Bókasafn Kópavogs fær verk eftir Wilhelm Ernst Beckmann 14. júlí 2010 17:11 Börn og bróðurdóttir Wilhelms Ernst Beckmann, tréskurðarlistamanns og fyrsta bæjarlistamanns Kópavogs, færðu í dag Bókasafni Kópavogs að gjöf listaverk, skartgripi, málverk og bækur sem áður voru í eigu listamannsins. Hrafn Andrés Harðarson bæjarbókavörður tók á móti gjafabréfi úr hendi gefenda við hátíðlega athöfn á bókasafninu í dag, segir í fréttatilkynningu. Munirnir verða í framtíðinni til sýnis í Beckmannsstofu á 3. hæð bókasafnsins. Hluti þeirra er afhentur strax en það sem eftir er við fráfall gefenda. Wilhelm Ernst Beckmann fæddist 5. febrúar 1909 í Hamborg en flúði Þýskaland nasismans og kom til Íslands árið 1935. Hann settist hér að og kvæntist íslenskri konu, Valdísi Einarsdóttur, og átti með henni tvö börn, Einar og Hrefnu. Wilhelm bjó síðustu æviár sín í Kópavogi og lést 11. maí 1965. Eftir hann eru verk í nokkrum kirkjum landsins og er eitt þeirra , glæsileg altaristafla, í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Wilhelm hóf nám í tréskurði og höggmyndalist aðeins fjórtán ára gamall hjá kunnum þýskum meistara í Hamborg, Karl Olde. Seinna stundaði hann nám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Fyrstu árin sín á Íslandi vann hann m.a. á verkstæði Ríkarðs Jónssonar myndskera en setti svo upp sína eigin vinnustofu á Laugavegi 100. Hann vann þar að tréskurði og bjó til listmuni til tækifærisgjafa. Dóttir hans Hrefna býr á Íslandi en sonur hans Einar hefur búið í Ástralíu í fjörutíu ár. Þau ásamt bróðurdótturinni, Moiken Steinberg, eru hér á landi til að veita Bókasafni Kópavogs gjöfina til minningar um listamanninn. Við athöfnina í dag voru einnig viðstödd Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri, Hafsteinn Karlsson, formaður lista- og menningarráðs, Sigurður Arnarson, sóknarprestur í Kársnesprestakalli, Kathrin Gegner frá þýska sendiráðinu og fleiri góðir gestir. Boðið var upp á kaffi og kleinur en eftir það fór hópurinn í safnaðarheimili Kópavogskirkju og skoðaði altaristöfluna sem listamaðurinn gaf söfnuðinum við vígslu kirkjunnar árið 1964. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Börn og bróðurdóttir Wilhelms Ernst Beckmann, tréskurðarlistamanns og fyrsta bæjarlistamanns Kópavogs, færðu í dag Bókasafni Kópavogs að gjöf listaverk, skartgripi, málverk og bækur sem áður voru í eigu listamannsins. Hrafn Andrés Harðarson bæjarbókavörður tók á móti gjafabréfi úr hendi gefenda við hátíðlega athöfn á bókasafninu í dag, segir í fréttatilkynningu. Munirnir verða í framtíðinni til sýnis í Beckmannsstofu á 3. hæð bókasafnsins. Hluti þeirra er afhentur strax en það sem eftir er við fráfall gefenda. Wilhelm Ernst Beckmann fæddist 5. febrúar 1909 í Hamborg en flúði Þýskaland nasismans og kom til Íslands árið 1935. Hann settist hér að og kvæntist íslenskri konu, Valdísi Einarsdóttur, og átti með henni tvö börn, Einar og Hrefnu. Wilhelm bjó síðustu æviár sín í Kópavogi og lést 11. maí 1965. Eftir hann eru verk í nokkrum kirkjum landsins og er eitt þeirra , glæsileg altaristafla, í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Wilhelm hóf nám í tréskurði og höggmyndalist aðeins fjórtán ára gamall hjá kunnum þýskum meistara í Hamborg, Karl Olde. Seinna stundaði hann nám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Fyrstu árin sín á Íslandi vann hann m.a. á verkstæði Ríkarðs Jónssonar myndskera en setti svo upp sína eigin vinnustofu á Laugavegi 100. Hann vann þar að tréskurði og bjó til listmuni til tækifærisgjafa. Dóttir hans Hrefna býr á Íslandi en sonur hans Einar hefur búið í Ástralíu í fjörutíu ár. Þau ásamt bróðurdótturinni, Moiken Steinberg, eru hér á landi til að veita Bókasafni Kópavogs gjöfina til minningar um listamanninn. Við athöfnina í dag voru einnig viðstödd Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri, Hafsteinn Karlsson, formaður lista- og menningarráðs, Sigurður Arnarson, sóknarprestur í Kársnesprestakalli, Kathrin Gegner frá þýska sendiráðinu og fleiri góðir gestir. Boðið var upp á kaffi og kleinur en eftir það fór hópurinn í safnaðarheimili Kópavogskirkju og skoðaði altaristöfluna sem listamaðurinn gaf söfnuðinum við vígslu kirkjunnar árið 1964.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira