Heilsa batnar oftast í efnahagskreppum 14. júlí 2010 04:00 Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Fréttablaðið/daníel Efnahagskreppan sem nú geisar á Íslandi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 kann að verða til góðs fyrir heilsufar þjóðarinnar ef marka má niðurstöður erlendra rannsókna á áhrifum hagsveiflna. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor og umsjónarmaður MS-náms í heilsufræðum við Háskóla Íslands, segir rannsóknir sýna nokkuð skýr tengsl milli efnahagslægða og heilsufars. „Þær sýna frekar að heilsa batni í kreppum heldur en að henni hraki. Helsta undantekningin er geðsjúkdómar og því er mikilvægt að hafa augum á þeim og fylgjast með sjálfsvígum. Að öðru leyti er dánartíðni almennt minni í kreppum en þegar hagkerfið er í uppsveiflu," segir Tinna. Ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur, forstöðumanni Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Ragnheiði Bjarnadóttur, fæðingarlækni á Landspítala, er Tinna ábyrgðarmaður nýrrar rannsóknar sem efna á til og ber yfirskriftina „Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi 2008 á tíðni fyrirbura og léttburafæðinga." „Þetta er hluti af stærra verkefni þar sem við erum nokkur í hóp að kanna ýmis áhrif efnahagshrunsins á heilsu og heilbrigði. Það er til dæmis verið að skoða áhrif á heilsutengda hegðun, eins og hreyfingu og mataræði og áhrif á ýmsa sjúkdóma. Þetta er enn allt á frumstigi og við erum enn að reyna að fjármagna verkefnið," segir Tinna. Orsakir þess að heilsa fólks batnar almennt í kreppum eru ekki fullrannsakaðar. „En það er margt sem fólk getur látið sér detta í hug. Þegar hægist á hagkerfinu verður til dæmis minni mengun. Umferð minnkar og umferðarslysum fækkar. Fólk hefur meiri tíma til að hreyfa sig og hefur minna fjármagn til að stunda ýmiss konar áhættusama hegðun á borð við reykingar og áfengisneyslu," bendir Tinna á. Að sögn Tinnu vonast íslenski rannsóknarhópurinn til að bæta við heildarmyndina í þessum fræðum. „Hver og ein kreppa í hverju landi er ólík en menn geta séð eitthvert mynstur út úr rannsóknum við mismunandi aðstæður," segir hún og bætir við að mikilvægt sé að rannsóknir hér hefjist sem fyrst. „Þá hefðu niðurstöðurnar ekki aðeins fræðilegt gildi á alþjóðlega vísu heldur hefðu líka hagnýtt gildi fyrir íslenska stefnumótun í þessari kreppu." Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Efnahagskreppan sem nú geisar á Íslandi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 kann að verða til góðs fyrir heilsufar þjóðarinnar ef marka má niðurstöður erlendra rannsókna á áhrifum hagsveiflna. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor og umsjónarmaður MS-náms í heilsufræðum við Háskóla Íslands, segir rannsóknir sýna nokkuð skýr tengsl milli efnahagslægða og heilsufars. „Þær sýna frekar að heilsa batni í kreppum heldur en að henni hraki. Helsta undantekningin er geðsjúkdómar og því er mikilvægt að hafa augum á þeim og fylgjast með sjálfsvígum. Að öðru leyti er dánartíðni almennt minni í kreppum en þegar hagkerfið er í uppsveiflu," segir Tinna. Ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur, forstöðumanni Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Ragnheiði Bjarnadóttur, fæðingarlækni á Landspítala, er Tinna ábyrgðarmaður nýrrar rannsóknar sem efna á til og ber yfirskriftina „Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi 2008 á tíðni fyrirbura og léttburafæðinga." „Þetta er hluti af stærra verkefni þar sem við erum nokkur í hóp að kanna ýmis áhrif efnahagshrunsins á heilsu og heilbrigði. Það er til dæmis verið að skoða áhrif á heilsutengda hegðun, eins og hreyfingu og mataræði og áhrif á ýmsa sjúkdóma. Þetta er enn allt á frumstigi og við erum enn að reyna að fjármagna verkefnið," segir Tinna. Orsakir þess að heilsa fólks batnar almennt í kreppum eru ekki fullrannsakaðar. „En það er margt sem fólk getur látið sér detta í hug. Þegar hægist á hagkerfinu verður til dæmis minni mengun. Umferð minnkar og umferðarslysum fækkar. Fólk hefur meiri tíma til að hreyfa sig og hefur minna fjármagn til að stunda ýmiss konar áhættusama hegðun á borð við reykingar og áfengisneyslu," bendir Tinna á. Að sögn Tinnu vonast íslenski rannsóknarhópurinn til að bæta við heildarmyndina í þessum fræðum. „Hver og ein kreppa í hverju landi er ólík en menn geta séð eitthvert mynstur út úr rannsóknum við mismunandi aðstæður," segir hún og bætir við að mikilvægt sé að rannsóknir hér hefjist sem fyrst. „Þá hefðu niðurstöðurnar ekki aðeins fræðilegt gildi á alþjóðlega vísu heldur hefðu líka hagnýtt gildi fyrir íslenska stefnumótun í þessari kreppu."
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira