Innlent

Biðlistum útrýmt

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Börn sem fæddust á árinu 2008 hafa fengið boð um pláss á leikskóla.
Börn sem fæddust á árinu 2008 hafa fengið boð um pláss á leikskóla.
Öll börn í Reykjavík sem fæddust árið 2008 hafa nú þegar fengið boð um pláss á leikskóla, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.

Það var stefna borgaryfirvalda í Reykjavík að öll börn 18 mánaða og eldri ættu kost á leikskóladvöl. En samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í vetur er það orðað þannig að miðað sé við að börn geti hafið leikskóladvöl árið sem þau verða tveggja ára.

Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá leikskólasviði Reykjavíkur að nú hefðu öll börn fædd 2008 sem voru á biðlista í vor fengið boð um leikskólapláss. Í stöku tilfellum hafi foreldrar hins vegar afþakkað boðið, til dæmis vegna þess að leikskólaplássið sem þeim bauðst var ekki í skóla sem þeir settu í fyrsta eða annað sæti. Þá hefur einhverjum börnum sem fædd eru 2009 og eru í forgangi, til dæmis vegna fötlunar, verið boðið pláss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×