Fleiri fréttir

Að störfum samfleytt í yfir 20 klukkustundir

Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær og stóðu margir þeirra á vaktinni samfleytt í yfir 20 klukkustundir. Óskað var eftir aðstoð við að ná í bíl sem erlendir ferðamenn höfðu fest við Núpafjallsenda í Fljótshverfi austan við Kirkjubæjarklaustur og stóð til að fara í þann leiðangur snemma morguns, en áður en til þess kom eða klukkan sjö í gærmorgun kom útkall vegna leitar að pilti á tvítugsaldri. Hann fannst eftir hádegi og fóru björgunarsveitarmenn að Núpafjallsenda til að sækja bílinn.

Metfjöldi útskrifast frá Háskóla Íslands

Metfjöldi nemenda útskrifast frá Háskóla Íslands á morgun. Fyrir hádegi verða brautskráðir kandídatar sem lokið hafa framhaldsnámi við skólann en þeir eru 670 talsins að þessu sinni. Síðar um daginn fer fram brautskráning 1110 nemenda sem lokið hafa grunnnámi. Heildarfjöldi kandídata er því 1780 að þessu sinni sem er mesti fjöldi sem brautskráður hefur verið frá Háskóla Íslands.

Ratleikur og hópgöngur í Esjuhlíðum

Á morgun laugardag verður árlegur Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA haldinn í Esjuhlíðum. Dagskráin hefst klukkan 13 þegar nýtt Esjuskilti verður afhjúpað, þar sem fjölmargar gönguleiðir vísa veginn upp fjallið. Meðal annars verður farið í ratleik og boðið uppá hópgöngur undir leiðsögn reyndra fararstjóra.

Dæmdur fyrir líkamsárás

Karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Ein hjúskaparlög fyrir alla

Alþingi samþykkti í dag lög um ein hjúskaparlög. Um er að ræða breytingar á eldri lögum sem lögleiða hjúskap samkynhneigðra. Sömu lög munu því gilda fyrir gagnkynhneigða jafnt sem samkynhneigða, sem þá geta látið gefa sig saman í hjónaband hjá söfnuðum og sýslumönnum. Frumvarp dóms- og mannréttindaráðherra var samþykkt samhljóða með 49 atkvæðum.

Bjarni Ben: Ríkisstjórnin boðar þjóðnýtingu

„Það blasir við mér að ríkisstjórnin vilji leggja núna upp með það að þjóðnýta vatnsréttindi landeigenda í landinu," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um vatnalögin á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði málið snúast um grundvallaratriði í hugmyndafræði.

Leituðu í Draumnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í söluturninum Draumnum á Rauðarárstíg í gærkvöldi. Tveir lögreglubílar fóru á staðinn og hópur lögreglumanna leitaði inni í versluninni.

BHM hafna launafrystingu

BHM minnir stjórnvöld að gefnu tilefni á að samningsréttur um kjör launamanna er í höndum stéttarfélaga. Laun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna verða því ekki ákveðin með öðrum hætti en kjarasamningsviðræðum við hlutaðeigandi stéttarfélög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ísbjörninn fannst í Húsdýragarðinum

Týnda ísbjarnarstyttan sem Vísir sagði frá í morgun er komin í leitirnar. Styttan stóð fyrir utan verslun á Laugavegi en í gær var henni rænt og virtist ránið þaulskipulagt. Fjórir piltar stukku út úr sendibíl, tóku styttuna og óku á brott í hendingskasti.

Jón Gnarr átti trúnaðarfund með Hönnu Birnu

Jón Gnarr átti fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi borgarstjóra, í vikunni. Þar var henni boðið, samkvæmt heimildum Vísis, að taka sæti forseta í nýrri borgarstjórn.

Makríll reyndist tollfrjáls - villa í tollakerfinu

Við yfirferð á markaðsaðgangi fyrir makríl til Evrópusambandsins (ESB) uppgötvaðist villa í tollakerfi ESB varðandi frosin makrílflök samkvæmt tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.

Afnám vatnalaga afgreitt úr nefnd

Frumvarp iðnaðarráðherra um afnám vatnalaga var afgreitt úr iðnaðarnefnd Alþingis í morgun. Meirihluti iðnaðarnefndar samþykkti frumvarpið óbreytt með atkvæðum Samfylkingarinnar og Vinstri-hreyfingarinnar græns framboðs og með fyrirvara fulltrúa Hreyfingarinnar en þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru á móti.

Vilja að Hanna Birna verði forseti borgarstjórnar

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi borgarstjóra, að gegna embætti forseta borgarstjórnar á næsta kjörtímabili.

Ögmundur: Lausnarorðið er kjarajöfnun

Ögmundur Jónasson þingmaður VG segir almennar launafrystingar ekki koma til greina. Lausnarorðið að hans mati er kjarajöfnun. Fréttablaðið segir frá því í dag að á meðal tillagna ráðuneytanna að fjárlögum næsta árs sé að frysta laun opinberra starfsmanna í eitt ár. Árni Páll Árnason hafði áður viðrað þá hugmynd að frysta laun þessara starfsmanna fram til árisins 2013.

Ísbirni rænt á Laugavegi

Ísbirni var stolið á Laugavegi í gærkvöld. Um er að ræða annan af tveimur voldugum ísbjarnarstyttum sem standa fyrir framan verslunina Ísbjörninn en í gærkvöldi um klukkan hálftíu stöðvaði hvítur sendiferðabíll fyrir utan búðina og fjórir piltar hlupu út og stálu öðrum ísbirninum.

Ristilhreinsun Jónínu sögð vera gagnslaus

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir varar Jónínu Benediktsdóttur við því að ristilhreinsunarmeðferð hennar geti stangast á við lög um skottulækningar.

Fréttaskýring: Áminningar um skil sendar þrisvar á ári

Algengt er að fyrirtæki skili ekki ársreikningum til Ársreikningaskrár. Helsta ástæðan er gleymska og trassaskapur, samkvæmt upplýsingum frá skránni. Mörg dæmi eru um að félög, sem jafnvel hafa töluverð umsvif, hafi ekki skilað reikningum svo árum skipti.

Telur upptöku evru enn álitlegan kost

„Sé horft á vandamálin sem við höfum þurft að glíma við vegna skorts á trausti á gjaldmiðlinum okkar þá, þrátt fyrir erfiðleikana sem evrusvæðið gengur nú í gegnum, er mun betri ákvörðun að vera innan evrusvæðisins en utan þess séu kostir og gallar vegnir," sagði Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær en hann er í opinberri heimsókn á Íslandi.

Þinglok eru enn í óvissu

Óvíst er hvenær þingstörfum lýkur. Samkvæmt starfsáætlun á að funda um helgina og fresta þingi á næsta þriðjudag.

Gert að bjóða út verk á EES

„Úrskurðurinn er mikil vonbrigði fyrir Landsvirkjun," segir Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs.

Áhugi á frekari rannsóknum

Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa áhuga á að kanna frekar áhrif gossins í Eyjafjallajökli á fiskistofna hér við land. Þó er talið ólíklegt að það takist að einangra þátt gossins frá öðrum áhrifavöldum á vöxt og viðgang fiskistofna við landið.

Endurspeglun á samtímanum

Ljóðbók sem unnin er upp úr skýrslu Rannsóknanefndar Alþingis er komin út. Ber hún heitið Gengismunur og er eftir skáldið Jón Örn Loðmfjörð. Jón vann ljóðin með hjálp ljóðavélarinnar Gogga, tölvuforrits sem hann þróaði árið 2007 í þeim tilgangi að ná fram og búa til tilviljanakennda texta í rauntíma úr Moggablogginu.

Vilja aflétta launafrystingu

Kjaramálanefnd Sjúkraliðafélagsins krefst þess að frystingu launa sjúkraliða verði aflétt. Launin hafi staðið í stað síðan samningar urðu lausir fyrir 14 mánuðum síðan. Í yfirlýsingu nefndarinnar frá því í gær segir meðal annars að félagsmálaráðherra lýsi opinberum kvennastéttum stríði á hendur með launafrystingu.

Hrottalegar líflátshótanir

Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá menn í Reykjanesbæ fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti, einn þremenninganna fyrir að hóta að skera börn tveggja lögreglumanna á háls og annan þeirra fyrir hrækja í andlit og á höfuð lögreglumanns. Öll áttu brotin sér stað á síðasta ári.

Íslandsdagur í Eistlandi

Eistar ætla að halda Íslandsdag hátíðlegan 21. ágúst 2011. Þetta kom fram í máli Toomas Ilves, forseta Eistlands, á Bessastöðum í gær en hann er í opinberri heimsókn á Íslandi.

Bað þjóðina afsökunar á sjónarspili

Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, bað þjóðina afsökunar á því að vera þátttakandi í því dapurlega sjónarspili sem fram hafi farið á Alþingi í gær. Þingið komist ekki úr hjólförum haturs og gagnkvæmra ásakana.

Tillögum um nýtt hús Landspítalans skilað

Gögnum vegna frumhönnunar nýs Landspítala var skilað inn til Ríkiskaupa í gær. Alls vinna fimm hönnunar­hópar að tillögum. Niðurstöður samkeppninnar verða gerðar opinberar 9. júlí.

Setja þak á innheimtukostnað

Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum sem veita gjaldþrota einstaklingum heimild til að búa í íbúðarhúsnæði sínu í allt að tólf mánuði eftir nauðungarsölu, með leyfi skiptastjóra.

Aðgengi bætt fyrir fatlað fólk

Veiðifélag Breiðdalsár hefur einsett sér að bæta aðgengi við ána með lagningu vegslóða og koma í veg fyrir að ökutækjum sé beitt á ósnortið land.

Tvö ár fyrir að nauðga stúlku

Ungur maður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambinu 800 þúsund krónur í miskabætur.

Nýjar leiðir í gæðamati á fiski

Fyrsti nemandinn frá Úganda við Háskólann á Akureyri, Lillian Chebet, lauk meistaranámi í auðlindafræði síðasta miðvikudag. Lillian hefur stundað nám sitt síðastliðin tvö ár á Akureyri fyrir tilstuðlan Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP) eftir sex mánaða þjálfun í Reykjavík.

Algengast að ungir þjófar komi aftur

Ísland kemur mjög vel út í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir hvað varðar endurkomur brotamanna í fangelsi. Langalgengast er, að ungir þjófar komi aftur.

Páll: Hugmyndir Jóns um arðbært hvítflibbafangelsi óraunhæfar

Hugmyndir Jóns Gnarr verðandi borgarstjóra um að skapa borginni tekjur með rekstri alþjóðlegs hvítflibbafangelsis ganga alls ekki upp. Rekstur fangelsa er ekki arðvænlegur og er ekki á hendi sveitarfélaga heldur ríkisins. Þetta segir forstjóri Fangelsismálastofnunnar um málið.

Ölvaðir ökumenn nýkomnir úr Vínbúð

Tveir ölvaðir ökumenn voru teknir við akstur um klukkan þrjú í dag. Báðir voru þeir nýkomnir úr Vínbúð á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Telur bílafríðindi úr takti við aðhaldsaðgerðir

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, hefur komið á framfæri athugasemdum við stjórnendur Orkuveitunnar vegna bílafríðinda stjórnenda sem hún telur úr takti við aðhaldsaðgerðir borgarinnar. Málið er nú á borði Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, sem liggur undir feldi.

Vandamál eftir detox meðferðir

Dæmi eru um að fólk komi úr svokallaðri Detox meðferð í blóðþrýstingskrísu og sé lagt inn á bráðadeild Landspítalans, segir Svanur Sigurbjörnsson lyflæknir.

Sjá næstu 50 fréttir