Innlent

Fjölskylduhátíð Atlantsolíu haldin í Húsdýragarðinum í dag

Fjölskylduhátíð viðskiptavina Atlantsolíu sem vera átti 1. júlí síðastliðinn, en var frestað sökum veðurs, verður haldin í dag í Húsdýragarðinum í Reykjavík.

Í tilkynningu segir að búast megi við margmenni en veðurútlit er gott, hæg breytileg átt eða hafgola. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en árið 2009 mættu rúmlega 5.000 manns.

Boðið verður upp á trúða, frostpinna og blöðrur fyrir börnin. Aðgangur er ókeypis fyrir dælulykilshafa Atlantsolíu en opið er á milli 10 og 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×