Innlent

Kýldi löggu í Vestmannaeyjum

Frá Vestmannaeyjum
Frá Vestmannaeyjum
Maður sló lögreglumann hnefahöggi í andlitið í Vestmannaeyjum nú á dögunum. Þegar að lögregla bankaði upp á honum eftir að hafa fengið kvörtun vegna hávaða frá íbúð hans brást hann illa við heimsókn lögreglu með ofangreindum afleiðingum. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann var einnig kærður fyrir höggið.

Þá fann lögreglan tvisvar lítilræði að ætluðum fíkniefnum í ferjunni Herjólfi. Í öðru tilvikinu fannst lítilræði af ætluðum fíkniefnum blönduð í tóbak. Málið er í rannsókn. Í hinu tilvikinu var lögregla við eftirlit við komu ferjunnar til hafnar í Eyjum. Veitti lögregla einum grunsamlegum aðila athygli sem var að koma úr skipinu í bifreið. Var hann stöðvaður og við leit fannst lítilræði af fíkniefnum. Hann viðurkenndi að vera eigandi efnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×