Innlent

Ástandið verst á Suðurnesjum

Atvinnuleysi mældist 7,6 prósent í júní og minnkar um 6,4 prósent frá því í maí.

Fækkun á atvinnuleysisskrá er hlutfallslega meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og er atvinnuleysi nú 8,5 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 5,9 prósent á landsbyggðinni. Mest er atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða tæp 12 prósent, og minnst á Norðurlandi vestra, 2,6 prósent.

Áætlað er að atvinnuleysi minnki í júlí og verði í kringum 7,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×