Innlent

Um fjörutíu prósent hafa hugsað um að yfirgefa landið

Tæp fjörutíu prósent þeirra sem þátt tóku í nýrri könnun MMR segjast hafa hugsað um að flytja til útlanda á síðustu mánuðum. Tæp 27 prósent segja  ástæðuna vera efnahagsástandið í landinu en um 13 prósent segja það vera vegna annara ástæðna. Meirihluti Íslendinga, eða rúm 60 prósent virðast þó ekki vera á þeim buxunum að flytja sig um set á næstunni.

Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu virðast frekar hafa hugsað um búferlaflutninga en þeir sem búa úti á landsbyggðinni og karlar eru frekar á þeim buxunum en konur. Þegar litið er til afstöðu fólks til stjórnmálaflokka kemur í ljós að sjálfstæðismenn hugsi frekar um að fara af landi brott og á eftir þeim koma framsóknarmenn. Þá kemur Samfylkingarfólk en Vinstri grænir virðast heimakærastir en aðeins tæp 25 prósent þeirra segjast horfa til annarra miða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×