Ísland dróst inn í stríðið Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2010 15:29 Allt að 50 þúsund hermenn voru hérna á landi þegar best lét. „Það var hugmyndin að byrja niðri við höfnina þar sem Bretarnir stigu á land snemma morguns. Svo ætlum við að fara á þá staði sem þeir töldu hernaðarlega mikilvæga á fyrstu klukkutímum hernámsins, lögreglustöðina og Pósthúsið gamla og Landsímahúsið við Austurvöll. Koma svo við hjá stjórnarráðinu og tala um hvernig þeir höndluðu þetta stjórnmálalega. Af því að þetta var náttúrulega innrás - hernám. Þó þetta hafi verið vinsamleg innrás," segir Guðbrandur Benediktsson sagnfræðingur. Minjasafn Reykjavíkur stendur fyrir göngu um miðbæ Reykjavíkur á morgun í tilefni af því að í ár eru 70 ár liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Guðbrandur Benediktsson, sagnfræðingur á safninu, mun leiða göngu um slóðir breskra hernámsmanna, sem stigu á land í Reykjavík fyrir 70 árum. Fjallað verður um sögu hernámsins og atburði sem áttu sér stað í Reykjavík á fyrstu vikum þess. Guðbrandur segir furðulítið vera gert úr hernáminu miðað við hvað þetta hafi verið stór viðburður. „Hér hafði verið kreppa og frekar staðnað samfélag. Síðan þegar þeir koma, fyrst Bretarnir 10. maí, að þá koma þeir með alls kyns tæki. Menn fóru svo að vinna fyrir herinn, í svokallaðri Bretavinnu og kynntust svo mörgu nýju. Það urðu breytingar á neyslu og menningu og fleira og fleira," segir Guðbrandur. Guðbrandur segir að með þessum atburði hafi Ísland dregist inn í stríðið og komist nær Evrópu. Árið 1940 hafi Íslendingar verið rétt um 120 þúsund en þegar mest var hafi verið um 50 þúsund hermenn á Íslandi. Þeir hafi því næstum verið helmingur allra karlmanna þegar þeir voru hér flestir. Lagt verður af stað í göngutúrinn frá Grófarhúsi klukkan átta annað kvöld. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Það var hugmyndin að byrja niðri við höfnina þar sem Bretarnir stigu á land snemma morguns. Svo ætlum við að fara á þá staði sem þeir töldu hernaðarlega mikilvæga á fyrstu klukkutímum hernámsins, lögreglustöðina og Pósthúsið gamla og Landsímahúsið við Austurvöll. Koma svo við hjá stjórnarráðinu og tala um hvernig þeir höndluðu þetta stjórnmálalega. Af því að þetta var náttúrulega innrás - hernám. Þó þetta hafi verið vinsamleg innrás," segir Guðbrandur Benediktsson sagnfræðingur. Minjasafn Reykjavíkur stendur fyrir göngu um miðbæ Reykjavíkur á morgun í tilefni af því að í ár eru 70 ár liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Guðbrandur Benediktsson, sagnfræðingur á safninu, mun leiða göngu um slóðir breskra hernámsmanna, sem stigu á land í Reykjavík fyrir 70 árum. Fjallað verður um sögu hernámsins og atburði sem áttu sér stað í Reykjavík á fyrstu vikum þess. Guðbrandur segir furðulítið vera gert úr hernáminu miðað við hvað þetta hafi verið stór viðburður. „Hér hafði verið kreppa og frekar staðnað samfélag. Síðan þegar þeir koma, fyrst Bretarnir 10. maí, að þá koma þeir með alls kyns tæki. Menn fóru svo að vinna fyrir herinn, í svokallaðri Bretavinnu og kynntust svo mörgu nýju. Það urðu breytingar á neyslu og menningu og fleira og fleira," segir Guðbrandur. Guðbrandur segir að með þessum atburði hafi Ísland dregist inn í stríðið og komist nær Evrópu. Árið 1940 hafi Íslendingar verið rétt um 120 þúsund en þegar mest var hafi verið um 50 þúsund hermenn á Íslandi. Þeir hafi því næstum verið helmingur allra karlmanna þegar þeir voru hér flestir. Lagt verður af stað í göngutúrinn frá Grófarhúsi klukkan átta annað kvöld. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira