Innlent

8400 gestir farið í sund á Blönduósi á tæplega mánuði

Sundlaugin á Blönduósi. Enn á eftir að klára sundlaugina en hún verður vígð formlega á laugardaginn.
Sundlaugin á Blönduósi. Enn á eftir að klára sundlaugina en hún verður vígð formlega á laugardaginn. Mynd/ASS
Sundlaugin á Blönduósi hefur heldur betur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum sem eiga leið um bæinn. Því rúmlega 8.400 manns hafa sótt laugina frá opnun þann 16. júní síðastliðinn. Það er vefsíðan húni.is sem fjallar um málið.

Guðmundur Haraldsson forstöðumaður laugarinnar, segir í samtali við Vísi, að hann hafi stefnt að því í vor að fá 30 þúsund gesti fyrir ágúst lok. „Menn töldu mig klikkaðann að giska á það," segir Guðmundur. Í dag segir hann að hann vonist til að fá 22 til 25 þúsund gesti fyrir þann tíma. Hann er himinlifandi yfir aðsókninni eftir þennan tæplega mánuð sem laugin hefur verið opin. Gert er ráð fyrir að laugin og byggingin kosti um 400 - 420 milljónir.

Á laugardaginn mun svo verða formleg vígsla á lauginni og eru iðnaðarmenn á fullu að klára að binda enda á framkvæmdir við laugina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×