Innlent

Tóku amfetamin og maríjúana í Árbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tæplega 60 grömm af amfetamíni, rúmlega 100 grömm af marijúana og stera við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í Árbæ í gær. Tveir karlar voru handteknir. Það voru húsráðandi og gestur hans, en sá síðarnefndi var með í fórum sínum tæplega 40 grömm af amfetamíni og rúmlega 30 grömm af marijúana og var það sömuleiðis tekið í vörslu lögreglu. Mennirnir, sem eru á fertugs- og sextugsaldri, játuðu aðild sína að málinu en báðir hafa þeir ítrekað komið við sögu hjá lögreglu. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum aðstoðaði við leitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×