Fleiri fréttir

Notaði matarolíu sem eldneyti á Keili

Erlendur vísindamaður hjá Keili bjó til eldsneyti á díselbíl úr matarolíu. Notaði vísindamaðurinn rannsóknaraðstöðu Keilis til þess en nemendur lögðu til bílinn. Og undrun gerðust – bílnum var ekið af stað, drifinn af matarolíu. Lyktin var eins og af frönskum kartöflum.

Fann dóp og afsagaða haglabyssu í húsleitum

Undanfarna daga hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmt tvær húsleitir í Reykjavík og eina í Hafnarfirði og handtekið þrjá karla í tengslum við rannsóknina en öll málin tengjast.

Kærum vegna nauðgana fjölgaði um helming

Það lætur nærri að næstum helmingi fleiri nauðganir hafi verið kærðar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra miðað við árið á undan. Í árskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2009 kemur fram að 50 slíkar kærur hafi veirð lagðar fram í fyrra en þær hafi verið 35 í hitteðfyrra. Erfitt sé að fullyrða um ástæður þessa.

Trillukarlar mega ekki veiða meir

Strandveiðar þeirra sem róa frá Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum voru stöðvaðar í dag þar sem mánaðarkvótinn er búinn. Trillukarlar, sem náðu bara tveimur túrum, segja þetta rugl.

Segir skattahækkanir vera neyðarúrræði

Bjarni Benediktsson segir að þær skattatillögur sem kynntar voru í gær og voru unnar af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gangi þvert gegn því sem ríkisstjórnin hafi viljað gera.

Enginn beitti sér óeðlilega í Magma-málinu

Unnur G. Kristjánsdóttir, formaður í nefnd um erlenda fjárfestingu segir að samskipti sín og nefndarinnar við Efnahags- og viðskiptaráuneytið varðandi svokallað Magma-mál, hafi verið í góðum og eðlilegum farvegi. Enginn hafi beitt sér óeðlilega í málinu né reynt að hafa áhrif á niðurstöðu nefndarinnar, þvert á móti hafi nefndin notið velvildar í ráðuneytinu.

Skvetti rauðri málningu á húsnæði AGS

Einn maður var handtekinn nú fyrir stundu eftir að hann skvetti rauðri málningu á hús þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aðsetur. Lögreglumenn handtóku hann fyrir utan stjórnarráðið.

Einhverjir aðrir notaðir til að flytja slæmu fréttirnar

„Því miður er þetta í samræmi við það sem fjármálaráðherrann hafði boðað þegar hann sagði „You ain't seen nothing yet“ í skattahækkunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Fram kom í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í gær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði gert skýrslu um íslenska skattkerfið að beiðni Steingríms J. Sigfússonar.

Ökumaður fékk hjartaáfall

Lögregla hefur lokið rannsókn á umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi norðan Arnarnesbrúar að morgni 18. desember í fyrra. Bifreið var ekið til suðurs Hafnarfjarðarveg og yfir á akbraut fyrir umferð úr gagnstæðri átt þar sem árekstur varð með þeim afleiðingum að þrír létust.

Öryggis ekki nægjanlega gætt á leikvöllum

Öryggi leikvallatækja og leiksvæða er einungis skoðað á 20% af þeim 277 leikskólum og 176 grunnskólum þar sem slík skoðun á að fara fram samkvæmt reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar.

Lyf sem kemur í veg fyrir að amfetamínfíklar falla

SÁÁ rannsakar nú lyf sem á að koma í veg fyrir að amfetamínfíklar falla. Lyfið heitir naltrexone og hefur verið nota í nokkur ár við áfengissýki með nokkrum árangir. Á vefsíðu SÁÁ segir að öllum undirbúningi sé nú lokið og öll leyfi liggja fyrir. Rannsóknarstarfið hófst á Vogi í síðustu viku.

Hestar naga bíla reglulega

Það kemur reglulega fyrir að bifreiðaeigendur verði fyrir tjóni vegna þess að hestar, eða önnur húsdýr, nagi lakkið af bílunum þeirra. Tjónið fæst ekki bætt með bifreiðatryggingunum. Vísir sagði frá því í gær að bræður sem voru við veiði í Eystri Rangá hefðu orðið fyrir verulegu tjóni þegar hestar nöguðu lakkið af húddinu og hliðum á Mazda 6 bifreið þeirra.

Össur hitti utanríkisráðherra Kína

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti fund með utanríkisráðherra Kína, Yang Jiechi, í gær. Á fundinum hétu ráðherrarnir því að efla samskipti og samstarf ríkjanna enn frekar, að því er fram kemur á kínverska vefnum xinhuanet.

Íslendingar verða hugsanlega 437 þúsund talsins

Íslendingar verða tæplega 437 þúsund talsins hinn 1. janúar 2060 miðað við mannfjöldaspá Hagstofu Íslands en eru nú tæplega 318 þúsund talsins. Hagstofan gaf út mannfjöldaspá í morgun.

Gríðarlegt haglél í Skötufirði

Gríðarlegt haglél dundi yfir í Skötufirði við Ísafjarðardjúp í gær og varð þjóðvegurinn flug háll á svip stundu vegna krapa, sem myndaðist á honum.

AGS vill snarhækka skatta

Vilji íslensk stjórnvöld auka tekjur sínar með aukinni skattlagningu ætti að leggja niður lægra þrep virðisaukaskattsins og fækka skattþrepunum í tekjuskattkerfinu í tvö, samkvæmt tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Skattur á mat verði hækkaður í 25,5%

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til að virðisaukaskattur á matvæli verði hækkaður úr sjö prósentum í 25,5 prósent. Einnig er lagt til að aðrar vörur sem nú er lagður sjö prósenta virðisaukaskattur á verði hækkaður og neðra þrep virðisaukaskattsins þannig lagt niður. Þetta er meðal tillagna sjóðsins um það hvernig íslensk stjórnvöld geti aukið tekjur sínar.

Málskostnaður Jóns Ásgeirs þegar nærri heildareignum

Jón Ásgeir Jóhannesson gæti þurft að greiða alls um 180 milljónir íslenskra króna fyrir það eitt að verjast kyrrsetningu eigna sinna í London. Það eru 75 prósent af uppgefnum heildareignum hans, sem hann má þó ekki hreyfa við.

Hanna segir Dag gera lítið úr vinnu fyrri meirihluta

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi segir að í desember á síðasta ári hafi þáverandi meirihluti í borgarstjórn ákveðið að láta vinna áhættumat vegna stöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Í mars hafi legið fyrir að borgin þyrfti að viðhalda 10 til 12 milljarða lausafjárstöðu vegna Orkuveitunnar.

Laun fyrir nefndarstörf hækkuð um 20% hjá Vestmannaeyjabæ

Ný bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fyrsta fundi sínum að hækka laun fyrir setu í nefndum og ráðum bæjarins um 20 prósent. Ályktun þess efnis var samþykkt með atkvæðum allra fjögurra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins auk tveggja fulltrúa Vestmannaeyjalistans. Einn fulltrúi Vestmannaeyjalistans, Jórunn Einarsdóttir, sat hjá.

Kærandi hyggst greiða atkvæði

Kosningar til sveitarstjórnar verða í Reykhólahreppi laugardaginn 24. júlí. Hafsteinn Guðmundsson, íbúi í Flatey, kærði framkvæmd kosningarinnar sem fram fór 29. maí. Kæran var tekin til greina þar sem kjörstjórn hafði láðst að setja fram nægar upplýsingar fyrir íbúa Skáleyja og Flateyjar í undanfara kosninganna. Hafsteinn segir allar upplýsingar liggja fyrir að þessu sinni.

Hrun í æðardúnssölu vegna kreppu í Japan

Jónas Helgason, formaður Æðarræktarfélags Íslands, segir niðursveiflu á japönskum fjármálamarkaði valda því að eftir-spurn eftir æðardúni héðan hefur fallið um helming. Sumir framleiðendur hérlendis sætti sig við mikla verðlækkun og nái að selja sínar afurðir.

Félag atvinnurekenda býður mat

Félag atvinnurekenda stendur fyrir samhjálpar-átakinu Samverjanum út júlímánuð vegna sumarfría hjálparstofnana. Verður boðið upp á fríar heitar máltíðir í mötuneyti Stýrimannaskólans við Háteigsveg milli klukkan 11.30 og 14.00 alla virka daga í júlí.

Garðabær fellst á viðræður við Álftanes

Sveitarstjórnarmál Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag.

Stjórnendur á Héraði hætta

Bæjarfulltrúar L-lista og D-lista í Fljótsdalshéraði segja að rekja megi uppsagnir þriggja stjórnenda hjá bæjarfélaginu til ummæla fulltrúa B-lista og Á-lista fyrir kosningar. Þetta kemur fram í blaðinu Austurglugganum.

Meðferð skilar góðum árangri

Niðurstöður fyrstu rannsóknarinnar á árangri afnæmismeðferðar á Íslandi hafa nú verið birtar. Niðurstöðurnar sýna með óyggjandi hætti að afnæmismeðferð skilar miklum árangri.

Fá tæplega 300 þúsund hver

Íslenskir námsmenn á Norðurlöndum hafa fengið 155 milljónir króna í styrki vegna bágrar fjárhagsstöðu Alls fengu 532 námsmenn að meðaltali rúmar 291 þúsund krónur hver.

Segir göngulax enda í silunganetum

Þorsteinn Sigfússon, svæðisstjóri Orkubús Vestfjarða á Hólmavík, hefur óskað eftir því að sveitarstjórn Strandabyggðar hætti að gefa út leyfi fyrir lagningu silunganeta úti fyrir þorpinu.

Kaup Magma hugsanlega kærð til ESA

Iðnaðarnefnd Alþingis fundaði í gær, að beiðni Margrétar Tryggvadóttur þingmanns Hreyfingarinnar, um mál Magma Energy. Eftir fundinn sagðist Margrét ætla að skoða hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun nefndar um erlenda fjárfestinga til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Uglan flogin hress á braut

Branduglu var sleppt á sunnudag eftir vikulanga aðhlynningu á Náttúrustofu Vesturlands. Freydís Vigfúsdóttir, doktorsnemi við Háskólasetur Snæfellsness, fann ugluna nær dauða en lífi eftir kríuárás við Rif á Snæfellsnesi á mánudag fyrir viku, Freydís tók ugluna með sér á Náttúrustofuna til aðhlynningar.

Þingmaður: Skelfileg skilaboð þegar brotið er gegn anda laganna

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, óttast að fleiri kunni að nýta sér glufuna sem kanadíska orkufélagið Magma Energy fann til að kaupa HS-Orku. Hún segir það senda skelfileg skilaboð að hægt sé að brjóta gegn anda laganna. Á fundi iðnaðarnefndar í dag kom fram að hugmyndin að stofnun fyrirtækis í Svíþjóð til að annast kaupin kom frá Magma Energy.

16 ára háskólanemi fær ekki námslán

Klara Lind Gylfadóttir, 16 ára stúdent á leið í jarðfræði í Háskóla Íslands í haust, fær ekki námslán þar sem hún er ekki fjárráða. Engu að síður getur hún sótt um stúdentaíbúð. Þetta kom fram í viðtali við hana Íslandi í dag.

Löggjöf um erlenda fjárfestingu er meingölluð

Löggjöf um erlenda fjárfestingu er meingölluð og hana þarf að endurskoða sem fyrst að mati formanns Iðnaðarnefndar Alþingis. Fulltrúi sjálfstæðisflokks í nefndinni segir að Magma málið einkennast af pólitísku uppgjöri á milli stjórnarflokkanna.

Slökkviliðið bjargar kettlingi

Slökkviliðið bjargaði kettlingi úr átta til tíu metra háu tré í bakgarði við Hverfisgötu í Reykjavík í dag. Kettlingurinn var búinn að sitja fastur í trénu í næstum því tvo daga og búið að reyna ýmsar aðferðir til þess að ná honum niður áður en kallað var á slökkviliðið. Vel gekk að ná kettlingnum niður úr trénu samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

TF-LIF komin aftur til Landhelgisgæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF er nú komin í fulla notkun á ný eftir að hafa verið um skeið í reglubundinni skoðun. Hefur Landhelgisgæslan nú tvær Super Puma þyrlur til umráða en auk TF-LIF er TF-GNA notuð við leit og björgun, löggæslu og eftirlitsstörf Gæslunnar, segir í tilkynningu.

Lífsýni Fischer send til Þýskalands

Lífsýni skáksnillingsins Roberts Fischer hafa verið send til háskóla í Þýskalandi til erfðarannsóknar. Liðið gætu um fimm til sex vikur þar til skorið verður úr um faðerni meintrar dóttur Fischers. Auk hennar hafa bæði meint eiginkona Fischers og systursynir gert kröfu í dánarbúið, sem metið er á andvirði um 250 milljóna króna.

Bankarnir vilja ekki upplýsa um afslátt

Enginn stóru bankanna þriggja vill gefa upp hvaða afslátt þeir fengu frá gömlu bönkunum á gengistryggðum - og verðtryggðum lánum eftir bankahrunið. Þjóðin á kröfu á að vita hver afslátturinn var, segir Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Hann segir að tölurnar sýni að svigrúm Íslandsbanka til leiðréttinga er langmest.

Sjá næstu 50 fréttir