Innlent

Níu vilja hjálpa skuldurum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Níu manns sóttu um stöðu Umboðsmanns skuldara sem mun taka til starfa þann 1. ágúst næstkomandi.

Umboðsmaður skuldara er ríkisstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna og réttinda skuldara eins og nánar er kveðið á um í lögunum. Embættið mun einnig annast fjármálaráðgjöf við einstaklinga sem til þessa hefur verið sinnt af Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna en starfsemi hennar rennur inn í embætti umboðsmanns.

Embætti umboðsmanns skuldara var auglýst til umsóknar í lok júnímánaðar og rann umsóknarfresturinn út 12. júlí síðastliðinn.

Eftirtaldir sóttu um embættið:

Ásta Sigrún Helgadóttir

Guðmundur Ásgeirsson

Guðrún Hulda Aðils Eyþórsdóttir

Guðrún Jóhannsdóttir

Hallgrímur Þ. Gunnþórsson

Hólmsteinn A. Brekkan

Ólöf Dagný Thorarensen

Runólfur Ágústsson

Sif Jónsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×