Innlent

Bilun hjá Símanum á Norðurlandi

Bilun varð í talsímakerfi Símans á Norðurlandi í dag.  Sökum hennar voru margar stofnanir á Akureyri, Dalvík og í Fjallabyggð án símasambands. Bilunin varði í stuttan tíma og nú á allt að vera í lagi. Einstaka fólk getur þó lent í truflunum og því er bent á að hafa samband við þjónustuver Símans eftir öðrum leiðum, það er að segja í gegnum farsíma eða tölvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×