Innlent

Samfélagshetjur veiddu nóg af laxi

Tólf veiðimenn og gestir þeirra gerðu góða ferð inn að Elliðaám í gær í boði borgaryfirvalda. Veiðimennirnir voru valdir úr hópi þeirra sem almennir borgarar tilnefndu fyrir að hafa lagt gott af mörkum til samfélagsins.

Fjöldi laxa kom á land þótt mannskapurinn væri misvanur veiðimennsku enda úrvals leiðsögumenn hópnum til halds og trausts. Annar sambærilegur hópur rennir síðan í Elliðaárnar í boði Reykjavíkurborgar 20. júlí.

Dagurinn þar á eftir er hins vegar frátekinn fyrir fyrrverandi borgarstjóra. Er það í boði Orkuveitu Reykjavíkur. „Ekki er enn vitað hverjir munu þekkjast boðið og svo getur farið að það skýrist ekki fyrr en deginum áður," segir Hulda Gunnarsdóttir, sérfræðingur upplýsingamála á skrifstofu borgarstjóra, spurð um það hvaða fyrrverandi borgarstjórar og aðrir gestir verði við laxveiðar í Elliðaánum 21. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×