Innlent

Ísland á rétt á styrk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ísland hefur rétt á fjárstuðningi frá Evrópusambandinu til að búa sig undir aðild að sambandinu samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í dag. Í fréttatilkynningu frá fastanefnd Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kemur fram að ríki sem eru í viðræðuferli um aðild að Evrópusambandinu eigi rétt á slíkum stuðningi.

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Štefan Füle, segir að samþykktin undirstriki vilja Evrópusambandsins til að styðja við bakið á Íslandi í aðildarferlinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×