Jón Ásgeir þögull um eignatilfærslur 14. júlí 2010 07:15 Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja sem minnst gefa upp um hvaða eignir þeirra hafa skipt um hendur síðustu misseri. Fréttablaðið/vilhelm Slitastjórn Glitnis segir gögn sýna fram á að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi að undanförnu flutt eignir á nafn eiginkonu sinnar, Ingibjargar Pálmadóttur, í því skyni að koma þeim undan kyrrsetningu. Þetta kemur fram í rökstuðningi slitastjórnar sem lagður var fram fyrir dómi í London fyrir helgi og blaðið hefur undir höndum. Þar kemur fram það mat slitastjórnarinnar að Jón Ásgeir reyni nú að telja aðilum málsins trú um það að eignir sem í raun eru hans, eða í sameiginlegri eigu þeirra hjóna, séu alfarið eign Ingibjargar. Þá segir að óskað hafi verið eftir lista yfir allar þær eignir sem Jón Ásgeir hefur flutt yfir á eiginkonuna undanfarin þrjú ár en hann ætli sér ekki að verða við þeirri bón og lögmenn hans hafi sent slitastjórninni bréf þess efnis. „Hann gaf ekki í skyn að engar slíkar [eignatilfærslur] hefðu átt sér stað. Hans afstaða var einfaldlega sú að honum bæri engin skylda til að veita slíkar upplýsingar," segir í rökstuðningi slitastjórnarinnar. Í rökstuðningnum eru talin upp ýmis atriði sem þykja benda til þess að Jón Ásgeir segi ósatt um eignarhaldið á tilteknum eignum. Þannig er Rolls Royce-bifreið, metin á 17 milljónir, skráð á nafn Jóns Ásgeirs en hann heldur því fram að bíllinn hafi verið afmælisgjöf til Ingibjargar, sem eigi hann að fullu. Þá er Hótel 101, sem metið er á 590 milljónir, skráð á hjónin sameiginlega. Jón Ásgeir heldur því fram að það séu mistök - hótelið hafi alltaf átt að vera eign Ingibjargar einnar. Að sögn slitastjórnar benda engin gögn til þess að nein mistök hafi verið gerð. Jón Ásgeir segist einnig aðeins eiga eitt prósent í lúxusíbúðunum við Gramercy Park North á Manhattan, sem sé hefðbundið formsatriði svo maki geti dvalið þar ef eigandinn fellur frá. Slitastjórnin segir engin gögn finnast um það hvernig kaupin voru fjármögnuð og þá hafi Jón Ásgeir orðið tvísaga um það; einu sinni sagt Landsbankann hafa fjármagnað kaupin og í annað skipti sagt að Ingibjörg hafi keypt íbúðirnar fyrir ættarauð sinn. Þá voru tvö íbúðarhús Ingibjargar í Reykjavík nýlega veðsett fyrir 400 milljóna láni til Ingibjargar, að því er Jón fullyrðir, þótt hans nafn sé á lánasamningum og öðrum gögnum. „Jón Ásgeir segist hafa beðið lögmann sinn um að skrá nafn sitt á veðskuldabréfið fyrir mistök. Engin skýring hefur fengist á því hvernig þau mistök áttu sér stað eða af hverju Jón Ásgeir gaf lögmanni sínum fyrirmæli vegna eigna sem hann segir nú að séu sér óviðkomandi," segir slitastjórnin. Að síðustu er vikið að skíðaskála í Frakklandi sem var fjármagnaður með láni til félags í eigu þeirra beggja (101 Chalet) en Jón Ásgeir segir nú að hafi verið alfarið hennar verkefni og því hafi hún fengið allan hagnaðinn af sölu skálans. Ingibjörg Pálmadóttir er stjórnarformaður 365, útgáfufélags Fréttablaðsins. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Slitastjórn Glitnis segir gögn sýna fram á að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi að undanförnu flutt eignir á nafn eiginkonu sinnar, Ingibjargar Pálmadóttur, í því skyni að koma þeim undan kyrrsetningu. Þetta kemur fram í rökstuðningi slitastjórnar sem lagður var fram fyrir dómi í London fyrir helgi og blaðið hefur undir höndum. Þar kemur fram það mat slitastjórnarinnar að Jón Ásgeir reyni nú að telja aðilum málsins trú um það að eignir sem í raun eru hans, eða í sameiginlegri eigu þeirra hjóna, séu alfarið eign Ingibjargar. Þá segir að óskað hafi verið eftir lista yfir allar þær eignir sem Jón Ásgeir hefur flutt yfir á eiginkonuna undanfarin þrjú ár en hann ætli sér ekki að verða við þeirri bón og lögmenn hans hafi sent slitastjórninni bréf þess efnis. „Hann gaf ekki í skyn að engar slíkar [eignatilfærslur] hefðu átt sér stað. Hans afstaða var einfaldlega sú að honum bæri engin skylda til að veita slíkar upplýsingar," segir í rökstuðningi slitastjórnarinnar. Í rökstuðningnum eru talin upp ýmis atriði sem þykja benda til þess að Jón Ásgeir segi ósatt um eignarhaldið á tilteknum eignum. Þannig er Rolls Royce-bifreið, metin á 17 milljónir, skráð á nafn Jóns Ásgeirs en hann heldur því fram að bíllinn hafi verið afmælisgjöf til Ingibjargar, sem eigi hann að fullu. Þá er Hótel 101, sem metið er á 590 milljónir, skráð á hjónin sameiginlega. Jón Ásgeir heldur því fram að það séu mistök - hótelið hafi alltaf átt að vera eign Ingibjargar einnar. Að sögn slitastjórnar benda engin gögn til þess að nein mistök hafi verið gerð. Jón Ásgeir segist einnig aðeins eiga eitt prósent í lúxusíbúðunum við Gramercy Park North á Manhattan, sem sé hefðbundið formsatriði svo maki geti dvalið þar ef eigandinn fellur frá. Slitastjórnin segir engin gögn finnast um það hvernig kaupin voru fjármögnuð og þá hafi Jón Ásgeir orðið tvísaga um það; einu sinni sagt Landsbankann hafa fjármagnað kaupin og í annað skipti sagt að Ingibjörg hafi keypt íbúðirnar fyrir ættarauð sinn. Þá voru tvö íbúðarhús Ingibjargar í Reykjavík nýlega veðsett fyrir 400 milljóna láni til Ingibjargar, að því er Jón fullyrðir, þótt hans nafn sé á lánasamningum og öðrum gögnum. „Jón Ásgeir segist hafa beðið lögmann sinn um að skrá nafn sitt á veðskuldabréfið fyrir mistök. Engin skýring hefur fengist á því hvernig þau mistök áttu sér stað eða af hverju Jón Ásgeir gaf lögmanni sínum fyrirmæli vegna eigna sem hann segir nú að séu sér óviðkomandi," segir slitastjórnin. Að síðustu er vikið að skíðaskála í Frakklandi sem var fjármagnaður með láni til félags í eigu þeirra beggja (101 Chalet) en Jón Ásgeir segir nú að hafi verið alfarið hennar verkefni og því hafi hún fengið allan hagnaðinn af sölu skálans. Ingibjörg Pálmadóttir er stjórnarformaður 365, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira