Innlent

Ósátt við aðgerðarleysi stjórnvalda

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir segir aðgerðarleysið til skammar.
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir segir aðgerðarleysið til skammar.
Skipuð hefur verið nefnd af Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingamálaráðherra, um gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2011 til 2015.

Lögð verður sérstök áhersla á samhengi kynbundinna ofbeldisbrota, saksóknar vegna þeirra og meðferðar í dómskerfinu, en afar fá mál af þessum toga fara alla leið í dómskerfinu hér á landi. Auk þessa verður mótuð afstaða til meðferðar nýs sáttmála Evrópuráðs í málum kynbundins ofbeldis og endurskilgreiningar verkefna með hliðsjón af honum.

Gildandi aðgerðaáætlun var samþykkt árið 2006 og fólst mestmegnis í viðamiklum rannsóknum á eðli og umfangi ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bókarinnar Á mannamáli, sem fjallaði um kynbundið ofbeldi á Íslandi, á sæti í nefndinni. Hún hefur gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir úrræði þeirra varðandi kynferðisbrot og er mjög ósátt við framkvæmdir á gildandi áætlun.

„Það er komin mikil pressa á stjórnvöld að standa við þessar áætlanir," segir Þórdís. „Hingað til hefur aðgerðarleysið verið til skammar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×