Innlent

Landsfundargestir sektaðir fyrir að leggja ólöglega

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögregla og stöðumælavörður leggja sekt á bíl.
Lögregla og stöðumælavörður leggja sekt á bíl. mynd/ Frikki Þór.
Stöðumælaverðir og lögreglan hjálpuðust að við að sekta bílaeigendur sem höfðu lagt ólöglega fyrir framan Laugardaldshöllina, þar sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram. Á annað þúsund manns er samankominn við setningu landsfundarins sem fer nú fram og því er ljóst að það hefur verið erfitt að finna stæði. Vísir hefur þó ekki upplýsingar um það hversu margir hafa verið sektaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×