjárdrátt í opinberu starfi með því að hafa á árunum 2008 til 2010 misnotað stöðu sína og dregið sér í 39 tilvikum fjármuni í eigu íslenska ríkisins. Jafnframt er honum gefið að sök að hafa reynt að leyna verknaði sínum með því að setja í bókhald fangelsisins níu tilhæfulausa reikninga útgefna af öðrum manni sem rekur smíðaverkstæði. Umræddur maður játaði brot sitt og verður mál hans klofið frá málinu og dæmt sérstaklega, þar sem um játningarmál er að ræða. Geirmundur óskaði hins vegar eftir fresti til að taka afstöðu til ákærunnar.

Harmur á Siglufirði - kyrrðarstund í kvöld

Stúlkan, sem lenti í umferðaslysi á Siglufirði í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum, er ekki lífshættu. Ekið var á þrjár stúlkur á Langeyrarvegi í gærkvöldi með þeim afleiðingum að ein þeirra lést.

SUS harma Hörpulán

Ungir sjálfstæðismenn harma að ríkið og Reykjavíkurborg hafi ákveðið að veita 730 milljón króna láni til Hörpu samkvæmt ályktun sem sambandið sendi frá sér í morgun.

Fundu hass við húsleit í Árnessýslu

Lögreglan á Selfossi fann 40 grömm af hassi við húsleit í uppsveitum Árnessýslu í gærkvöldi og leikur grunur á að efnið hafi verið ætlað til sölu.

Banaslys á Siglufirði

Ung stúlka beið bana, önnur slasaðist alvarlega en sú þriðja slapp nær ómeidd, þegar þær urðu fyrir fólksbíl á Langeyrarvegi á Siglufirði uppúr klukkan tíu í gærkvöldi.

Flestir vilja slíta viðræðum

50,5% landsmanna eru fylgjandi því að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir útgáfufélagið Andríki. Andríki heldur úti vefritinu Vef-Þjóðviljanum. Samkvæmt niðurstöðum sömu könnunar eru 35,3% andvígir því að viðræðunum verði slitið og 14,2% eru hvorki fylgjandi né andvígir. Könnunin var gerð 10.-14 nóvember og svörðuðu 879 einstaklingar.

Kennari fékk 1600 þúsund í bætur

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að greiða fyrrverandi kennara við Brekkubæjarskóla 1600 þúsund krónur í bætur vegna ráðningar í kennarastarf við skólann. Kennarinn var lausráðinn við skólann en sótti um fastráðningu þegar starf var auglýst laust til umsóknar. Kennarinn var ekki fastráðinn í starfið. Kennarinn kærði málið til menntamálaráðuneytisins á þeirri forsendu að skólastjórinn hafði útilokað sig í starfið áður en ráðningarferlinu var lokið. Menntamálaráðuneytið féllst á málatilbúnað kennarans og úrskurðaði að ranglega hefði verið staðið að ráðningunni.

Fljúga með alvarlega veikt barn

Sjúkraflugvél Mýflugs flýgur með alvarlega veikt barn til Danmerkur, nánar tiltekið til Árósa á Jótlandi, nú í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu er ráðgert að vélin lendi með sjúklinginn laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Heildarflutningsleið sjúklingsins eru rúmir 2500 kílómetrar.

Vill efla íþróttaferðamennsku

Ísland þarf að nýta betur þau tækifæri sem hér bjóðast til íþróttaferðamennsku, segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann vill að málið verði rætt á Alþingi og hefur beint fyrirspurn til menntamálaráðherra um það hvaða hefur verið gert til þess að efla íþróttaferðamennsku hér á landi. Þar segist hann ekki síst eiga við golf og vetraríþróttir.

Sjá næstu 50 fréttir