Innlent

Hjátrúarfullir hafa áhyggjur af upphafi hundadaga

Hjátrúarfullir landsmenn hafa nú áhyggjur af því, að þar sem rigndi í gær, muni meira og minna rigna fram til 23. ágúst.

Ástæðan er að í gær hófust hundadagar, en hjátrúin segir að að veðurlag á fyrsta hundadegi segi til um veðrið út hundadagana.

En það ætti að vera huggun hinna hjátrúarfullu, eð ekki hefur tekist að sanna að svo sé hérlendis, og þessi trú mun vera innflutt frá svæðum, þar sem staðviðrasamara er en hérlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×