Innlent

Reisir vindmyllur í rannsóknarskyni

Ef áætlanir Landsvirkjunar ganga eftir mun vindmyllugarður rísa á Suðurlandi.
nordicphotos/afp
Ef áætlanir Landsvirkjunar ganga eftir mun vindmyllugarður rísa á Suðurlandi. nordicphotos/afp
Landsvirkjun hyggst reisa eina eða tvær 45 metra háar vindmyllur við Búrfellsvirkjun á komandi ári í rannsóknarskyni. Gangi það eftir mun í framhaldinu rísa þar vindmyllugarður líkt og í nágrannalöndunum og gæti vindorka orðið stór hluti af orkuframleiðslu Íslendinga, að mati Óla Grétars Blöndal Sveinssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs hjá Landsvirkjun.

Óli Grétar sagði á haustfundi Landsvirkjunar í vikunni að tilraunaverkefni með virkjun vindsins á Suðurlandsundirlendinu hefði gengið vel, en 60 metra hátt mastur var reist við Búrfellsvirkjun fyrr á þessu ári til að mæla vindorku á svæðinu.

„Vindorka er sá óhefðbundni orkugjafi sem hefur náð bestri fótfestu og er í mestum vexti í nágrannalöndum okkar,“ sagði Óli og bætti við að mikil tækifæri lægju í nýtingu vindorku hér á landi.

„Helstu kostirnir eru að við búum á vindasömu landi og aðstæður eru betri en á flestum öðrum stöðum,“ sagði hann. „Nýtingartími hér er tvöfalt betri en heimsmeðaltal, mikið landrými og aðstæður svipaðar og á hafi úti.“

Hægt er að taka niður bæði það mastur sem nú þegar hefur verið reist við Búrfellsvirkjun og þær vindmyllur sem stendur til að reisa, þannig að um afturkræfaraðgerðir er að ræða. - svAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×