Innlent

Endurspeglun á samtímanum

Jón Örn Loðmfjörð
Jón Örn Loðmfjörð MYND/Ívan Þór Ólafsson
Ljóðbók sem unnin er upp úr skýrslu Rannsóknanefndar Alþingis er komin út. Ber hún heitið Gengismunur og er eftir skáldið Jón Örn Loðmfjörð. Jón vann ljóðin með hjálp ljóðavélarinnar Gogga, tölvuforrits sem hann þróaði árið 2007 í þeim tilgangi að ná fram og búa til tilviljanakennda texta í rauntíma úr Moggablogginu.

„Ég vissi að ég varð að gera eitthvað með skýrsluna þegar hún kom út," segir Jón, „Mér finnst hún endurspegla samtímann á áhugaverðan hátt og er búinn að sjá hvert einasta orð í henni að minnsta kosti tvisvar."

Jón er titlaður sem stafrænu­skáld á vefsíðu sinni og segir hann að titillinn standi fyrir þann sem notar tölvur og internetið sem innblástur við sköpun og miðil fyrir verkin. Segir hann að þetta sé skemmtileg blanda af bókaútgáfu og Netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×