Innlent

Óvenju þungvopnaður afbrotamaður handtekinn í Borgarnesi

Lögreglan í Borgarnesi handtók nýverið óvenju þungvopnaðan afbrotamann, sem átti leið um bæinn.

Auk fíkniefna og þýfis af ýmsu tagi, fannst mikið af allskonar hnífum og eggvopnum í bíl hans, allt frá safngripum og bardagavopnum upp í stórar hárbeittar sveðjur.

Þá fannst nokkuð af skotfærum, bæði í riffla og haglabyssur og á honum sjálfum fundust þrír hnífar.

Að sögn Skessuhorns kom í ljós við rannsókn málsins að hann átti laust pláss í fangelsi til afplánunar dóma fyrir eldri afbrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×