Innlent

Ratleikur og hópgöngur í Esjuhlíðum

Mynd/GVA
Á morgun laugardag verður árlegur Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA haldinn í Esjuhlíðum. Dagskráin hefst klukkan 13 þegar nýtt Esjuskilti verður afhjúpað, þar sem fjölmargar gönguleiðir vísa veginn upp fjallið. Meðal annars verður farið í ratleik og boðið uppá hópgöngur undir leiðsögn reyndra fararstjóra.

Strætisvagnar aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun að Esjurótum eða sex ferðir fram og til baka yfir daginn. Gestir á svæðinu eru beðnir að sýna tillitssemi og leggja ekki bílum sínum við hringtorgið þar sem strætó ekur að biðstöð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×