Innlent

Tvö ár fyrir að nauðga stúlku

Ungur maður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambinu 800 þúsund krónur í miskabætur.

Umræddir einstaklingar höfðu verið ásamt fleirum í gleðskap í heimahúsi. Stúlkan, sem nauðgað var, varð ölvuð og sofnaði inni í herbergi. Hún vaknaði við að maðurinn var í rúminu hjá henni og var að koma fram vilja sínum. Stúlkan hrinti honum þá ofan af sér.

Hún fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana. Maðurinn og stúlkan þekktust ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×